Verðbólgan á eftir að stóraukast á næstu misserum, ef fram fer sem horfir

Allt bendir til þess að verðbólga eigi eftir að aukast umtalsvert næstu misseri.  Gengi krónunnar hefur haldist lágt og ekki styrkst þrátt fyrir að sótt hafi verið um aðild að ESB, en Jóhanna Sigurðardóttir sagði að krónan myndi styrkjast um leið og sótt yrði um ESB aðild og trúverðugleiki Íslands erlendis myndi aukast, hvorugt hefur gengið eftir.

Birgjar og smásöluverslanir hafa keppst við að halda vöruverðshækkunum í lágmarki, en sökum slægs gengis krónunnar og þar sem hún hefur haldið áfram að lækka, er ekki von til annars en að verðlag eigi eftir að hækka verulega.

Þá er það þáttur Seðlabankans með háu stýrivextina sem hefur þau áhrif að krónann helst veik þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða.

Ekki eiga yfirvofandi skatthækkanir eftir að draga úr verðbólgu, nema síður sé.  Ég spái því að ef yfirlýstar skatthækkanir eigi eftir að koma til framkvæmda, muni draga verulega úr tekjuöflun ríkissjóðs, þó svo að ríkisstjórnin vonist til þess að tekjurnar aukist um tugi milljarða.

Það eina sem mun gerast er að öll starfsemi, allt líf í landinu mun smám saman leggjast í dvala.  Fyrirtæki munu verða gjaldþrota í auknum mæli, er þó nóg um slíkt fyrir, heimilin munu hætta að geta greitt af skuldum sínum í enn ríkara mæli en nú er, vonleysi og sársauki mun enn aukast gríðarlega.  Ellilífeyrisþegar og öryrkjar, lamaðir og fatlaðir, munu þurfa að fara allra sinna ferða í hjólastólum sínum eða með því að styðja sig við göngugrindur sínar.

Það er ekki glæsileg mynd sem ég dreg upp, en "Norræna velferðarstjórnin" hefur því miður verið fjandsamleg almenningi í landinu og ekki er þess að vænta að breytingar verði þar á.

Ef heldur áfram sem horfir á aðeins eftir að taka tappann úr neglunni og láta fleytið sökkva endanlega.

 


mbl.is Beðið færis til þess að hækka vöruverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 164919

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband