Frábær samkoma í Fíladelfíu

Ég mætti á tvær af þrem samkomum í Fíladelfíu í dag.  Sú fyrri var kl. 11:00 í morgun, var þar um fjölskyldu og barnasamkomu að ræða, þetta var mjög góð samkoma, þar sem börnin fengu að taka þátt.  Kl. 13:00 var útlendingasamkoma, undir stjórn útlendingakirkjunnar í Fíladelfíu, en þessar samkomur fara fram á ensku og eru þær sérstakleg hafðar í huga fyrir útlendinga, þó einkum þá sem tala eða skilja ensku. 

Seinni samkoman sem ég fór á í dag var almenn lofgjörðarsamkoma þar sem Guðs orð var predikað.  Hópur samkynhneigðra hafði boðað komu sína á þessa samkomu og verð ég að segja að ég ásamt fleirrum söknuðum þeirra, alla vega varð ég ekki mikið var við þá.  Þetta var alveg frábær samkoma, mikill söngur þar sem allir/flestir sungu með af krafti og í lokin var Guðs orð haft um hönd og fórst predikaranum það mjög vel úr hendi, hann lagði út frá því sem stendur í Jóhannesarguðspjalli 4.kafla frá 1.versi til og með 30.versi.  Aðal inntakið í ræðunni fjallaði um það að Jesús hefur áhuga á sérhverri persónu og vill mæta hverjum og einum persónulega á því sviði og þar sem hver og einn er staddur á sinni persónulegu lífsgöngu.  Að Guð elskar alla menn jafnt og fer ekki í manngreinarálit.  Hann elskar þig eins og þú ert, þú þarft ekki að breyta þér til að komast til Drottins, því Hann elskar þig og hefur áhuga á þér. 

Vil ég hvetja samkynhneigða sem og alla aðra að koma á samkomur, hvort heldur hjá Fíladelfíu eða öðrum kirkjum og samfélögum, því að Guð elskar þig.  Ég veit fyrir víst að allir eru velkomnir í Fíladelfíu og aðra Hvítasunnusöfnuði.

Þannig er boðskapur fagnaðarerindisins og megin inntak þess, Jesús elskar þig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Hér er enn ein mótsögnin hjá ykkur.

Ég vil benda þér á viðtal við Vörð Leví Traustason sem birtist á forsíðu DV fyrir tveimur árum undir fyrirsögninni " Ég get læknað samkynhneigð ". Þannig að leiðtogi Hvítasunnukirkjunnar hefur sagt opinberlega að samkynhneigð sé sjúkdómur.

Þið gerið ekkert annað en að tala ykkur í hringi.

Það þarf ekkert að rökræða þetta frekar. Samkynhneigð er sjúkdómur samkvæmt forstöðumanni Hvítasunnusafnaðarins.

Grafið þetta DV viðtal upp og lesið það,

Egill Þorfinnsson, 6.12.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: ibbets

Egill Jesús elskar þig líka. Þetta snýst ekki um þessa kirkju eða eh aðra kirkju hvað mér finnst eða hvað þér finnst, þetta snýst um hvað Jesús er búinn að gera fyrir þig, mig og alla arða. hættu að pikka fight og prufaðu frekar að taka tómas á orðinu og farðu á samkomu með honum. Sjáðu til það mun ekki vera vörður, tómas eða eh önnur manneskja sem snertir við þér, heldur Andi Guðs.

Guð er persónalegur, ég fann Guð einn heima með því að tala til hans og vera reiður úti hann. á þessum tíma var minn besti vinur hommi og er hann það ennþá og hann sannfærðist líka að Guð elskaði hann. Guð hefur ekkert á móti fólk sama hvernig við flokkum það. Ef ég gat eignast ĺíf í Jesú einn heima hjá mér, hversu miklu frekar ættir þú að geta það á samkomu með Tomma.

Ef þú hefur ekki áhuga á kirkjunum sem ég skil vel, þá mæli ég með að hlusta á mann sem heitir Björn ingi. Hann talar alltaf um Guð á mánudögum kl 20 í kjallara cafe rótar, hafnarstræti 17 minnir mig.... mjög gaman að hlusta á kallinn og þetta ekkert eins og að fara í kirkju.. ;=)

friður sé með yður og anda ykkar

ibbets, 7.12.2009 kl. 00:24

3 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Mér þykir elsku Jesú æði misskipt í heiminum.

Ég er vel kunnugur samkomum í Fíladelfíu og hjá öðrum söfnuðum. Og það hefur hvorki vakið hrifningu mína eða áhuga. Það sem að ég hef verið að sjá og heyra er hreint og beint SJÚKT á köflum og mér hefur liðið illa og ég hef skammast mín.  Þvílíkt er ruglið sem upp úr þessum mönnum kemur og ekki í neinu samræmi við mannlega skynsemi. Ég var ekki að halda því fram að Guð væri á móti fólki. Ég vitnaði hér beint í Vörð Leví og hans ummæli eru ekki beint vinsamleg samkynhneigðum. Maðurinn sagði samkynhneigð sjúkdóm. Samkynhneigð er dauðasök samkvæmt biblíunni.

Það þýðir ekkert að vera með þetta yfirklór.  Biblían, Vörður og trúðurinn í Krossinum, þetta eru allt boðberar "sannleikans"  Þessir menn eiga ekki upp á pallborðið hjá stærstum hluta almennings vegna öfga sinna og fordóma.

Og ég held að þið túuðu séu ekkert hamingjusamari en hinir vantrúuðu eða hinir trúlausu.  Biblían og Jesú hafa ekkert verið flækjast fyrir mér í lífinu.  Ég óttast hvorki helvíti eða útskúfun. Hver er sinnar gæfu smiður. Það þarf enga Jesúastoð  til að eiga ánægjulegt og innihaldsríkt líf. 

En ég væri til í að kikja á Café Rót enda er ég bæði víðsýnni og umburðalyndari en ofangreindir menn.

Egill Þorfinnsson, 7.12.2009 kl. 09:58

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Egill, mér þykir leitt að þér skuli líða svona illa á sálu þinni, en það er einmitt það sem ég les úr skrifum þínum hér að ofan.  Hvað sem þú segir um Vörð, Fíladelfíu eða einhverja aðra, þá breytir það ekki því að sá sem er skapaðri heimsins hefur áhuga á þér persónulega.  Hann (Drottinn) þekkir vandamál þín, sorgina, sársaukann, biturleikann, reiðina og baráttuna sem þú glímir við og Hann þráir að mæta þér akkúrat í þessum kringumstæðum þínum, því Hann elskar þig. 

Þú ert dýrmætur í Hans augum.  Gefðu honum tækifæri á að mæta þér.  Það er ekki flókið, segðu bara og meintu það: "Jesús, viltu koma inn í líf mitt og viltu mæta mér".  Drottinn heyrir einfaldar bænir, bænir sem beðnar eru í einlægni.

Drottinn blessi þig.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.12.2009 kl. 13:07

5 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Mér líður ágætlega. Ég er ekki í neinni sálarkreppu vegna sorgar, sársauka, biturleika eða reiði.

Annars vil ég benda þér á að lesa bókina "Býr Íslendingur hér " sem segir sögu Leifs Muller sem lenti í Sachenhausen útrýmingabúðunum. Íhugaðu vandlega það sem hann segir í lok bókarinnar um trúna og kærleika Guðs. Hann átti sína trú en bænin skilaði honum og meðföngum hans ekki langt.

En sem sjálfsefjun og raunveruleikaflótti hefur trúin eflaust reynst mörgum vel.

Það sem að þú skrifar hér að ofan er þín trú EKKI staðreynd.

Egill Þorfinnsson, 7.12.2009 kl. 13:26

6 Smámynd: Egill Þorfinnsson

P.S. TÓMAS fullyrðing þín um að Guð fari ekki í manngreinarálit þá vil ég benda þér á að lesa 1.Kor. 6:9-10 og Róm. 1:26-27.

En það er að sjálfsögðu hægt að snúa út úr því eftir því sem að hinum trúuðu henta hverju sinni.

Egill Þorfinnsson, 7.12.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 165628

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband