Rætt um tímabundinn fjármagnstekjuskatt á lífeyris­sjóði

Fyrirsögnin er bein tilvitnun í frétt á AMX.is, en fréttin hljóðar svona:

Efnahags- og skattanefnd Alþingis hefur rætt um þann möguleika að leggja tímabundinn fjármagnstekjuskatt á lífeyrissjóði. Helgi Hjörvar formaður nefndarinnar segir að málið hafi verið rætt í tvígang en ekki farið lengra. Skatturinn gæti gefið um 25 milljarða króna í ríkiskassann.

Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur það eftir Tryggva Þór Herbertssyni sem situr í efnahags- og skattanefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að hugmyndin sé góð að því að auðvelt sé að hafa skattinn tímabundinn. Gallinn sé hins vegar sá að einungis hluti kynslóðanna er að borga.

Fréttablaðið vitnar til vikuritsins Vísbendingar þar sem fjallað var um lífeyrissjóðina og bent á að sjóðanna nemi nú nálægt 1.700 milljörðum króna, verðbólga sé 10 prósent og að raunávöxtun eigna þeirra hafi verið nokkur flest ár:

„Segjum að ávöxtun lífeyrissjóðanna verði 10 prósent eða 170 milljarðar króna. Nú er fjármagnstekjuskattur 15 prósent. Hann gæfi því um 25 milljarða króna á ári. Tímabundinn fjármagnstekjuskattur í þrjú ár yrði veruleg búbót fyrir ríkissjóð.“

Hverjir eru það sem taka á sig tekjuskerðingu með þessari aðferð ? eru það ekki ellilífeyrisþegar og öryrkjar ?  Þeir hafa nú þegar tekið á sig meiri skerðingu en margur annar og mega þeir síst við slíku.  En er þetta ekki týpískt ? þeir sem minnst mega sín eru látnir bera byrðarnar.  Þar að auki kemur þessi aðferð til með að minnka lífeyrir þeirra sem eiga eftir að bætast í hóp lífeyrisþega. 
Væri ekki nær að hafna Icesave, skila AGS-lánunum og draga umsóknina að ESB til baka, þar myndi sparast mikið fé og snúa okkur að því að stuðla að framleiðslu til útflutnings.  Skapa atvinnutækifæri er færir okkur gjaldeyristekjur og koma fótunum undir atvinnulífið og heimilin í landinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband