"Faðir fyrirgef þeim því þau vita ekki hvað þau gera"

Ekki ætla ég að fara að líkja krossfestingu og pínu Jesú Krists saman við aðfarir ríkisstjórnar Íslands að íslensku þjóðinni, en setningin sem myndar fyrirsögnina hér að ofan kom mér í hug er ég las viðtengda frétt. 

Við sem erum ósátt við aðgerðir/aðgerðarleysi stjórnvalda er snúa að almenningi og almennum atvinnurekstri í landinu getum öskrað okkur hás, án þess það hafi nokkur áhrif á ráðherra ríkisstjórnarinnar.  Ég trúi því í einlægni að það sem stjórnvöld hafa bitið í sig, láti þau yfir okkur ganga hvort sem það er til góðs eða ills, mótmæli okkar koma ekki til með að breyta neinu þar um, hversu góð eða slæm rök okkar eru. 

Ég get ómögulega séð að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar séu okkur til heilla, þvert á móti sýnist mér þær munu leiða yfir þjóðina mikið böl. Við getum verið full af reiði og beiskju út í stjórnvöld, en það mun ekki hreyfa við ráðamönnum.  Ég er búinn að vera reiður og bitur allt of lengi, það eina sem það hefur komið til leiðar fyrir mig er að mér líður verr, það hefur ekki hreyft við ráðamönnum, þeir halda sínu striki. 

Eitt sinn heyrði ég sagt að við fáum þau stjórnvöld yfir okkur sem við eigum skilið.  Við höfum látið eigingirni, græðgi og losta stjórna okkur og fégirndin, sem er rót alls ills hefur náð heljartökum á allt of mörgum okkar. 

Hvað er til ráða ? 

Það eina sem ég sé í stöðunni er að við snúum okkur til Guð vors lands og lands vors Guðs og biðjum fyrir stjórnvöldum.  Við þurfum að iðrast þess illa sem við höfum látið stjórna okkur og snúa okkur frá okkar vondu vegum.  Við þurfum að biðja fyrir ráðherrum, alþingismönnum, embættismönnum og okkur sjálfum.  Í heilagri ritningu stendur skrifað, í Síðari Kronikubók 7.kafla og versi 14, 

14og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra.”

Erum við nógu auðmjúk til að beigja okkur fyrir Drottni og leita auglitis Hans, eða erum við full af stolti og hroka og segjum: „ég fer mínu fram, á mínum vegum og mínum forsentum”.  En eins og að framan segir þá er Drottinn tilbúinn að fyrirgefa okkur syndir okkar og græða upp land okkar, það er á okkar valdi að beygja okkur og sjá fyrirheit Drottins rætast.  Málið er að Drottinn hefur leiðir fyrir okkur út úr erfiðleikum okkar, lausnir sem ég þekki ekki og ekki heldur stjórnmálamenn okkar. 

Ég fyrir mitt leiti hef tekið þá ákvörðun að láta af reiðina og í stað þess að bölva ráðamönnum ætla ég að blessa þá.  Ég er ekki þar með sagt sammála ríkisstjórninni eða áformum hennar, þvert á móti, en ég held að okkur muni vegna betur ef við blessum í stað þess að bölva.  Þetta kann að hljóma öfugsnúið fyrir sumum, en andlegur sannleikur hljómar ekki skinsamlega að manna dómi, það verður bara svo að vera. 


mbl.is Mikil hækkun skatta í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 334
  • Frá upphafi: 165281

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 216
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband