Ekki vissi ég að tilboð hafi verið í boði

Steingrímur J. er svo ánægður með vaxtakjörin sem okkur bjóðast ef við tökum lán hjá Bretum og Hollendingum.  Málið er bara það að við þurfum ekki að taka lán hjá þeim.  Þetta minnir einna helst á hvernig bankarnir tældu fólk í "góðærinu" til að taka himinhá lán og hvað gerðist ?  Allt fór á annan endann og margir að missa aleigu sína.  Er það það sem Steingrímur J. vill ? er það það sem hann stefnir að.

Hvað lánshæfimat ónýtra matsfyrirtækja varðar, þá skipta þau okkur ekki neinu máli.  Þessi sömu fyrirtæki sögðu korter fyrir hrun að allt væri í besta lagi hjá bönkunum hér á landi.  Eigum við svo að fara að taka mark á þeim núna.  Til hvers þurfum við lánshæfimat frá þeim, við eigum að forðast að taka lán, en vinna okkur öllu heldur út úr vandanum með því að framleiða vörur og selja úr landi.  Erum við ekki búin að brenna okkur á sífeldum nýjum lántökum.

Við erum ekki að taka lán til að þóknast Hollendingum eða Bretum, þeir geta ávaxtað pund sitt og evru annarsstaðar.

 


mbl.is Hagstæðustu kjör sem fást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 164924

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband