Færsluflokkur: Trúmál
29.4.2023 | 22:47
Ert þú eða einhver þér nákominn í vonlausri stöðu???
Guði er ekkert um megn, Hann hefur leiðir og Hann hefur ráð.
Mario Murillo segir Sid Roth, í viðtali sem Sid átti við Mario, frá undraverðum hlutum sem hafa verið að eiga sér stað þegar fólk jafnvel ókristið fólk hefur upplifað kraftaverk Guðs og umbreytingu í lífi þess.
Hlustið á þetta viðtal í myndbandinu hér fyrir neðan. Hlustið á allt viðtalið.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2023 | 19:03
Hver er framtíð þín? veistu hver framtíð þín er???
44En Jesús hrópaði: "Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig, 45og sá sem sér mig, sér þann er sendi mig.
46Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. 47Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn. 48Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið, sem ég hef talað, verður dómari hans á efsta degi. 49Því ég hef ekki talað af sjálfum mér, heldur hefur faðirinn, sem sendi mig, boðið mér, hvað ég skuli segja og hvað ég skuli tala. 50Og ég veit, að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér."
Þessa ritningarstaði er að finna í Jóhannesarguðspjalli 12.kafla.
JESÚS KRISTUR kom til að frelsa okkur syndugt mannkyn. Það sem við þurfum að gera er að trúa á Hann og fylgja Honum. "En öllum þeim sem tóku við Honum hefur Hann gefið rétt til að vera GUÐS börn". Það er okkar að velja Hann, læra af Honum og fylgja Honum.
GUÐ veiti okkur náð til að gera akkúrat það.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2023 | 20:34
Þessi ungi maður var í vonlausri stöðu, þá gerðist nokkuð merkilegt...
Sjá myndband hér fyrir neðan.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2022 | 18:35
Boðskapur til íslensku þjóðarinnar
Hér fyrir neðan er boðskapur til íslensku þjóðarinnar byggt á orðum Heilagrar Ritningar:
Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki. Það eru misgjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki.
Hendur yðar eru blóði ataðar og fingur yðar misgjörðum, varir yðar tala lygi og tunga yðar fer með illsku.
Enginn stefnir fyrir dóm af því, að honum gangi réttlæti til, og enginn á í málaferlum sannleikans vegna. Menn reiða sig á hégóma og tala lygi, þeir ganga með ranglæti og ala illgjörðir. Þeir klekja út hornormseggjum og vefa köngulóarvefi. Hverjum sem etur af eggjum þeirra er dauðinn vís, og verði eitthvert þeirra troðið sundur, skríður úr því eiturormur.
Vefnaður þeirra er ónýtur til klæða, og það sem þeir vinna verður eigi haft til skjóls: Athafnir þeirra eru illvirki, og ofbeldisverk liggja í lófum þeirra.
Fætur þeirra eru skjótir til ills, og fljótir til að úthella saklausu blóði. Ráðagjörðir þeirra eru skaðræðisráðagjörðir, eyðing og tortíming er á vegum þeirra. Veg friðarins þekkja þeir ekki, og ekkert réttlæti er á þeirra stigum. Þeir hafa gjört vegu sína hlykkjótta, hver sá, er þá gengur, hefir ekki af friði að segja.
Fyrir því er rétturinn fjarlægur oss og réttlætið kemur ekki nálægt oss. Vér væntum ljóss, en það er myrkur, væntum dagsbirtu, en göngum í niðdimmu.
Vér þreifum fyrir oss, eins og blindir menn með vegg, fálmum eins og þeir, sem misst hafa sjónina. Oss verður fótaskortur um hábjartan daginn eins og í rökkri, í blóma lífsins erum vér sem dauðir menn.
Vér rymjum allir sem birnir, kurrum eins og dúfur. Vér væntum réttar, en hann fæst ekki, væntum hjálpræðis, en það er langt í burtu frá oss.
Afbrot vor eru mörg frammi fyrir þér og syndir vorar vitna í gegn oss, því að afbrot vor eru oss kunn og misgjörðir vorar þekkjum vér.
Vér höfum horfið frá Drottni og afneitað honum og vikið burt frá Guði vorum. Vér höfum látið oss ofríki og fráhvarf um munn fara, vér höfum upphugsað og mælt fram af hjarta voru lygaorð.
Og rétturinn er hrakinn á hæl, og réttlætið stendur langt í burtu, því að sannleikurinn hrasaði á strætunum og hreinskilnin kemst ekki að.
Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur!
Hinn óguðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna honum, til Guðs vors, því að hann fyrirgefur ríkulega.
Já, mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn.
Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum.
Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn annar.
Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar.
Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn,
Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.
En öllum þeim, sem tóku við honum [Jesú] gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
Svo sannarlega sem ég lifi, - segir Drottinn Guð - hefi ég ekki þóknun á dauða hins óguðlega, heldur að hinn óguðlegi hverfi frá breytni sinni og haldi lífi. Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni! Hví viljið þér deyja, Ísraelsmenn [Íslendingar]?
Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að ég er Guð og enginn annar.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2022 | 19:36
Að ætla sér að hafa vit fyrir skaparanum
Það er nú einu sinni svo að smíðagripur getur ekki breytt skapara sínum sama hversu mikið hann leggur á sig. Eins getur fólk sem skapað er af Guði ekki breytt Honum eða fengið Hann til að skipta um skoðun eða breyta ætlunarverki sínu.
Hugsanir og skoðanir fólks á Guði breytir ekki því hver Hann er. Guð var til löngu áður en við mannfólkið urðum til. Í Davíðssálmi 139 segir: "...Hann þekkti mig (þig) meðan ég enn var ómyndað efni, ævidagar mínir (þínir) voru ákveðnir áður en nokkur þeirra var til orðinn og allir skráðir í bók þína (Guðs)...", og svo vill fólk segja Guði fyrir verkum!!!!!
Við erum mold búin til úr leiri jarðar og þangað mun hold okkar aftur hverfa. En við sem persónur, einstaklingar, erum eilíf sköpun og munu gerðir okkar og trú eða trúleysi ákvarða framtíð okkar eftir þá daga sem við lifum í þeim líkama sem Guð hefur gefið okkur.
Í Hósea (í Gamla Testamentinu) 4.kafla versi 6 segir: "Líður minn verður afmáður af því hann hefur enga þekking". Skortur okkar á þekkingunni á Guði gerir okkur berskjölduð gagnvart hinu illa. Í Jóhannesarguðspjalli 17 kafla segir "...en það er hið eilífa líf að þekkja þig Hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir Jesú Krist...". Í bók Jesaja er talað um að við breytum því sem er gott og teljum það illt og það sem er illt teljum við gott, það er einmitt það sem við horfum uppá í dag.
Það er nú þannig að við sem erum vond réttlætum sjálf okkur í okkar eigin augum og við réttlætum sjálf okkur í augum annarra, en Guð sem allt sér og allt veit, jafnvel okkar dýpstu hugsanir, það er ekkert sem fer framhjá Honum, frammi fyrir Honum munum við þurfa að standa og gera reiknisskil lífs okkar, allar okkar hugsanir, öll orð okkar og allar gjörðir okkar þurfum við að svara fyrir á efsta degi. Rómverjabréfið 3.kafli segir okkur að "allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, en þeir réttlætast af náð Hans fyrir trúna á Jesú Krist".
Við þurfum öll að frelsast frá syndugu eðli okkar viljum við eiga dýrlega framtíð í faðmi frelsara okkar Jesú Krists, en þeir sem hafna Honum munu eyða eilífri framtíð á stað þar sem Jesús sagði að þar væri "grátur og gnístran tanna" þ.e. ömurlegur staður sem Guð vill ekki að nokkur lendi á, en það er val þess sem þar mun dvelja.
Íslenska þjóðin þarf á fagnaðarerindinu að halda, vitandi það að Jesús Kristur kom til að frelsa synduga menn og er ég þar fremstur, eins og Páll ritaði.
Við þurfum að iðrast synda okkar snúa okkur til Drottins og hver sem ákallar Drottinn mun hólpinn verða.
GUÐ BLESSI ÍSLAND.
Boðorðin eru sígild og alltaf í gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2022 | 18:59
Hvernig lítur framtíð þín út ??? ertu tilbúin(n) að mæta henni ??? Hversu langan tíma telur þú þig hafa ??? hvenær er komið að þér ??? ertu tilbúinn ???
Hér er gott samtal þeirra Jack Hibbs og Charlie Kirk og eins það sem kemur í lokinn, allt til enda myndbandsins.
Færa gæti þurft stikuna fremst (lengst til vinstri) til að byrja á byrjuninni.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2022 | 00:23
Hann var særður vegna vorra synda, hegningin sem við höfðum tilunnið kom niður á Honum. Syndir mínar og syndir þínar ollu Honum dauða.
Jesaja spámaður var uppi sjöhundruð árum fyrir Krist. Spádómar Jesaja um Jesú Krist líf Hans, þjáningar og dauða voru mjög nákvæmir. 53ji kafli Jesaja fjallar um þjáningar og dauða Jesú, sá kafli er skráður hér fyrir neðan.
Á Föstudaginnlanga tók Jesús á sig refsinguna fyrir syndir okkar, en þar sem Jesús var syndlaus gat dauðinn ekki haldið Honum og því reis Hann upp á Páskadag. Í Jóhannesarguðspjalli 1.kafla segir í 12.versi "en öllum þeim sem tóku við Honum (Jesú) gaf Hann rétt til að vera Guðs börn", þann rétt getum við öðlast í dag með því að trúa á Jesú og gerast lærisveinar Hans.
Jesús elskaði okkur svo mikið að Hann gekk í gegnum hræðilegar þjáningar okkar vegna, til að leysa okkur undan afleiðingum synda okkar, því er það mikilvægt að við snúum okkur frá syndinni og fylgjum Jesú, gerumst lærisveinar Hans. Fyrir trú okkar og samfélag við Jesú öðlumst við líf, líf í fullri gnægð.
Jesaja 53.kafli.
1Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?2Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.3Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.4En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, 5en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.6Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.7Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.8Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það? Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.9Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.10En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.11Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast. Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra.12Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn. En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.
Gleðilega Páska og GUÐ blessi þig.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ivan Tuttle er hér í viðtali hjá Randy Kay. Ivan hefur sögu að segja sem snertir við öllum sem lifa og þeim sem vilja lifa.
Viðtalið er hér fyrir neðan á myndbandi.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2021 | 15:15
Brotaþoli verður brotlegur
og brotamaður verður brotaþoli. Skrítinn heimur sem við lifum í.
Jesús Kristur kenndi okkur Faðir vorið, Hann segir: "...fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum..." eða með öðrum orðum, "...fyrirgef mér syndir mínar í sama mæli og ég fyrirgef þeim sem hefur brotið gegn mér...". Þetta getum við lesið í Mattheusarguðspjalli 6.kafla, en þar segir einnig "Ef þér fyrirgefið mönnunum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar."
Það er nú einu sinni svo að við höfum öll gert rangt, syndgað, og við þurfum öll á fyrirgefningu að halda frá Guði og mönnum. Á sama hátt þurfum við að vera tilbúin að fyrirgefa þeim sem brotið hafa á okkur.
Þegar Jesús var krossfestur sagði Hann, "Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera". Þannig er það með okkur öll, í stundarbrjálæði gerum við það sem rangt er og beitum jafnvel ofbeldi sem skaða aðra, en erum við tilbúin að biðjast fyrirgefningar þegar við beitum aðra ofbeldi og eins að fyrirgefa þegar við verðum fyrir ofbeldi.
Krefjumst við réttlætis þegar við erum beitt ofbeldi, en viljum sjálf þiggja náð og fyrirgefningu þegar við beitum ofbeldi?????
Í Rómverjabréfinu segir: "Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð" og aftur síðar: "Laun syndarinnar er dauði (aðskilnaður frá Guði), en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum (fá að vera í eilífri nærveru Guðs sem er algóður)".
Fyrirgefningin er það dýrmætasta sem við getum fengið og gefið frá okkur, það er það dýrmætasta fyrir okkur sjálf í báðum tilvikum.
Að sættast, vera tilbúinn að segja "fyrirgefðu mér það var rangt sem ég gerði" og á sama hátt að segja "já ég fyrirgef þér, ætla ekki að halda neinu gegn þér".
Viljum við halda góðu og heilbrigðu lífi þá gerum við akkúrat það. Ég veit það, hef fengið að reyna það.
Guð veiti þér náð til þess að fyrirgefa og eins að iðrast og biðjast fyrirgefningar.
Stígamót skora á Áslaugu að setja Helga af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2021 | 16:29
Lof sé Guði fyrir Hjálpræðisherinn.
Hvar væri borgin án Hjálpræðishersis og hvar væri íslenska þjóðin án hjálpræðisverks Jesú Krists, sem Hjálpræðisherinn og aðrir Guðs þjónar boða?
Hér má sjá húsnæði Hjálpræðishersins sem borgin nýtur góðs af þessa dagana, en Hjálpræðisherinn þurfti að borga fyrir lóðina fullu verði á meðan önnur trúfélög s.s. múslímar fengu frían aðgang að þar sem þeir setja niður sínar moskur. Þess skal getið að Hjálpræðisherinn byggir á kristnum grunni.
Nú er gott að hafa Hjálpræðisherinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 165939
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar