og brotamaður verður brotaþoli. Skrítinn heimur sem við lifum í.
Jesús Kristur kenndi okkur Faðir vorið, Hann segir: "...fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum..." eða með öðrum orðum, "...fyrirgef mér syndir mínar í sama mæli og ég fyrirgef þeim sem hefur brotið gegn mér...". Þetta getum við lesið í Mattheusarguðspjalli 6.kafla, en þar segir einnig "Ef þér fyrirgefið mönnunum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar."
Það er nú einu sinni svo að við höfum öll gert rangt, syndgað, og við þurfum öll á fyrirgefningu að halda frá Guði og mönnum. Á sama hátt þurfum við að vera tilbúin að fyrirgefa þeim sem brotið hafa á okkur.
Þegar Jesús var krossfestur sagði Hann, "Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera". Þannig er það með okkur öll, í stundarbrjálæði gerum við það sem rangt er og beitum jafnvel ofbeldi sem skaða aðra, en erum við tilbúin að biðjast fyrirgefningar þegar við beitum aðra ofbeldi og eins að fyrirgefa þegar við verðum fyrir ofbeldi.
Krefjumst við réttlætis þegar við erum beitt ofbeldi, en viljum sjálf þiggja náð og fyrirgefningu þegar við beitum ofbeldi?????
Í Rómverjabréfinu segir: "Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð" og aftur síðar: "Laun syndarinnar er dauði (aðskilnaður frá Guði), en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum (fá að vera í eilífri nærveru Guðs sem er algóður)".
Fyrirgefningin er það dýrmætasta sem við getum fengið og gefið frá okkur, það er það dýrmætasta fyrir okkur sjálf í báðum tilvikum.
Að sættast, vera tilbúinn að segja "fyrirgefðu mér það var rangt sem ég gerði" og á sama hátt að segja "já ég fyrirgef þér, ætla ekki að halda neinu gegn þér".
Viljum við halda góðu og heilbrigðu lífi þá gerum við akkúrat það. Ég veit það, hef fengið að reyna það.
Guð veiti þér náð til þess að fyrirgefa og eins að iðrast og biðjast fyrirgefningar.