19.11.2009 | 00:22
"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum"
sagði Jesús við faríseana þegar þeir komu með bersynduga konu er staðin var að hórdómi, hvar maðurinn var sem stundaði þá iðju með henni er ekki fjallað um, en farísearnir létu steinana falla einn af öðrum og gengu sneyptir á braut.
Boðskapur Múhameðs var ekki sá sami og boðskapur Jesú. Jesús kom til að frelsa menn og leysa, en boðskapur Múhameðs hneppir menn og konur í fjötra.
Tvítug kona grýtt til dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 20.11.2009 kl. 12:50 | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 165646
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
um að gera, ef vandamál samfélags koma upp vegna trúarbragðavitleysu, hvað er til ráða ... jú .. meiri trúarbragðavitleysa.
fuss og svei.
Egill, 19.11.2009 kl. 09:31
"So I will cast her on a bed of suffering, and I will make those who commit adultery with her suffer intensely, unless they repent of her ways. I will strike her children dead.Then all the churches will know that I am he who searches hearts and minds, and I will repay each of you according to your deeds. Revelation 2:22-23
May Peace be With You.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 09:34
Rétt mælir þú um þetta mál, Tómas, Kristur vísaði þjóðum réttan veg.
Egill, trúarbrögð eru alls ekki öll eins, veiztu það ekki? Kristnin afnam ýmislegt óréttlæti, hér á landi sem annars staðar, og tryggði viss mannréttindi.
Jón Valur Jensson, 19.11.2009 kl. 09:59
Mér finnst rétt að koma með íslensku útgáfuna á þessari ágætu tilvitnun í Opinberunarbókina sem finna má í athugasemd #2:
Þetta er auðvitað allt annað og mun betra en hjá öðrum :) hér drýpur mildi Krists af hverju orði og kærleikurinn umvefur alla.
Einhvers staðar (Esekíel) stendur að syndir feðranna skuli ekki koma niður á sonum þeirra. Mér sýnist konur og afkomendur þeirra ekki njóta sömu réttinda þarna :)
Óli Jón, 19.11.2009 kl. 10:50
Sko Sússi sagði þetta alls ekki, þetta kom ekki í biblíu fyrr en mörg hundruð árum síðar, kom frá einum af þýðendum biblíu
Ég minni á að samkvæmt biblíu þá á að taka konu sem er ekki hrein mey á brúðkaupsnótt og grýta hana til bana við hús föðurs hennar
DoctorE (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 11:22
Skrýtið, að þið báðir, "CrazyGuy" og Óli Jón, sleppið samhengi textans, sem er úr sýn Jóhannesar og segir frá spádómum, þið sleppið upphafinu 18.–20. versi, sem nauðsynlegt er með, og framhaldinu, til 29. vers.
Gamla testamentið segir (II. Mós. 34.6-7): "Drottinn gekk fram hjá honum [Móse] og hrópaði: „Drottinn, Drottinn er miskunnsamur og náðugur Guð, seinn til reiði, gæskuríkur og trúfastur. Hann sýnir þúsundum gæzku, fyrirgefur misgjörðir, afbrot og syndir, en lætur hinum seka ekki óhegnt, heldur lætur afbrot feðranna bitna á börnum og barnabörnum í þriðja og fjórða lið.“ (2007-þýðingin.) Þetta kann mönnum að þykja ósanngjarnt, en allir geta raunar skoðað þetta sem almennt lögmál orsaka og afleiðinga: syndir feðranna koma niður á börnum og afkomendum þeirra. Þetta má því um leið kallast raunhæfur realismi. Ég legg þá áherzlu á feitletruðu orðin, horfum ekki fram hjá þeim. En fyrirgefning Guðs stöðvar þó ekki sjálfkrafa þá atburðarás, sem t.d. ábyrgðarlaus ökumaður eða ofbeldisfullur drykkjumaður hafa komið af stað með gerðum sínum.
Jón Valur Jensson, 19.11.2009 kl. 11:44
DoctorE, það er ánægjulegt að sjá að þú kannt eitthvað í Gamla Testamentinu, en þú virðist lítið þekkja til í Nýja Testamentinu. Mér þykir athyglisvert að þú átt erfitt með að nefna nafn Jesú, en svo virðist vera með marga vantrúaða.
Hitt vil ég segja þér að Jesús elskar og hann lagði líf sitt í sölunar fyrir þig, hversu trúaður eða vantrúaður þú er skiptir ekki máli, þú ert honum dýrmætur og hann þráir að mæta þér. Ég bið þess að svo megi verða.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2009 kl. 11:45
Mér er alveg sama hver reynir að réttlæta eitthvað af þessu tagi, eða jafnvel blanda einhverju trúarbragðarugli inn í þetta.
Verknaðurinn sem þarna var framin er alveg jafn viðurstyggilegur.
Garðar Valur Hallfreðsson, 19.11.2009 kl. 12:55
samhengi, mistúlkun ... hættu þessu félagi, og ég veit meira en nóg um trúarbrögð, veiztu það ekki?
ert þú án vits ?
þær breytingar sem hafa orðið á trúarbrögðum í gegnum tíðina, þá kristni frekar en öðrum, er vegna þess að útskýringar sem kirkjan hefur haft einokun á voru rangar, og það sýnt og sannað með vísindalegum máta.
kirkjan hefur barist gegn framgangi vísinda og nú í dag er hún orðið svona nokkurs konar hobby fyrir flest fólk, ef það.
sumir taka þessu enn hátíðlega og halda að það sé á einhvern máta mannkostur að taka hlutum trúanlegum án þess að styðjast við rök og sannanir, það er það ekki.
--
og samhengi og mistúlkanir, iss
ég gæti alveg eins haldið því fram að þú mistúlkir textann Jón Valur, þykist nokkuð öruggur um að þú gætir lent upp við staur og bál skellt undir þig ef þú værir að nota sömu "túlkanir" og þú gerir í dag, þó þykir mér líklegt að þú myndir einfaldlega skipta um skoðun og fylgja straum þess tíma sem þú værir uppi á til að forðast bálið og villutrúarstimplilinn.
þær breytingar sem orðið hafa á áhrifum og túlkunum kirkjunnar biblíunnar, komu ekki innan frá. kirkjan hefur sí og æ verið máluð útí horn og hún þurft að breyta um stíl eða skoðanir til að aðlagast samfélaginu sem hún dvelst í, til að fá að vera með. kirkjan eins og hún var árið 1200 væri ekki lang líf í nútímasamfélagi, væri stimpluð bókstafstrúardellustofnun og litin horn auga af flestum ef ekki öllum, sama með svona afsökunar ég-vil-vera-memm-í-nútímaþjóðfélagi trúað fólk eins og þú, þið væruð flest brennd á báli fyrir villutrú ef þið hefðuð verið uppi á þeim tíma, því að þið væruð að mistúlka hið fullkomna orð guðs, sem er samt ekki fullkomnara en það, en að þið kirkjukallar þykist geta búið til nýja túlkun eftir ykkar hentisemi. og sú hentisemi er þarna einungis til að fá að vera með í nútímasamfélagi sem kirkjan hefur verið afæta á, hvers síns tíma.
en ætli þú komir ekki með annað hvort duldið persónuskot núna í mótsvar, eða að ég sé ekki viðræðuhæfur, nú eða að ég einfaldlega skilja þetta ekki, vesalingurinn ég.
Egill, 19.11.2009 kl. 13:12
"......værir að nota sömu "túlkanir" árið 1500 og þú...."
Egill, 19.11.2009 kl. 13:14
Kæri Egill, þakka þér fyrir að miðla með okkur einlægri trúarskoðun þinni. Mig langar aftur á móti að miðla með þér orði Jesú Krists, með smá breytingum þó, þar sem hann segir: "Því svo elskaði Guð Egil (heiminn) að hann gaf son sinn eingetinn (Jesú) til þess að Egill (hver) sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf". Kærleiki Guðs til þín Egill er sannur og hreinn, honum er ekki sama um þig. Hann þekkir vandamál þín og baráttu þá sem þú glímir við og vill mæta þér, en það er þitt að bregðast við boði Hans að þú komir til Hans í einlægni og trú. Þú yrðir ekki fyrir vonbrigðum. Drottinn blessi þig.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2009 kl. 13:48
Tómas... samkvæmt biblíu þá sendi guð Sússa til að boða enn frekari ógnir.. að hann ætlaði að pynta alla sem leggðust ekki undir hann...
Lesa bókina maður.. .og vertu þakklátur fyrir að þetta er allt lygi
DoctorE (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 16:11
Kæri D.E, þar sem þú hefur greinilega ekki lesið Nýja Testamentið þá get ég upplýst þig, eins og ég gerði fyrir Egil, vin minn hér að ofan að "Því svo elskaði Guð D.E(heiminn) að hann gaf son sinn eingetinn (Jesú) til þess að D.E(hver) sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf". Þar sem Jesús, sem þú átt greinilega mjög erfitt með að nefna á nafn, elskar þig svo mikið að hann hefur gert allt til þess að þú þurfir ekki að fara sjálfum þér að voða, en það er þitt að taka við boðskap hans, hann þröngvar honum ekki upp á þig, þú hefur val um að taka við honum eða hafna. Með því að hafna honum ertu að fara þér að voða. Þú yrðir ekki fyrir vonbrigðum ef þú snérir þér til hans, hann elskar þig. Það er fagnaðarerindið.
Annars finnst mér lélegt að menn skuli ekki þora að koma fram undir réttu nafni, kannski skammastu þín fyrir trú þína, ég hinsvegar skammast mín ekki fyrir trú mína á Jesú Krist og kem því fram undir fullu nafni. Vil ég því skora á þig að koma fram undir nafni og auðmýkja þig undir orð Guðs, þá mun Hann upphefja þig.
Drottinn blessi þig.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2009 kl. 16:27
Smá innskot. Lög Kóransins eru einnig "landslög" í mörgum löndum islamatrúaðra. Lög Biblíunnar EKKI í kristnum þjóðfélögum yfir höfuð. Enda um afgamlar, hálfúreltar skruddur að ræða í báðum tilvikum, sem ættu að höfða lítið til nútímasamfélaga hvað varðar "réttlæti" , "mannréttindi" og "jafnræði".
Hverju menn vilja svo trúa úr þeim skræðunum um Guð og kærleika, er hverjum og einum í sjálfsvald sett.
Sjálfstæður og frjáls vilji okkar mannanna á einmitt að ýta undir gagnrýni þá við lesum svo gamlar bækur sem Kóran og Biblíu. Ekki gleypa allt hrátt, og því síður trúa öllu bókstaflega, eða fylgja löngum úreltum og grimmum lögum og refsingum sem slíkar skræður segja frá.
Góðar stundir.
Sigríður Sigurðardóttir, 19.11.2009 kl. 17:14
Grunnhugsun trúarbragða er mjög lík. Hins vegar hafa hin mismunandi trúarbrögð oft aðlagað sig misjafnlega að þjóðfélagsþróuninni. Germanskur réttur fyrir 1000 árum var að mörgu leyti mjög harðneskjulegur t.d. gagnvart konum og þær höfðu þá svipaða stöðu og konur í Islam. Gyðingatrú er að ýmsu leyti mjög stöðnuð og strangtrúaðir eru kannski ekki mjög langt frá ofsa bókstafstrúarmanna meðal múhameðstrúarmanna.
Sem betur fer eru margir mjög frjálslyndir en hafa sjaldnast tækifæri að grípa fram fyrir hendurnar á þeim sem vilja vaða í umdeildar refsingar og aðgerðir.
Annars megum við kristnir skammast okkur fyrir margt í sögunni: voru ekki margar styrjaldir reknar undir einhverri trúargrillunni og sá vildi beita valdinu með sverðið í annarri hendi en biflíuna í hinni? Í heimsstyrjöldunum einkum þeirri fyrri voru meira að segja fallbyssurnar blessaðar áður en þær voru teknar í notkun - til mannvíga.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.11.2009 kl. 17:24
Tómas minn, fyrst þú leggur svona mikla áherslu á nöfn.. hvernig getur þú þá trúað biblíu, hún er að miklu leiti skrifuð undir alias, hún vitnar í fólk sem enginn veit hver er...
Þú hlýtur að vita að biblían er búinn að vera í vinnslu í amk 1400 ár, ótal óþekktir höfundar skrifa undir nöfnum annarra...
Leggðu sömu kvaðir á biblíu og þú leggur á mig.. ef þú ert samkvæmur sjálfum þér þá getur þú ekki annað en sagt að biblían sé líka léleg og höfundar hennar líka.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 17:49
Ég kenni í brjóst um þig D.E, annað hvort veistu ekki hver þú ert, eða að þú skammast þín fyrir hver þú ert. Að stærstum hluta er vitað hverjir það voru sem skrifuðu bækur Biblíunnar, en það er annað mál. Hitt stendur upp úr og það er það sem skiptir máli og það er það að Guð elskar þig og þráir samfélag við þig, þú getur ekki flúið Hann því hvert sem þú ferð þá er Hann þar. Hann vill forða þér frá eilífri glötun, en það er á þínu valdi að fara þangað blindandi eða snú þér til Drottins og meðtaka náð Hans og kærleika og umflýja þann óvistvæna stað.
Ég bið þess að Drottinn veiti þér náð til að sjá þörf þína fyrir Honum. Jesús sagði: "Sjá ég stend við dyrnar og kný á, hver sem heyrir raust mína og opnar fyrir mér, inn til hans vil ég ganga og eiga kvöldverð með honum og hann með mér". Sérðu það ekki að Guð er að kalla til þín, ekki slá höfðinu við steininn, opnaðu fyrir Honum, bjóddu Honum inn í líf þitt og þú munt eignast óútskýranlegan frið.
Drottinn blessi þig.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2009 kl. 18:26
Kæru Sigríður og Guðjón, að gerast lærisveinn Jesú er ekki eins og hver önnur trúarbrögð, heldur er um lifandi persónulegt samfélag við þann sem skapaði himinn og jörð. Hann skapaði ykkur til þess að eiga samfélag við ykkur, en Hann gaf okkur mönnunum val, við getum valið að fylgja Honum eða við getum valið að hafna Honum. Hvert svo sem val okkar er þá elskar Hann okkur samt, en ákvörðun okkar ræður því hvar við á endanum lendum. Annað hvort lendum við hjá Honum í dýrð Hans eða fjarri Honum, Jesús sagði: "Þar mun verða grátur og gnístran tanna", megi Guð forða okkur öllum frá slíku. Þess vegna er svo mikilvægt að þið fáið að heyra sannleikann svo þið fáið umfúið þann stað þar sem grátur og gnístran tanna mun vera.
Drottinn blessi ykkur.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2009 kl. 18:36
Well Tómas ég vona þín vegna að þú kynnir þér þessi mál með hverjir skrifuðu biblíu... menn verða að vera heiðarlegir við sjálfa sig.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 19:16
Það skiptir Guð ekki megin máli D.E (nafnlausi) hvaða skoðun þú hefur á því hverjir skrifuðu bækur Biblíunnar en mundu það að Jesús elskar þig, það er það sem skiptir mestu máli.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2009 kl. 19:31
Að gríta fólk til dauða er manvonska og hefur ekkert með trú á galmlar bækur að gera.
Guðmundur Jónsson, 19.11.2009 kl. 21:07
Jón Valur: Þegar eftirfarandi málsgrein er skoðuð:
... en lætur hinum seka ekki óhegnt, heldur lætur afbrot feðranna bitna á börnum og barnabörnum í þriðja og fjórða lið.
kemur bara fram að Guð lætur, með beinum hætti og skýrum vilja, syndir feðranna bitna á börnum og barnabörnum. Hvers konar réttlæti er það? Hvaða siðaður einstaklingur lætur börn gjalda fyrir syndir feðranna? Altént ekki nokkur vera sem er algóð og almáttug, svo mikið er víst! Það er ekki verknaður miskunnríkrar og upplýstrar veru!
Er það sanngjarnt að Guð refsi saklausum börnum með beinum hætti fyrir syndir feðra þeirra? Eiga þau slíkt skilið?
Óli Jón, 20.11.2009 kl. 00:56
Guð leyfir þessu að gerast, Óli Jón, hann leyfir mönnum að sjá afleiðingar gerða sinna. Hann stöðvar það nátturlega orsakasamhengi að öllu jöfnu ekki með kraftaverki, en getur það raunar, og ekkert útilokar að hann grípi þannig inn í, en hann hefur líka tjáð okkur, að það sé honum þókknanlegt og í samræmi við þa sem hann veit að er okkur fyrir beztu, að það gerist með því að við biðjum fyrir slíku, þ.e.a.s. fyrir hans hjálp í nauðum, og þá líka þar sem kraftaverk þarf til eins og í nefndu tilfelli. Guð getur rofið hvaða orsakasamhengi sem er með inngripi síns meiri máttar, en þó gerir hann það aðeins í undantekningatilfellum.
"Hvaða siðaður einstaklingur lætur börn gjalda fyrir syndir feðranna?" segirðu og sýnir þannig, að þú áttar þig ekki á þessu neikvæða orsakasamhengi sem ég talaði um. Þessi "siðaði einstaklingur" er kannski ekki nógu siðaður einmitt vegna synda feðranna og hans eigin mótunar undir handarjaðri þeirra og verður annig vanhæfur um að koma í veg fyrir viss domino-áhrif synda feðra sinna.
"Er það sanngjarnt að Guð refsi saklausum börnum með beinum hætti fyrir syndir feðra þeirra? Eiga þau slíkt skilið?" spyrðu, en þú gleymir jafnan miskunninni, sem boðin er, og endurreisnarstarfi Guðs í lífi manna, með að-löðun Andans og engla Guðs sem gefa okkur – ef við erum ekki of upptekin af eigin hávaða og stressi – hugboð og hugmyndir um það sem okkur væri bezt. Í 2. lagi er Guð ekki að refsa börnunum hér, heldur búa þau einfaldlega við þær aðstæður sem foreldrar þeirra hafa skapað þeim – það er það, sem hér er um að ræða: kollektivitet syndanna og nánast sjálfstætt framhaldslíf þeirra í formi ávana og siðvenja i fjölskyldum, sem og þá ávöntun og vanþekkingu sem fylgir fjölskyldum í andlegum efnum þegar fjölskyldufeður og -mæður hafa lokað á það andlega, svo að börnin eiga ekki aðgang að því að ákalla Guð, að ganga fram fyrir hann með bón sína og bænir. "Ógerlegt er að þókknast Guði án trúar, því að sá sem vill nálgast Guð verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim er leita hans." (Hebr. 11.6, 2007-þýð.; það er sem sé ógerlegt að reyna að nálgast Guð, ef maður hefur ekki vitund um, að hann sé til og að það sé hægt að leita til hans um hjálp; en foreldrar og ættir, sem ala börn upp án slíkrar vitundar, eru að hafa sín áhrif á það, að þau leiti ekki þeirrar hjálpar hans.)
Skrifað í flýti, get ekki meira í þessu, en þetta er einlægt svar.
Jón Valur Jensson, 20.11.2009 kl. 01:52
Þetta er alveg rétt sem DoctorE segir Tómas. Þessi saga, sem þú vitnar í kemur ekki inn í testamentið fyrr en á 10. öld, svo það er nokk öruggt að enginn meintur Jesú sagði þetta.
Þú virist algerlega heilaþveginna f þessu og hefur aldrei lesi stafkrók um tilurð þessara bóka að því er virðist.
Þetta eru ekki sagnir sjónarvotta, enda eru þeir ekki samsaga um nokkurn hlut á milli Guspjalla. Þær eru kenndar þessum mönnuum, en þeir sem skrifuðu þær höfðu hvorki hugmynd um staðhætti í Palestínu né Gyðinglegan sið. Þetta er skrifa longu eftir bréf Páls, sem á hinn bóginn vitna aldrei í orð Jesú, né segja þau af kraftaverkum hans, samferamönnum né nokkru sem bendir til sögulegrar persónu.
Þú hefur verið blekktur frá barnæsku og ég veit að það reynist mönnum erfitt að sætta sig við.
Mundu svo að það var Jesú þessi sem kom með helvítinsógnina og heimsendafræðin öll, sem þið sjáið svo mikla silfurlíningu í.
Þetta er skáldskapur frá upphafi til enda og ég gæti skrifað langan pistil fyrir þig um það.
Sjáðu nú jarmi í honum Jóni Val. Er einhver manneskja me fullum fimm, sem blaðrar svona?
Það eru þið, sem eruð vorkunarverðir.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2009 kl. 06:20
Það er alveg týpískt fyrir ykkur að stökkva á svona sorgarsögu til að upphefja ykkur á. Biblían og lögmáið allt er uppfull af samskonar refsingum fyrir minnstu brot. Jafnvel það eitt að safna sprekum á laugardegi eða sá tvennskonar fræjum í sama reit. Hvaðan heldur þú að Múhameð hafi fengið þessa vitfirringu? Biblían var hans heilaga ritning og í kóraninum spauga Móses, Nói, Abraham, Jesú og allir hinir um síðurnar. Taktu eftir: Biblían var hin heilaga ritninng Múhameðs.
Ótrúleg er fáfræði þin og heimska, ég segi nú ekki annað.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2009 kl. 06:27
Guð leyfir þessu að gerast segir JVJ, þetta er svona kennsla.. reyndar er þetta sem JVJ segir eftir bókinni sem menn læra í fræðum hans til að afsaka það að guð er aldrei til staðar, þetta nota þeir til að afsaka ruglið og lygarnar..
Ef ég sæi mann vera að nauðga litlu barni.. og myndi ekki gera neitt, bara nota það sem JVj notar, láta fólk sjá afleiðingu gjörða sinna á einhverjum órannsakanlegum vegum.. ég væri lokaður inni með glæpamanninum.. allir myndu hata mig...
Takið eftir að JVJ er að stofna stjórnmálaflokk... þetta er hans aðferðafræði
DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 07:59
Jón Steinar, þú virðist ekki vita að guðspjöllin í Nýja Testamentinu voru skrifuð af samtímamönnum Jesú. Mattheus og Jóhannes voru lærisveinar Jesú, læknirinn Lúkas var einskonar sagnfræðingur, hann safnaði upplýsingum frá samferðarfólki Jesú og ritaði það sem það hafði að segja um líf og starf hans, hann skrifaði einnig Postulasöguna var samferðamaður Páls postula. Bréf Jakobs, Péturs og Jóhannesar eru bréf þeirra sem voru lærisveinar Jesú. Svo þú skalt ekki segja að þetta hafi verið skrifað á 10.öld. Annað er ekki svaravert.
Það sem stendur upp úr og skiptir máli er ást Guðs til þín. Það er sama hvað þú segir, Guð elskar þig og þráir samfélag við þig. Honum er annt um velferð þína, ekki bara í þessu lífi heldur einnig eftir þetta líf. Þess vegna kom Jesús, til að friðþægja fyrir syndir okkar. "Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð" Jesús var syndlaus, en tók á sig dóminn sem við áttum skilið og friðþægði þannig fyrir okkur "Hann var gerður að synd vor vegna", "Af náð Hans erum við hólpin orðin fyrir trú". Náð er það að við sleppum undan refsingu sem við eigum skilið, en það er einmitt það sem Jesús gerði fyrir okkur, ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þig. Það er fagnaðarerindið, hártoganir um annað eru aukaatriði.
Drottinn blessi þig og aðra þá sem á þessa síðu hafa skrifað og/eða heimsótt.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.11.2009 kl. 09:59
Jón Steinar, þessi saga af hórseku konunni (efst á síðunni) er til í Biblíuhandritum afar mörgum öldum fyrir 10. öld. Ég nenni ekki – eða hef öllu heldur ekki tíma til þess nú fram yfir hádegið – að fara nánar í þessa sauma og aðra, sem þú saumar hér sjálfur inn í að þinni vild, svo sem eins og þetta, sem þú fullyrðir, að bréf Páls segi ekkert frá samferðamönnum Jesú, eða hvernig sýnist þér þessi fullyrðing þín "staðfestast" af Galatabréfi Páls, 2.7-9:
"þeir sáu, að mér var trúað fyrir fagnaðarerindinu til óumskorinna manna, eins og Pétri til umskorinna, því að sá, sem hefur eflt Pétur til postuladóms meðal hinna umskornu, hefur einnig eflt mig til postuladóms meðal heiðingjanna. Og er þeir höfðu komist að raun um, hvílík náð mér var veitt, þá réttu þeir Jakob, Kefas og Jóhannes, sem álitnir voru máttarstólparnir, mér og Barnabasi hönd sína til bræðralags: Við skyldum fara til heiðingjanna, en þeir til hinna umskornu."
Þarna fekkstu nú nokkur nöfnin. Þú áttar þig kannski ekki á því, í þínum allt of skammvinnu rannsóknum, að Páll nefnir Pétur einnig nafninu Kefas (eins og Kristur sjálfur gerði), en kefas þýðir klettur (bendi eg almennum lesendum á, og petros er gríska myndin af því viðurnefni). Með því heiti nefnir Páll foringja postulanna í I. Kor. 1.22, 3.22, 9.5 (... eins og hinir postularbir og bræður Drottins ...) og 15.5, auk Gal. 1.18, 2.9, 11 og 14.
I. Kor. 15.3 o.áfr. ætti nú að vera þér nóg lexía í þessu efni og fleira sem þú víkur að, raunar góður texti til að hafa í jákvæðum huga fyrir daginn:
"Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið [þ.e. verið upplýstur um af þeim, sem til þekktu], að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. Því næst birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir. Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér, eins og ótímaburði. Því ég er síztur postulanna og er ekki þess verður að kallast postuli, með því að ég ofsótti söfnuð Guðs. En af Guðs náð er ég það sem ég er, og náð hans við mig hefur ekki orðið til ónýtis, heldur hef ég erfiðað meira en þeir allir, þó ekki ég, heldur náð Guðs, sem með mér er."
Þarna sérðu auðmjúkan mann, Jón Steinar.
Jón Valur Jensson, 20.11.2009 kl. 10:05
Nú lýgur JVJ.. . allir sem hafa stúderað þessi mál eiga að vita að sagan með Sá yðar sem syndlaus.. hún var skálduð upp löngu síðar.
Guðspjöllum ber ekki einu sinni saman um hvenær krossfesting var.. hvað gerðist á eftir.. sem skrifast á lélega ritstjórn :)
Sem og að ótal menn komu við sögu þegar biblían var skálduð upp
DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 10:28
Tökum eitt dæmi til viðbótar, guð segir á einni blaðsíðu að hámarksaldur manna sé 120 ár.. á næstu síðu segir að Móses sé meira en 600 ára.
Biblían er útvaðandi í svona rugli.. JVJ afsakar allt svona með öðru og enn meira rugli.
DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:21
Nafnlausi E. þér virðist lagið að festa þig í aukaatriðum, meðan aðalatriðin bíða þín, þ.e. að þú gefist Guði á vald og snúir þér til Hans sem gefur líf og frið. Hártoganir um aukaatriði koma ekki til með að hjálpa þér, það mun ekki friða sálu þína. Það hver skrifaði hvaða bók í Biblíunni og hvenær skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er sáluhjálp þín, þú, eins og hver annar þarft á Guði að halda. Þú munt ekki á efsta degi getað staðið frammi fyrir Guði og réttlætt þig út frá þínu eigin ágæti. Meðan þú hafnar hjálpræði þínu áttu ekki mikla von. Þess vegna hvet ég þig enn á ný, snúðu þér til Drottins, því Hann elskar þig og vill mæta þér.
Drottinn blessi þig.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.11.2009 kl. 11:31
Það er fyndið að lesa hvernig menn afneita því sem guð þeirra sagði þeim að gera. En það er ljóst á lestri Biblíunnar að Guð vill að fólk sé grýtt til dauða. Annars væri þetta ekki margítrekað í bókinni.
Þó að Jesú hafi sagt þeim syndlausa að kasta fyrsta steininum þá er ljóst að Guð sjálfur vildi annað. Kristnir taka sem betur fer ekki mikið mark á guði sínum og gera ekki allt sem hann segir þeim að gera.
Hér eru nokkur dæmi um hvað guði finnst eðlilegt að grýta fólk til dauða.
eðaOdie, 20.11.2009 kl. 12:13
Sorry enn og aftur misskilur þú biblíu, þar kemur klárlega fram að þú verður að elska guðinn áður en hann getur elskað þig.. 100% skilyrt "ást"
DoctorE (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 12:14
Sæll Tómas. Þú skrifar;
"Boðskapur Múhameðs var ekki sá sami og boðskapur Jesú. Jesús kom til að frelsa menn og leysa, en boðskapur Múhameðs hneppir menn og konur í fjötra."
Með þesari fullyrðingu mætti ætla að þú hafir kynnt þér kenningar Múhameðs. Þess vegna langar mig að biðja þig að sýna fram á hvar það er boðað í Kóraninum að grýta skuli konur fyrir hórdóm?
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.11.2009 kl. 12:27
Mér þykir það leitt hr.nafnlaus að þú skulir snúa út úr ást Guðs til þín, Hann hefur nú þegar sýnt þér hversu mikið Hann elskar þig, en þú heldur áfram að berja hausnum við steininn, ekki skrítið að menn verða svolítið vankaðir. Áttu virkilega svona erfitt með að meðtaka kærleika Guðs ? Það var af kærleika til þín að Jesús tók á sig þínar syndir. Ég get lítið gert við því að þú skulir vera þetta þrjóskur. Það eina sem ég get gert er að segja þér að Guð elskar þig og vill eignast samfélag við þig, en valið er þitt. Ég get ekki sannfært þig með orðum mínum, en ég bið fyrir þér að blindu augu þín megi opnast og þú sjá hversu dýrmætur þú ert í Guðs augum.
Guð elskar þig eins og þú ert og Guð elskar þig svo mikið að hann vill ekki að þú sért eins og þú ert. Hann vill mæta þér og fylla líf þitt friði og tilgangi. Mér þykir leitt að þú skulir eiga í svo mikilli baráttu með sjálfan þig hið innra með þér, en það er einmitt þar sem Guð vill mæta þér. Hann þekkir sárin í lífi þínu, vonbrigðin og biturleikann. Hann vill lækna þig á þeim sviðum og gefa þér gleði í stað þess drunga sem er yfir þér.
Drottin blessi þig.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.11.2009 kl. 12:32
Guð elskar mig svo mikið að hann fórnar syni sínum með mannfórn til að sýna mér ást sína á mér. Og ef ég elska hann ekki eða trúi ekki á hann þá á ég að fara til helvítis.
Hvað segir maður við mann sem miðar byssu á hausinn á þér ?
Odie, 20.11.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.