Færsluflokkur: Trúmál

Hvernig lítur framtíð þín út ??? ertu tilbúin(n) að mæta henni ??? Hversu langan tíma telur þú þig hafa ??? hvenær er komið að þér ??? ertu tilbúinn ???

Hér er gott samtal þeirra Jack Hibbs og Charlie Kirk og eins það sem kemur í lokinn, allt til enda myndbandsins.

Færa gæti þurft stikuna fremst (lengst til vinstri) til að byrja á byrjuninni.



Hann var særður vegna vorra synda, hegningin sem við höfðum tilunnið kom niður á Honum. Syndir mínar og syndir þínar ollu Honum dauða.

Jesaja spámaður var uppi sjöhundruð árum fyrir Krist. Spádómar Jesaja um Jesú Krist líf Hans, þjáningar og dauða voru mjög nákvæmir. 53ji kafli Jesaja fjallar um þjáningar og dauða Jesú, sá kafli er skráður hér fyrir neðan.

Á Föstudaginnlanga tók Jesús á sig refsinguna fyrir syndir okkar, en þar sem Jesús var syndlaus gat dauðinn ekki haldið Honum og því reis Hann upp á Páskadag. Í Jóhannesarguðspjalli 1.kafla segir í 12.versi "en öllum þeim sem tóku við Honum (Jesú) gaf Hann rétt til að vera Guðs börn", þann rétt getum við öðlast í dag með því að trúa á Jesú og gerast lærisveinar Hans.

Jesús elskaði okkur svo mikið að Hann gekk í gegnum hræðilegar þjáningar okkar vegna, til að leysa okkur undan afleiðingum synda okkar, því er það mikilvægt að við snúum okkur frá syndinni og fylgjum Jesú, gerumst lærisveinar Hans. Fyrir trú okkar og samfélag við Jesú öðlumst við líf, líf í fullri gnægð.

Jesaja 53.kafli.

1Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?2Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.3Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.4En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, 5en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.6Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.7Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.8Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það? Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.9Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.10En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.11Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast. Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra.12Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn. En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.

Gleðilega Páska og GUÐ blessi þig.


Ivan Tuttle dó. Hvað gerðist, hvert fór hann, hvað sá hann og hvað gerðist svo???

Ivan Tuttle er hér í viðtali hjá Randy Kay. Ivan hefur sögu að segja sem snertir við öllum sem lifa og þeim sem vilja lifa.

Viðtalið er hér fyrir neðan á myndbandi.


Brotaþoli verður brotlegur

og brotamaður verður brotaþoli. Skrítinn heimur sem við lifum í.

Jesús Kristur kenndi okkur Faðir vorið, Hann segir: "...fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum..." eða með öðrum orðum, "...fyrirgef mér syndir mínar í sama mæli og ég fyrirgef þeim sem hefur brotið gegn mér...".  Þetta getum við lesið í Mattheusarguðspjalli 6.kafla, en þar segir einnig "Ef þér fyrirgefið mönnunum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar."

Það er nú einu sinni svo að við höfum öll gert rangt, syndgað, og við þurfum öll á fyrirgefningu að halda frá Guði og mönnum. Á sama hátt þurfum við að vera tilbúin að fyrirgefa þeim sem brotið hafa á okkur.

Þegar Jesús var krossfestur sagði Hann, "Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera". Þannig er það með okkur öll, í stundarbrjálæði gerum við það sem rangt er og beitum jafnvel ofbeldi sem skaða aðra, en erum við tilbúin að biðjast fyrirgefningar þegar við beitum aðra ofbeldi og eins að fyrirgefa þegar við verðum fyrir ofbeldi.

Krefjumst við réttlætis þegar við erum beitt ofbeldi, en viljum sjálf þiggja náð og fyrirgefningu þegar við beitum ofbeldi?????

Í Rómverjabréfinu segir: "Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð" og aftur síðar: "Laun syndarinnar er dauði (aðskilnaður frá Guði), en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum (fá að vera í eilífri nærveru Guðs sem er algóður)".

Fyrirgefningin er það dýrmætasta sem við getum fengið og gefið frá okkur, það er það dýrmætasta fyrir okkur sjálf í báðum tilvikum.

Að sættast, vera tilbúinn að segja "fyrirgefðu mér það var rangt sem ég gerði" og á sama hátt að segja "já ég fyrirgef þér, ætla ekki að halda neinu gegn þér".

Viljum við halda góðu og heilbrigðu lífi þá gerum við akkúrat það. Ég veit það, hef fengið að reyna það.

Guð veiti þér náð til þess að fyrirgefa og eins að iðrast og biðjast fyrirgefningar.


mbl.is Stígamót skora á Áslaugu að setja Helga af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lof sé Guði fyrir Hjálpræðisherinn.

Hvar væri borgin án Hjálpræðishersis og hvar væri íslenska þjóðin án hjálpræðisverks Jesú Krists, sem Hjálpræðisherinn og aðrir Guðs þjónar boða?

Börn í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla mættu í …

Hér má sjá húsnæði Hjálpræðishersins sem borgin nýtur góðs af þessa dagana, en Hjálpræðisherinn þurfti að borga fyrir lóðina fullu verði á meðan önnur trúfélög s.s. múslímar fengu frían aðgang að þar sem þeir setja niður sínar moskur. Þess skal getið að Hjálpræðisherinn byggir á kristnum grunni.


mbl.is „Nú er gott að hafa Hjálpræðisherinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hugleiðingar um páskahátíðina

Til hugleiðingar um páskahátíðina.

18Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti leitt yður til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður í anda. 19Í andanum fór hann einnig og prédikaði fyrir öndunum í varðhaldi. 20Þeir höfðu óhlýðnast fyrrum, þegar Guð sýndi langlyndi og beið á dögum Nóa meðan örkin var í smíðum.

21 . . . Því að Kristur leið einnig fyrir yður og lét yður eftir fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor. 22"Hann drýgði ekki synd, og svik voru ekki fundin í munni hans." 23Hann illmælti eigi aftur, er honum var illmælt, og hótaði eigi, er hann leið, heldur gaf það í hans vald, sem réttvíslega dæmir. 24Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Þessir ritningastaðir eru út 2.Pétursbréfi.

Versin hér fyrir neðan eru úr Jóhannesarguðspjalli.

15svo að hver sem trúir hafi eilíft líf í honum. 16Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

10Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. 11Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. 12En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.

Jesús Kristur kom í þennan heim til að frelsa okkur synduga menn undan valdi syndarinnar og til að taka okkur frá eilífu vonleysi og eymd og gefa okkur eilíft líf þar sem kærleiki, gleði, friður, vellíðan, hamingja og svo margt fleira gott og yndislegt er til staðar.

Guð elskar okkur svo mikið að hann gaf okkur Jesú til að forða okkur undan eilífri eymd. Hann þráir samfélag við þig og mig.

Guð gefi þér og þínum GLEÐILEGA PÁSKA, Hann, Jesús, er upprisinn.


Vakna þú sem sefur !!!

10Metið rétt, hvað Drottni þóknast. 11Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim. 12Því að það, sem slíkir menn fremja í leyndum, er jafnvel svívirðilegt um að tala. 13En allt það, sem ljósið flettir ofan af, verður augljóst. Því að allt, sem er augljóst, er ljós.

14Því segir svo:

Vakna þú, sem sefur,

og rís upp frá dauðum,

og þá mun Kristur lýsa þér.

15Hafið því nákvæma gát á, hvernig þér breytið, ekki sem fávísir, heldur sem vísir. 16Notið hverja stund, því að dagarnir eru vondir. 17Verið því ekki óskynsamir, heldur reynið að skilja, hver sé vilji Drottins.

Biblían, Efesusbréf 5.kafli vers 10-17

 


Er þjóðkirkjan á leið til glötunar ? ? ?

Það er virkilega sorglegt að horfa uppá hvernig komið er fyrir þjóðkirkjunni hún veit ekki lengur hvert hlutverk hennar er. Hún þekkir ekki þann Guð sem hún segist boða, á sama tíma segist hún (orð biskups) vera fyrir fólkið í landinu, en fólkið í landinu er eins og sauðir sem engan hirði hafa.

Í marga áratugi hef ég ekki orðið var við boðskap kirkjunnar þar sem talað er um synd, iðrun og fyrirgefningu syndar, að snúa sér frá hinu illa og leita Guðs og Hans vilja. Ég verð ekki var við boðskap þar sem fjallað er um fyrirheiti Guðs eða hvernig megi nálgast þau.

Þekkir kirkjan ekki þann Guð sem hún segist boða???????

Er kirkjan í eltingaleik við að þjóna tíðarandanum??? sá andi er ekki Guðs Andi heldur andi antikrists.

Er að furða að fólk er að flýja þjóðkirkjuna??? og ekki er að sjá að þeir sem yfirgefa hana séu að sækja í aðrar kirkjur.

Íslenska þjóðin þarf á Guði að halda, Hann er sá sem skapaði okkur mennina og vill eiga persónulegt samfélag við hvert og eitt okkar. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að Guð er raunverulegur Hann er persóna fullur af náð og kærleika en einnig réttlátur og heilagur. Við getum ekki komið fram við Guð eins og okkur sýnist, við þurfum að nálgast Hann af virðingu og í auðmýkt.

Guð skapaði okkur sem eilífðarverur, sá sem hafnar Guði mun ekki eyða eilífðinni í návist Hans, heldur þar sem allt hið gagnstæða við Guð er til staðar. Jesús talaði um þann stað þar sem grátur og gnístran tanna mun verða, staður einmannaleikans og sorgar staður. Ég trúi því ekki að nokkur vilji lenda þar, en það er í höndum hvers og eins meðan við erum hérna megin eilífðarinnar.

Orð Jesú voru ekki út í loftið, en þau eru sönn og rétt. Í Jóhannes 12.kafla segir Jesús: 46Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. 47Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn. 48Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi.

Ef kirkjunnar "þjónar" skilja þetta ekki er illa fyrir þeim komið, þeir þurfa að frelsast, eins og Jesús segir í 47.versinu hér að ofan. Jesús sagði einnig í 3.kafla sama guðspjalls: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju." hér er Jesús að tala um endurfæðinguna eða eins og hann segir einnig að frelsast.


Hvers virði er Guð þér??? Veistu hvers virði þú ert Guði?????

Kristur er Orðið Guðs sem var og er frá upphafi sköpunar, án Hans værum við ekki til. Hvenær hefur smíðagripur, hversu fagur sem hann kann að vera, gert gys að skapara sínum.

Það væri mun tilhlýðilegra að kalla kristna saman til að lofa og tigna Hinn lifandi Guð, vegsama Hann sem er yfir öllu og mun síðastur stíga fram á foldu sem lausnari þeirra sem á Hann vona.

Við höfum séð hversu blessuð við erum sem þjóð, þær miklu gjafir sem land okkar býr yfir og veitir okkur, það er Guðs gjöf. Fyrir mikið bænaákall hefur Drottinn gert okkur kleift að rétta úr kútnum eftir hamfarirnar 2008. Nú stöndum við frammi fyrir enn meiri vanda og hvert leitum við þá??? "...gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirgef oss vorar syndir eins og við fyrirgefum þeim sem syndgað hefur gegn okkur...".

Okkar lausn og líf fæst fyrir trú og samfélag okkar við Jesú Krist, Hann sem var syndlaus var gerður að synd okkar vegna til að leysa okkur undan afleiðingum synda okkar.

Það er kærleikur Guðs sem kemur þessu til leiðar og það er okkar að taka við kærleika Guðs. Hann elskar okkur eins og við erum og Hann elskar okkur svo mikið að Hann vill ekki að við höldum áfram að vera eins og við erum, Hann þráir að eiga náið samfélag við okkur. Erum við tilbúin til þess eða viljum við bara fara okkar eigin leið sem liggur til glötunar???

GUÐ ELSKAR ÞIG OG ÞÚ SKIPTIR HANN MÁLI, skiptir Guð þig máli???


Hann mætti Jesú Kristi.

Kanye West mætti Jesú Kristi og það hefur breytt lífi hans á ýmsa vegu, þar á meðal að snúa sér frá áfengi svo dæmi sé tekið. En það sem mestu skiptir er eilífa lífið sem Drottinn boðar okkur. Jóhannes postuli segir: "En öllum þeim sem tóku við Honum (Jesú) gaf Hann rétt til að vera Guðs börn." Jóh.1:12

 Kanye West.


mbl.is Viðurkennir alkóhólisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband