16.11.2009 | 12:22
Vel af sér vikið hjá Ástralska forsætisráðherranum
Í frétt á mbl.is segir:
"Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, baðst í morgun formlega afsökunar fyrir hönd ástralskra stjórnvalda á því að um hálf milljón Ástrala sætti kynferðislegu ofbeldi og vinnuþrælkun á barnaheimilum um áratuga skeið á síðustu öld.
Um þúsund manns voru í sal ástralska þingsins þegar haldin var sérstök athöfn á vegum stjórnvalda. Margir grétu þegar Rudd lýsti þeirri meðferð, sem fólk sætti á munaðarleysingjahælum og öðrum vistheimilum á árunum frá 1930 til 1970.
Rudd sagði, að fyrir hönd áströlsku þjóðarinnar vildi hann biðjast afsökunar á því að börn hefðu verið tekin frá fjölskyldum sínum og vistuð á stofnunum þar sem þau sættu oft misþyrmingum. Ég biðst afsökunar á líkamlegum og andlegum þjáningum sem þið sættuð og hinu kalda og ástlausa viðmóti sem þið mættuð. Og ég biðst afsökunar á þeim harmleik, þeim algera harmleik, að þið voruð svipt barnæskunni," sagði Rudd.
Á síðasta ári baðst Rudd frumbyggja Ástrala afsökunar á þeirri meðferð, sem þeir hefðu sætt frá því hvítir menn settust að í Ástalíu árið 1788"
Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, á heiður skilið fyrir að gera það sem hefði átt að vera búið að gera fyrir löngu.
Ég get ekki skilið af hverju ráðherrar í gegnum tíðina hafa ekki getað, ekki aðins viðurkennt þá alvarlegu glæpi sem börn hafa orðið fyrir af hálfu hins opinbera, heldur einnig beðist afsökunar fyrir hönd ríkisins á því ranglæti sem þau hafi mátt þola. Það er sjálfsagður réttur hvers einstaklings að honum sé sýnt tilhlýðileg virðing og að viðurkennt sé af hálfu hins opinbera er einstaklingurinn hefur orðið fyrir órétti af þess hálfu.
Ekki er ég tilbúinn að viðurkenna að ég sé Jóhönnu Sigurðardóttur oft sammála í pólitík, en hitt skal fúslega viðurkennt að ég var stoltur af henni er hún baðst fyrirgefningar, fyrir hönd ríkisins á því misrétti er Breiðavíkurdrengirnir, vistmenn Heyrnleysingjaskólans og aðrir þeir er hafa orðið fyrir ofbeldi og óréttlæti af hálfu hins opinbera. Það var vel af sér vikið af Jóhönnu hálfu, nokkuð sem Geir Haarde hefði átt að gera um leið og mál Breiðavíkurdrengjanna komst í hámæli. Ég gat aldrei skilið af hverju hann gat ekki gert þennan einfalda hlut, en þó mikilvægan fyrir þá sem fyrir óréttinum urðu.
![]() |
Bað gleymdu Ástralana" afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
flinston
-
baldvinj
-
bergthorolason
-
biggilofts
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
gattin
-
contact
-
einarbb
-
eeelle
-
emilkr
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gudbjorng
-
zumann
-
tilveran-i-esb
-
coke
-
gunnlauguri
-
gustafskulason
-
conspiracy
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
haddi9001
-
maeglika
-
harhar33
-
bordeyri
-
heimssyn
-
don
-
hordurvald
-
ingaghall
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
jakobk
-
johanneliasson
-
johann
-
islandsfengur
-
jonsullenberger
-
jonl
-
bassinn
-
prakkarinn
-
thjodarskutan
-
kiddikef
-
krist
-
kristjan9
-
lifsrettur
-
loncexter
-
magnusg
-
marinogn
-
mofi
-
olof
-
pallvil
-
iceland
-
regu
-
undirborginni
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
duddi9
-
sjonsson
-
thruman
-
athena
-
stebbifr
-
stendors
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
viktor
-
villidenni
-
postdoc
-
thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 167364
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.