1.12.2009 | 16:24
Því verður ekki trúað
Eftirfarandi er tekið af mbl.is undir fyrirsögninni: Komumst ekki lengra en þar er vísað til fullyrðinga Jóhönnu og Steingríms við Bloomberg fréttastofuna og er neðanritað tekið úr viðtali Bloomberg við þau.
Við getum ekki náð lengra í samningum," segir Steingrímur við Bloomberg en haft er eftir honum, að Ísland muni ekki reyna að fá fram breytingar á þeim samningi, sem gerður var í október.
Ég er enn bjartsýnn á að frumvarpið verði samþykkt löngu fyrir jól," segir Steingrímur. Samkomulagið er háð því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á lán, sem Tryggingasjóður innistæðueigenda tekur hjá breskum og hollenskum stjórnvöldum.
Jóhanna Sigurðardóttir segir, að Ísland muni lenda í miklum vandræðum takist stjórnvöldum ekki að leiða samningana við Breta og Hollendinga til lykta.
Ég er sannfærður um að sá samningur, sem nú liggur fyrir, er sá besti sem við gátum náð fram," segir Jóhanna. Komi það í ljós síðar að Ísland var ekki skuldbundið samkvæmt lögum að ábyrgjast þessar innistæður munum við herma það upp á Breta og Hollendinga að taka málið upp að nýju."
Bretar og Hollendingar vita að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá þetta frumvarp samþykkt eins hratt og unnt er," segir Jóhanna við Bloomberg.
Þau geta reynt að blekkja Bloomberg, en þau blekkja ekki Íslendinga. Við erum búin að vera að fylgjast með störfum þeirra og framkomu allri og það er ekkert sem bendir til þess að þau hafi verið heiðarleg í samskiptum sínum, hvorki við þing eða þjóð. Það er á valdi stjórnvalda og Alþingis að segja hingað og ekki lengra við Bresk og Hollensk stjórnvöld.
Það er dapurlegt, en þjóðin trúir ekki eða treystir þessu fólki lengur. Þjóðin skilur ekki hvað þeim gengur til.
Látið hefur verið í það skína að ef við samþykkjum ekki Icesave lendi ríkissjóður í ruslflokki greiningardeilda matsfyrirtækja. SO WHAT !!! Hvað með það !!! Þessi matsfyritæki eru ekki upphaf eða endir alls. Hingað til hafa þau gert hver mistökin á fætur öðrum og eru ekki traustsins verð. Auk þess eigum við að forðast eins og heitan eldinn að taka erlend lán, ekki nema brínasta nauðsin kalli eftir slíku.
Komumst ekki lengra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 154
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega sammála öllu að ofan, Tómas. Það er óskiljanlegt hvað þetta fólk er að fara og Jóhanna er óþolandi. Öll heila Icesave sagan þeirra er eins og glæpasaga.
Elle_, 1.12.2009 kl. 19:57
Rétt samála með öllu ekkert ICESAVE kjaftæði þau ættu bara láta reina á þjóaratkvæði
Sigurður Haraldsson, 2.12.2009 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.