Látum þá borga fyrir ESB-umsóknina

Talið er að kostnaður við umsókn Íslands að ESB muni kosta 1 milljarð (1.000milljónir) hið minnsta, án þess að þjóðin fái nokkuð um það að segja hvort fara eigi út í þann kostnaðar mikla feril.

Á sama tíma er skorið niður í velferðarþjónustu og það af "Norrænu velferðarstjórninni".

Ég teldi rétt að framlög ríkisins til Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fari í að greiða þennan kostnað að viðbættum 11,0% ársvöxtum, eða sömu vexti og stýrivextir SÍ hljóða uppá, þar til allur sá kostnaður hefur verið greiddur að fullu.  Þessum flokkum ætti ekki að þykja það óréttlátt né erfitt fyrir þá, þetta er svipað því sem þeir ætla Íslensku þjóðinni að gera næstu 100 árin eða svo.  Vaxtakostnaður af 1 milljarði á ári eru 110 milljónir.  Ef þessir flokkar yrðu lagðir niður á greiðslutímabilinu, tækju arftakar þeirra við keflinu og héldu áfram að borga þar til kostnaðurinn er allur frá.

Er þetta ekki sanngjarnt ?  

Ég skora á þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna að sameinast í þingsályktunartillögu þess efnis.


mbl.is Samningahópar vegna ESB skipaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ágæt og tímabær tillaga, Tómas. Ef einhverjum þykja 11% ársvextir of þungir að búa við (þótt íslenzk alþýða neyðist til að greiða enn meiri vexti af sínum þungu lánum), þá mætti kannski hafa vextina "sanngjarna" (eins og Steingrímur talar um), þ.e. svona 5,55%..

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 9.12.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og á sama hátt á Sjálfstæðisflokkurinn og kjósendur hans, að greiða Icesave-glæpinn og efnahagshrunið einir með Framsóknarflokknum.

Ef Ibsen og Jensson eru samkvæmir sjálfum sér, hljóta þeir að vera sömu skoðunnar.

Jóhannes Ragnarsson, 9.12.2009 kl. 15:30

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Tillaga mín kæri Jóhannes er í takt við það sem SF og VG eru að leggja á þjóðina.  Hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn varðar, þá er það með ólíkindum að SF og VG afsaka sí og æ eigið klúður í nútíð, með klúðri þessara flokka í fortíð.  Mér dettur ekki í hug að afsaka klúðrið sem varð fyrir ári síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn með Samfylkingunni og lét allt eftir henni.  Stóra klúðrið þá var að SF átti ráðherra bankamála og SF átti formann FME.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.12.2009 kl. 15:50

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Viltu skilgreina " Icesave-glæpinn", Jóhannes? Og getur verið, að Samfylkingin og máttarstólpar hennar komi inn í það dæmi?

En þótt ýmislegt hafi gerzt fyrir hrunið og margt verið mönnum til vansa, m.a. Frjármálaeftirlitinu (sem og þeim brezku og hollenzku!), þá breytir það því ekki, að samkvæmt tilskipun Evrópubandalagsins frá 1994 og lögum okkar um Tryggingasjóðinn frá 1999 ber ríkið EKKI ábyrgð á prívatreikningum prívatbankans Landsbankans:

Tilskipun 94/19/EC: "Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa* sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir."

* Þessi "kerfi" = tryggingasjóðir hvers lands (aths. JVJ).

Jón Valur Jensson, 9.12.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í umræðum um heildar skuldir Íslensku þjóðarinnar gagnvart erlendum aðilum um daginn hafði Steingrímur Joð á orði að íslenska ríkið beri ekki ábyrgð á skuldum annarra en ríkisins, fyrirtæki verði að sjá um sínar skuldir sjálf.  Þetta þótti mér merkileg yfirlýsing, því hann ætlar þjóðinni að borga óreiðu Landsbankans sem var fyrirtæki sem ríkið átti ekkert í.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.12.2009 kl. 16:13

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Icesave er holgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn einkavinavæddi Landsbankann úr höndum landsmanna í hendurnar á hinum ,,góðu" sjálfstæðismönnum Björgólfsfeðgum og Icesave-ævintýrið var á vegum Landsbankans. Svo einfalt er það nú.

Nú, svo minnir mig, að Gjeir nokkur Haaarde hafi gefið út fréttatilkynningar í krafti embættis síns, tvær frekar en eina, þess efnis, að auðvitað myndi Íslenska ríkið ábyrgjast skuldbindingar Íslensku bankanna, undir þá ábyrgð féll Icesave.

Jóhannes Ragnarsson, 9.12.2009 kl. 16:52

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jóhann, þar held ég þú farir með rangt mál.  Geir sagði að Íslenska ríkið stæði við skuldbindingar sínar, hann nefndi ekki bankana.  Hins vegar voru mörg mistök gerð við hrunið, af hendi Sjálfstæðismanna og Samfylkingarmanna.  Nú, ári síðar en Samfylkingin enn að framkvæma stórkostleg mistök, þrátt fyrir aðvaranir og þrátt fyrir að hafa haft tíma til að yfirfara af meiri yfirvegun en stjórnin hafði fyrir ári síðan.

Stærstu mistök Samfylkingarinnar í dag er að leggja ábyrgðina yfir á Íslensku þjóðina, á meðan valsa þeir sem ábyrgðina bera, útrásarvíkingarnir, um heiminn og sólunda því sem þeir komu undan.  Allt í boði SF og VG.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.12.2009 kl. 22:01

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er alveg 100% sammála þér um þetta, Tómas.

Jóhannes, sú staðreynd, að Landsbankinn var einka(vina)væddur, breytti stöðu hans að því leyti, að hann hætti algerlega að vera á ábyrgð ríkisins (enda var ríkisábyrgðin formlega tekin af honum einhvern tímann á leiðinni eða fyrr, kannski þegar honum var breytt í hlutafélag eða upp úr því) og varð upp á sjálfan sig og sína eigendur kominn, sem og þann Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta, sem hér hafði verið stofnaður árið 2000 á grunni þeirra EES-reglna um tryggingasjóði, sem ég vitnaði hér til kl. 15:54.

Þú getur tekið langar rokur gegn Geir og Björgólfsfeðgum, og það gæti ég líka, þótt þarna sé um minn bekkjarbróður að ræða úr MR, en þú býrð ekki þar með til ábyrgð ríkissjóðs eða íslenzku þjóðarinnar á Icesave-skuldum Landsbankans. Einungis Alþingi er fært um það, og það er einmitt þess vegna sem Bretar, Hollendingar, Steingrímur og Jóhanna eru að knýja á um það með því að óska eftir þessari löggjöf frá alþingismönnum. Eða hefurðu kannski ekki tekið eftir því?!

Jón Valur Jensson, 9.12.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 165289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband