Færsluflokkur: Trúmál

Fyrir um 2500 árum ritaði Esekíel spámaður Drottins . . .

. . . er hann fjallaði um þá daga sem við lifum á í dag. Esekíel sagði frá því að Ísrael mun byggt að nýju af Ísraels mönnum. Guð hefur gefið þeim að yrkja landið sem var auðn og gera eyðimörkina að aldingarði. Þetta sjáum við nú í dag. Ísrael er sú þjóð sem Guð skapaði til að sýna heilagleika sinn á þeirri þjóð. Við erum kölluð til að blessa Ísrael vitandi að Guð mun birtast þar áður en langt um líður.

Esekíel kafli 36 frá versi 24 til 35, sjá fyrirheiti Drottins í þessum kafla.

24 Ég mun sækja yður til þjóðanna og saman safna yður úr öllum löndum og flytja yður inn í yðar land.

25 Ég mun stökkva hreinu vatni á yður, svo að þér verðið hreinir, ég mun hreinsa yður af öllum óhreinindum yðar og skurðgoðum.

26 Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi.

27 Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim.

28 Og þér skuluð búa í landinu, sem ég gaf feðrum yðar, og þér skuluð vera mín þjóð og ég skal vera yðar Guð.

29 Ég mun frelsa yður frá öllum óhreinindum yðar, og ég mun kalla á kornið og margfalda það, og ekkert hallæri mun ég láta yfir yður koma.

30 Og ég mun margfalda ávöxtu trjánna og gróða vallarins, til þess að þér þurfið ekki að þola brigsl meðal heiðnu þjóðanna fyrir hallæri.

31 Þá munuð þér minnast yðar vondu breytni og verka yðar, sem ekki voru góð, og yður mun bjóða við sjálfum yður sökum misgjörða yðar og viðurstyggða.

32 Eigi er það yðar vegna, að ég læt til mín taka, segir Drottinn Guð, það skuluð þér vita! Blygðist og skammist yðar fyrir breytni yðar, þér Ísraelsmenn!

33 Svo segir Drottinn Guð: Á þeim degi, er ég hreinsa yður af öllum misgjörðum yðar, þá mun ég aftur láta borgirnar verða byggðar, og þá skulu fallin húsin rísa úr rústum.

34 Og hið eydda land mun yrkt verða, í stað þess að það áður var eins og auðn í augum allra umfarenda.

35 Þá mun sagt verða: ,Þetta land, sem komið var í auðn, er orðið eins og Edens garður, og borgirnar, sem orðnar voru að rústum, sem eyddar voru og umturnaðar, eru nú víggirtar og byggðar.`

 


Þessir hlutir munu rætast eins og Heilög Ritning segir okkur frá.

Meira en 500 árum fyrir fæðingu Jesú Krists skrifaði Esekíel eftirfarandi, kafli 37 vers 21 og 22.

21 Og mæl til þeirra: Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég sæki Ísraelsmenn til þjóðanna, þangað sem þeir fóru, og saman safna þeim úr öllum áttum og leiði þá aftur inn í land þeirra.

22 Og ég vil gjöra þá að einni þjóð í landinu, á Ísraels fjöllum, og einn konungur skal vera konungur yfir þeim öllum, og þeir skulu eigi framar vera tvær þjóðir og eigi framar vera skiptir í tvö konungsríki.

Þessi ritningarstaður á við á okkar dögum, við sjáum Orð Biblíunnar rætast fyrir augum okkar. Endurkoma Jesú Krists er ekki langt undan eins og Orðið bendir okkur á.


Til allra þeirra sem líf og heilindi skipta máli.

Davíðssálmur til allra hugsandi manna og kvenna. Lesið vel og skiljið hvað Drottni þóknast. Mundu að Hann elskar þig.

32 Davíðssálmur.

1 Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin.

Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda.

Meðan ég þagði, tærðust bein mín, allan daginn kveinaði ég,

því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju.

Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: "Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni," og þú fyrirgafst syndasekt mína.

Þess vegna biðji þig sérhver trúaður, meðan þig er að finna. Þótt vatnsflóðið komi, nær það honum eigi.

Þú ert skjól mitt, þú leysir mig úr nauðum, með frelsisfögnuði umkringir þú mig.

Ég vil fræða þig og vísa þér veginn, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér og hafa augun á þér:

Verið eigi sem hestar eða skynlausir múlar; með taum og beisli verður að temja þrjósku þeirra, annars nálgast þeir þig ekki.

10 Miklar eru þjáningar óguðlegs manns, en þann er treystir Drottni umlykur hann elsku.

11 Gleðjist yfir Drottni og fagnið, þér réttlátir, kveðið fagnaðarópi, allir hjartahreinir!

 


Gnístran tanna.

Til er sá staður þar sem enginn vill vera á og talað er um að þar sé staður sem gnístran tanna mun ergja menn öllum stundum.

Á þessum stað ríkir ótti og þar er staður sem hver og einn er án vina og ættingja. Þar er vanlíðan engin gleði engin hamingja, þar er hver og einn einn fyrir utan þá sem vilja gera honum illt til. Þarna er mikill og óbærilegur hiti.

Jesús Kristur talaði um þennan stað og Hann bauð okkur úrlausn svo við þyrftum ekki að lenda á þessum óheilla stað. Jesús sagði: „...ég er ekki kominn til að dæma heiminn heldur til að frelsa hann“. Jesús sagði einnig: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig“.

Ef við viljum eiga örugga framtíð þurfum við að beina sjónum okkar til Jesú Krists, Hann kom ekki til að dæma okkur heldur til að frelsa okkur, dómurinn er ekki í Hans höndum en dómurinn felst í því hvort við fylgjum Orðum Hans eður ei. Orð Jesú Krists sem við getum lesið um í Biblíunni eru þau sem munu dæma okkur á efsta degi.

Hvað gerum við með Orð Hans, móta þau okkur, hugsanir okkar, orðin sem við látum líða af munni okkar eða hvað við aðhöfumst? Með því að taka á móti Jesú Kristi sem frelsara okkar, lesum Orðið Hans, biðjum til Guðs föður okkar og til Jesú frelsara okkar og leifum Honum að móta okkur öðlumst við eilíft líf.

Höfnum við Jesú Kristi og Orði Hans er það dauðinn sem skilur okkar að frá Guði. Dauðinn er fjarvera frá Guði en lífið er návist við Guð. Minnumst þess að hvert og eitt okkar erum lifandi verur sem ekki munu nokkru sinni útrýmast, við erum og verðum alltaf til, í návist Guðs eða fjarri Honum.

Hvar vilt þú vera???


Guði er ekkert um megn.

Við hugsum oft, Guð getur ekki, en Orð Ritningarinnar segir okkur aftur og aftur að Guði er ekkert um megn. Hefur þú fengið að sjá Guð í lífi þínu??? ef ekki þá máttu búast við því er þú skoðar líf þitt að Guð hefur oft gripið inní kringumstæður þínar. Guði er ekkert um megn.

Hlustið á fyrirlesturinn hér fyrir neðan, tekur nokkrar mínútur.


Ert þú eða einhver þér nákominn í vonlausri stöðu???

Guði er ekkert um megn, Hann hefur leiðir og Hann hefur ráð.

Mario Murillo segir Sid Roth, í viðtali sem Sid átti við Mario, frá undraverðum hlutum sem hafa verið að eiga sér stað þegar fólk jafnvel ókristið fólk hefur upplifað kraftaverk Guðs og umbreytingu í lífi þess.

Hlustið á þetta viðtal í myndbandinu hér fyrir neðan. Hlustið á allt viðtalið.


Hver er framtíð þín? veistu hver framtíð þín er???

44En Jesús hrópaði: "Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig, 45og sá sem sér mig, sér þann er sendi mig.

46Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. 47Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn. 48Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi. 49Því ég hef ekki talað af sjálfum mér, heldur hefur faðirinn, sem sendi mig, boðið mér, hvað ég skuli segja og hvað ég skuli tala. 50Og ég veit, að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér."

Þessa ritningarstaði er að finna í Jóhannesarguðspjalli 12.kafla.

JESÚS KRISTUR kom til að frelsa okkur syndugt mannkyn. Það sem við þurfum að gera er að trúa á Hann og fylgja Honum. "En öllum þeim sem tóku við Honum hefur Hann gefið rétt til að vera GUÐS börn". Það er okkar að velja Hann, læra af Honum og fylgja Honum.

GUÐ veiti okkur náð til að gera akkúrat það.


Boðskapur til íslensku þjóðarinnar

Hér fyrir neðan er boðskapur til íslensku þjóðarinnar byggt á orðum Heilagrar Ritningar:

Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki. Það eru misgjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki.

Hendur yðar eru blóði ataðar og fingur yðar misgjörðum, varir yðar tala lygi og tunga yðar fer með illsku.

Enginn stefnir fyrir dóm af því, að honum gangi réttlæti til, og enginn á í málaferlum sannleikans vegna. Menn reiða sig á hégóma og tala lygi, þeir ganga með ranglæti og ala illgjörðir. Þeir klekja út hornormseggjum og vefa köngulóarvefi. Hverjum sem etur af eggjum þeirra er dauðinn vís, og verði eitthvert þeirra troðið sundur, skríður úr því eiturormur.

Vefnaður þeirra er ónýtur til klæða, og það sem þeir vinna verður eigi haft til skjóls: Athafnir þeirra eru illvirki, og ofbeldisverk liggja í lófum þeirra.

Fætur þeirra eru skjótir til ills, og fljótir til að úthella saklausu blóði. Ráðagjörðir þeirra eru skaðræðisráðagjörðir, eyðing og tortíming er á vegum þeirra. Veg friðarins þekkja þeir ekki, og ekkert réttlæti er á þeirra stigum. Þeir hafa gjört vegu sína hlykkjótta, hver sá, er þá gengur, hefir ekki af friði að segja.

Fyrir því er rétturinn fjarlægur oss og réttlætið kemur ekki nálægt oss. Vér væntum ljóss, en það er myrkur, væntum dagsbirtu, en göngum í niðdimmu.

Vér þreifum fyrir oss, eins og blindir menn með vegg, fálmum eins og þeir, sem misst hafa sjónina. Oss verður fótaskortur um hábjartan daginn eins og í rökkri, í blóma lífsins erum vér sem dauðir menn.

Vér rymjum allir sem birnir, kurrum eins og dúfur. Vér væntum réttar, en hann fæst ekki, væntum hjálpræðis, en það er langt í burtu frá oss.

Afbrot vor eru mörg frammi fyrir þér og syndir vorar vitna í gegn oss, því að afbrot vor eru oss kunn og misgjörðir vorar þekkjum vér.

Vér höfum horfið frá Drottni og afneitað honum og vikið burt frá Guði vorum. Vér höfum látið oss ofríki og fráhvarf um munn fara, vér höfum upphugsað og mælt fram af hjarta voru lygaorð.

Og rétturinn er hrakinn á hæl, og réttlætið stendur langt í burtu, því að sannleikurinn hrasaði á strætunum og hreinskilnin kemst ekki að.

 

Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur!

Hinn óguðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna honum, til Guðs vors, því að hann fyrirgefur ríkulega.

Já, mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn.

Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum.

Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn annar.

Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar.

Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn,

Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.

En öllum þeim, sem tóku við honum [Jesú] gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.

Svo sannarlega sem ég lifi, - segir Drottinn Guð - hefi ég ekki þóknun á dauða hins óguðlega, heldur að hinn óguðlegi hverfi frá breytni sinni og haldi lífi. Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni! Hví viljið þér deyja, Ísraelsmenn [Íslendingar]?

Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn annar.

 


Að ætla sér að hafa vit fyrir skaparanum

Það er nú einu sinni svo að smíðagripur getur ekki breytt skapara sínum sama hversu mikið hann leggur á sig.  Eins getur fólk sem skapað er af Guði ekki breytt Honum eða fengið Hann til að skipta um skoðun eða breyta ætlunarverki sínu.

Hugsanir og skoðanir fólks á Guði breytir ekki því hver Hann er. Guð var til löngu áður en við mannfólkið urðum til. Í Davíðssálmi 139 segir: "...Hann þekkti mig (þig) meðan ég enn var ómyndað efni, ævidagar mínir (þínir) voru ákveðnir áður en nokkur þeirra var til orðinn og allir skráðir í bók þína (Guðs)...", og svo vill fólk segja Guði fyrir verkum!!!!!

Við erum mold búin til úr leiri jarðar og þangað mun hold okkar aftur hverfa. En við sem persónur, einstaklingar, erum eilíf sköpun og munu gerðir okkar og trú eða trúleysi ákvarða framtíð okkar eftir þá daga sem við lifum í þeim líkama sem Guð hefur gefið okkur.

Í Hósea (í Gamla Testamentinu) 4.kafla versi 6 segir: "Líður minn verður afmáður af því hann hefur enga þekking". Skortur okkar á þekkingunni á Guði gerir okkur berskjölduð gagnvart hinu illa. Í Jóhannesarguðspjalli 17 kafla segir "...en það er hið eilífa líf að þekkja þig Hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir Jesú Krist...".  Í bók Jesaja er talað um að við breytum því sem er gott og teljum það illt og það sem er illt teljum við gott, það er einmitt það sem við horfum uppá í dag.

Það er nú þannig að við sem erum vond réttlætum sjálf okkur í okkar eigin augum og við réttlætum sjálf okkur í augum annarra, en Guð sem allt sér og allt veit, jafnvel okkar dýpstu hugsanir, það er ekkert sem fer framhjá Honum, frammi fyrir Honum munum við þurfa að standa og gera reiknisskil lífs okkar, allar okkar hugsanir, öll orð okkar og allar gjörðir okkar þurfum við að svara fyrir á efsta degi. Rómverjabréfið 3.kafli segir okkur að "allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, en þeir réttlætast af náð Hans fyrir trúna á Jesú Krist".

Við þurfum öll að frelsast frá syndugu eðli okkar viljum við eiga dýrlega framtíð í faðmi frelsara okkar Jesú Krists, en þeir sem hafna Honum munu eyða eilífri framtíð á stað þar sem Jesús sagði að þar væri "grátur og gnístran tanna" þ.e. ömurlegur staður sem Guð vill ekki að nokkur lendi á, en það er val þess sem þar mun dvelja.

Íslenska þjóðin þarf á fagnaðarerindinu að halda, vitandi það að Jesús Kristur kom til að frelsa synduga menn og er ég þar fremstur, eins og Páll ritaði.

Við þurfum að iðrast synda okkar snúa okkur til Drottins og hver sem ákallar Drottinn mun hólpinn verða.

GUÐ BLESSI ÍSLAND.


mbl.is Boðorðin eru sígild og alltaf í gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 167620

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband