30.5.2022 | 12:01
Af hverju fjallar mbl.is ekki um svona fréttir?????
Ég er svo sem ekki hissa þótt RÚV okkar landsmanna eða svo er sagt eða Stöð 2 og Bylgjan og allir fjölmiðlar á ríkisspenanum fjalli ekki um svona mál, en að Morgunblaðið (mbl.is) sem í gegnum tíðina hefur reynt og sýnt fleiri en eina hlið mála, þegir nú þunnu hljóði.
Farið inn á vefslóðina hér fyrir neðan og lesið fréttina sem þar birtist.
https://frettin.is/2022/05/30/nysjalenskir-laeknar-bidja-logrelgu-ad-rannsaka-daudsfoll-og-veikindi-eftir-bolusetningar/
Í september eða október 2019 var haldin viðbragðsæfing vegna kórónuveirufaraldurs sem gæti komið yfir heimsbyggðina. Tveimur til þrem mánuðum síðar kom kórónuveiran og hrellti heimsbyggðina á augabragði.
Í mars 2021 komu sömu aðilar saman til að halda aðra viðbragsæfingu og nú vegna apabólu. Á þessari æfingu var gert ráð fyrir að apabólan myndi koma fram á sjónarsviðið og hrella heimsbyggðina þann 15.maí 2022.
Hvílíkar tilviljanir, er það ekki??? eða var búið að ákveða þetta fyrirfram???
Sagt er að bóluefni sé ekki til fyrir apabólu, en vitið til að áður en langt um líður verður búið að deila "bóluefnum" víða um heim. Það munu kannski líða nokkrir mánuðir og tilkynningar um dauðsföll þar af lútandi munu verða það sem almenningur mun fá að heyra af í fjölmiðlum sem boða það eitt sem að þeim er rétt af WHO, alþjóða heilbrigðisstofnuninni og ótta þannig sáð í líf fólks svo það verði tilbúið að beygja sig undir yfirráð WHO.
Þeir sem ekki vita það þá er akkúrat þessa dagana, frá 22.til 29.maí, er ráðstefna á vegum WHO þar sem 194 lönd munu framselja WHO yfirráð yfir heilbrigðisstofnunum sínum og þeir einir munu hafa allt vald yfir farsóttum, viðbrögðum þeirra, hvað skal gera, hvað má gera og hvað ekki má gera. Íslensk stjórnvöld eru þar ekki undanskilin, en þau hafa ekki frætt landsmenn um áform þeirra né hvaða áhrif þetta mun hafa á almenning hér á landi.
Þessi áform stjórnvalda, Alþingis og forseta eru LANDRÁÐ þar sem þetta stangast á við og brýtur gegn Stjórnarskrá Íslands.
Þau áform sem hér um ræðir mun snerta hvert einast mannsbarn ekki síður en "kórónuveiru" faraldurinn.
Hinn eini og sanni faraldur sem við stöndum frammi fyrir er faraldur ofstækis og stjórnunarsinna, þeirra sem í siðblindni sinni ætla sér að stjórna heiminum og ráðgast með almenning eins og um húsdýr væri að ræða.
Þetta eru svik við hinn almenna borgara og má ekki líðast. Það sem þarf að gerast númer eitt tvö og þrjú er að fólk vakni til vitundar um hvað er á seiði og láti ekki kúga sig til hlýðni gagnvart þeim sem ekki einu sinni hafa fengið umboð frá kjósendum þar um.
GUÐ BLESSI ÍSLAND og ÍSLENSKU ÞJÓÐINA.
![]() |
Líklegt að apabóla berist til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2022 | 22:24
Meðan landinn er upptekinn af úrslitum sveitastjórnarkosninga eru þeir blindir á það sem er að gerast fyrir framan nefið á þeim. VAKNA þú Íslenska þjóð.
Hið eina sem forustufólk stjórnmálaflokkanna hefur uppá að bjóða er að grafa undan lýðveldinu Ísland.
Nú eftir nokkra daga stefnir í að forsetinn, ríkisstjórnin og þingheimur eins og hann leggur sig muni fremja landráð, já LANDRÁÐ. WHO, alþjóða heilbrigðisstofnunin, hefur kallað til ráðstefnu í Sviss þar sem 195 þjóðir munu gefa stofnuninni heimild til að fara með heilbrigðisstofnanir þessara þjóð eins og þeim sýnist. Tedros og Bill Gates geta upp á sitt eindæmi ákveðið hvað teljist til faraldurs og geti í kjölfarið gert eins og Kínverjar sett útgöngubann á heimsbyggðina, skipað öllum að bera grímur og láta "bólusetja" sig út í hið óendanlega.
Samþykki ríkisstjórn Íslands með blessun forsetans og þingsins hefur LANDRÁÐ verið framið og það er einmitt það sem ég óttast að muni gerast. Íslenskir stjórnmálamenn eins og víðast annarsstaðar hafa verið keyptir af þeim ríkustu af þeim allra ríkustu og þora ekki að standa með þjóð sinni.
En þess skal getið að LANDRÁÐ er alvarlegur glæpur.
Sveitastjórnakosningarnar og úrslit þeirra er bara hjóm í samanburði við það sem liggur fyrir.
Fjölmiðlar fjalla ekki um þennan væntanlega glæp, fólkið í landinu má ekki vita af því. Það á að halda okkur fáfróðum um það sem er að gerast. En eitt af því sem framundan er af hálf elítunnar er að koma á hungursneið, svelta hundruð milljóna ef ekki milljarða í hel.
11.5.2022 | 22:20
Hvað gerist 22. til 28. maí næst komandi??? . . .
. . . hvaða áhrif um það hafa fyrir þig og mig????? hvað hafa íslensk stjórnvöld upplýst okkur um að muni gerast??????? ÞAU VITA HVAÐ ER Í VÆNDUM!!! en þú áttir ekki að fá að vita það fyrr en búið er að negla þann gjörning.
Það sem í vændum er er landráð og það snertir alla heimsbyggðina.
Sjáið viðtal við Michele Bachmann en vefslóð á viðtalið er hér fyrir neðan. Þetta er ekki á YouTube því það yrði tekið út af þeirri stofnun, þeir leyfa ekki að sannleikurinn um yfirgang hinna ofurríku fái hljómgrunn.
https://153news.net/watch_video.php?v=28O2HXS5KG58
24.4.2022 | 22:14
Er öfga-vinstrið að sigra í Frakklandi enn á ný ???
Það lítur út fyrir að Frakkar muni enn vera með öfga-vinstri mann við stjórn landsins næstu fimm árin.
![]() |
Segir tap í kosningunum glæstan sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2022 | 00:23
Hann var særður vegna vorra synda, hegningin sem við höfðum tilunnið kom niður á Honum. Syndir mínar og syndir þínar ollu Honum dauða.
Jesaja spámaður var uppi sjöhundruð árum fyrir Krist. Spádómar Jesaja um Jesú Krist líf Hans, þjáningar og dauða voru mjög nákvæmir. 53ji kafli Jesaja fjallar um þjáningar og dauða Jesú, sá kafli er skráður hér fyrir neðan.
Á Föstudaginnlanga tók Jesús á sig refsinguna fyrir syndir okkar, en þar sem Jesús var syndlaus gat dauðinn ekki haldið Honum og því reis Hann upp á Páskadag. Í Jóhannesarguðspjalli 1.kafla segir í 12.versi "en öllum þeim sem tóku við Honum (Jesú) gaf Hann rétt til að vera Guðs börn", þann rétt getum við öðlast í dag með því að trúa á Jesú og gerast lærisveinar Hans.
Jesús elskaði okkur svo mikið að Hann gekk í gegnum hræðilegar þjáningar okkar vegna, til að leysa okkur undan afleiðingum synda okkar, því er það mikilvægt að við snúum okkur frá syndinni og fylgjum Jesú, gerumst lærisveinar Hans. Fyrir trú okkar og samfélag við Jesú öðlumst við líf, líf í fullri gnægð.
Jesaja 53.kafli.
1Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?2Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.3Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.4En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, 5en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.6Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.7Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.8Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það? Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.9Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.10En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.11Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast. Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra.12Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn. En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.
Gleðilega Páska og GUÐ blessi þig.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2022 | 22:46
Hvað þarf til svo þú getir ekið um á rafmagnsbíl, hreinni orku ???
Pólitískur rétttrúnaður kennir okkur að við eigum að aka um á rafmagnsbílum og notast þar með við hreina orku. En er það raunin ???
Lengi vel höfum við talað um hversu mikilvægt er að menga ekki umhverfi okkar. Er rafbíllinn þá ekki tilvalinn í stað bifreiða sem knúðir eru með bensíni eða dísil ??? Ónýtir rafbílar þekja nú þegar svæði sem er á við mjög marga fótboltavelli, en við erum bara rétt að byrja að notast við rafbíla.
En það sem er öllu verra en það sem ég nefndi hér að ofan er það sem fjallað er um í myndbandinu hér fyrir neðan. Eftir að hafa skoðað það er ég feginn að ég skuli aka um á bifreið knúinni af dísil, samt sem áður verð ég að viðurkenna að rafhlaða er í bílnum.
Skoðið myndbandið hér fyrir neðan !!!
31.3.2022 | 13:05
Í viðtengdri frétt skortir nauðsynlegar upplýsingar!!!!!
Þess er ekki getið hversu margir af þessum hundrað og einum einstaklingum hafi verið bólusettir.
Hversu margir voru fullbólusettir, hversu margir höfðu fengið örvunarskammt, hversu margir einn skammt og hversu margir voru óbólusettir.
Þetta eru upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir og fréttamenn eiga að spyrja útí og ganga hart eftir svari.
![]() |
101 andlát tengt kórónuveirunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2022 | 14:30
Í gær lágu átta börn á Landspítalanum með kóvidveiruna, segir í frétt á mbl.is
Fróðlegt væri að vita hversu mörg þessara barna hafi verið bólusett, hafa fréttamenn spurt út í það???
![]() |
Viðbúið að fleiri börn þyrftu að leggjast inn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2022 | 20:50
Eru brjálæðingar um það bil að taka yfir heimsbyggðina?? . . .
. . . þá er ég ekki að tala um stríðið í Úkraínu, heldur fólk sem er búið að vera að undirbúa yfirtöku heimsins í marga áratugi og er ætlun þeirra að breyta ekki bara samfélagi mannanna heldur mannfólkinu sjálfu (Transhumanism) á þann veg að hægt er að fylgjast með ekki bara hvað fólk gerir heldur hvernig hugarfar og tilfinningar bærast með fólki. Það er hreint út sagt skelfilegt það sem þessir aðilar eru með í takinu, en þetta eru þeir allra ríkustu í heiminum og fólk sem hefur náð tökum á stjórnmálamönnum, vísindamönnum og öllum þeim sem hafa áhrif. Hlustið á það sem fram fer í myndbandinu hér fyrir neðan. En það er til lausn og von fyrir mannkynið.
Þetta er raunverulegt.
Transhumanism | Yuval Noah Harari | Klaus Schwab Advisor, "Humanity Will Be Split Into Two Species"
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 167141
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar