Ætlar Steingrímur Joð að borga úr eigin vasa

Steingrímur Joð sagði á Alþingi í dag að hann væri tilbúinn að bera ábyrgð á Icesave-samningnum einn, ef stjórnarandstaðan aðeins leifði stjórnarflokkunum að klára málið með atkvæðagreiðslu, þá væri hann tilbúinn að axla þá ábyrgð ef Icesave-frumvarpið færi í gegn.

Það var nefnilega það.  Ætlar Steingrímur Joð að borga brúsann úr eigin vasa ?  Þvílíkt og annað eins kjaftæði og manninum til háborinnar skammar.  Heldur hann virkilega að fólkið í landinu trúi því að hann komi til með að axla þá ábyrgð, ég held nú ekki.  Það verður fólkið í landinu, þú og ég og börnin okkar og barnabörnin okkar sem munu þurfa að axla þá ábyrgð, Steingrímur Joð verður væntanlega löngu kominn undir græna torfu þegar og ef þær greiðslur taka nokkurn tíman enda.

Ótrúverðugleiki Steingríms og annarra stjórnarliða er orðin þvílíkur að það má leita til þriðja heims landa á borð við Zimbabwe, Norður Kóreu og önnur álíka lönd til að finna annað eins.

Norræna velferðarstjórnin veldur æ meiri vonbrigðum eftir því sem dagarnir líða.  Hvenær megum við vænta þess að þessi stjórn fari frá.  Máltækið segir: "lengi getur vont versnað" en ég held að það sé ekki hægt að fara neðar en þetta.  Engin stjórn getur orðið eins slæm og sú sem við búum við í dag.  Það verður að fara að koma þessu fólki frá, þetta gengur ekki lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 335
  • Frá upphafi: 165282

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband