Norræn velferðarstjórn ?

Úrræði norrænu velferðarstjórnarinnar hefur ekki komið neinum að gagni.  Það sem átti að vera fólki í nauð til hjálpar hefur fremur gert illt verra.

Ótrúlegt er, eins og stjórnarflokkarnir lögðu mikla áherslu á að hjálpa heimilunum og þeim sem voru í vanda stödd, fyrir kosningar, hafa gjörsamlega lítilsvirt þetta sama fólk og skilið það eftir úti í kuldanum á sama tíma og öll áhersla er lögð á að bjarga þeim sem komu þjóðinni í þá stöðu sem hún er í. 

Við þetta má ekki búa lengur, breytingar þurfa að eiga sér stað og það ekki seinna en strax.  Ef stjórnvöld halda áfram að draga lappirnar gagnvart heimilum og fyrirtækjum landsins þá munu erfiðleikarnir margfaldast á allra næstu vikum.  Ef stjórnvöld ætla íslensku þjóðinni að bera ábyrgð á Icesave-nauðasamningunum, þá er úti um þessa þjóð.  Ef stjórnvöld ætla að troða íslensku þjóðinni inn í Evrópusambandið, þá er úti um þessa þjóð.  Ef ekki verða breytingar hjá stjórnvöldum nú þegar, þá er úti um þessa þjóð.

Það sem þarf að gera strax er eftirfarandi:

  • Hafna Icesave-nauðasamningunum
  • Lækka vexti
  • Færa niður höfuðstól húsnæðislána
  • Afnema verðtryggingu og gengistryggingu
  • Láta þá, sem farið hafa í greiðsluaðlögun, fá yfirráð yfir fjármunum sínum
  • Senda fulltrúa AGS heim
  • Draga til baka aðildarumsókn að ESB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 162100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 189
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband