Er meiningin að halda áfram að kreista fé út úr öryrkjum ?

Fjármálaráðherra hefur gefið í skin að settur verði á nýr tekjustofn fyrir ríkissjóð, sá tekjustofn ku eiga að heita "kolefnisskattur".  Skattur þessi á að leggjast ofan á eldsneytisverð þ.e. bensín og dísil. 

Engum dylst að verð á eldsneyti hefur hækkað umtalsvert undanfarin misseri, vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði og með nýjum álögum ríkissjóðs.  Í hvert sinn sem eldsneyti er hækkað, vegna hækkunar á heimsmarkaðsverðsverði eða vegna gengislækkunar krónunnar, hækka álögur ríkisins í formi virðisaukaskatts.

Til er sá hópur fólks sem er háð ökutækjum, fólk sem kemst ekki leiðar sinnar nema í ökutækjum.  Þessi hópur eru öryrkjar, lamaðir, fatlaðir og eldri borgarar.

Á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins er grein sem hljóðar þannig:

"Uppbót vegna reksturs bifreiðar

Heimilt er að greiða elli-, örorkulífeyrisþega og örorkustyrkþega uppbót sem nú er 10.828 kr. á mánuði til að mæta kostnaði við rekstur bifreiðar ef bótaþega er nauðsyn að hafa bifreið vegna hreyfihömlunar og sýnt er að hann geti ekki komist af án uppbótarinnar."

Framangreind uppbót hefur ekki hækkað í langan tíma þrátt fyrir ótölulegar hækkanir á eldsneytisverði.

Mér er spurn: Er meiningin að elli- og örorkulífeyrisþegar sem háðir eru ökutækjum taki á sig þær boðuðu hækkanir sem fjármálaráðherra hefur nefnt ? eiga ellilífeyrisþegar að fara leiðar sinnar á hækjum eða við göngugrindur ? eiga lamaðir að fara leiðar sinnar á hjólastólum, vegna þess að þeir hafa ekki efni á að reka eigin ökutæki ?  Ef ekki hvernig ætlar ríkisstjórnin að koma til móts við þessa aðila ? það hefur ekkert nefnt í þeim efnum. 

Norræna velferðarstjórnin virðist hafa gleymt þessum þjóðfélagshópum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Árni.

Þakka þér að koma inn á þetta með ÖRYRKJANA, það er með ólíkindum hvað oft er hægt að slá þá niður , enda ekki burðugir flestir til að mæta frekari áföllum í sínu lífi.

Fólk upplifir svo mikla niðurlægingu, eins og þessi stjórn hefur komið fram við það, og ekki nóg með það.

Og þeir eru búnir að boða frekari skerðingar á sama tíma og ég og þú,

NIÐURGREIÐUM  MATINN  ÞEIRRA.......  Á  ALÞINGI !

Ég er bara ekki að ná þessu.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 200
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband