Kunnuglegar yfirlýsingar

Þær hljóma kunnuglega yfirlýsingar Murilo Portugal, aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins, "batinn kemur eftir svo og svo langan tíma, endurskoða á efnahagsáætlun eftir svo og svo langan tíma", en ekkert gerist fyrr en eftir dúk og disk.

Það sem ég rek augun í í yfirlýsingu Murilo er það sem kemur fram í lokin, en þar segir: "Tryggja verði jafnræði milli kröfuhafa en jafnframt sé mikilvægt, að íslenska ríkið yfirtaki ekki meiri skuldir frá einkaaðilum".

Með öðrum orðum sýnist mér hann vera að segja þetta (mín eigin túlkun): "Nú hefur okkur tekist að þvinga Íslendinga til að taka á sig skuldbindingar gagnvart Bretum og Hollendingum, skuldbindingar sem eru tilkomnar vegna gjörða einstaklinga og passa verður uppá að þeir borgi þær skuldbindingar, aðrir mega eiga sig, ekki síst Íslendingar sjálfir, þó þeir hafi ekkert til saka unnið".

Í annarri frétt í morgun kom fram að lánin sem íslenska ríkið er að fá þessa dagana og átti að liggja á bók óhreift í þeim tilgangi að vera bakstuðningur við gjaldeyrisforðann og þar með styrkja krónuna, eigi að nota og eyða þeim peningum þvert á fyrri yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Er það í takt við allar yfirlýsingar og gjörðir ríkisstjórnarinnar fram að þessu, þ.e. orð og efndir fara ekki saman.  Þegar farið verður að nota þessa fjármuni eru þeir ekki lengur til staðar til að styðja við krónuna, á þá að taka ný lán í þeim tilgangi ?

Þetta er orðið þvílíkt rugl að ég efast um að þeir sem eru að höndla með þessi mál skilji hvað þeir eru að gera.  Ég stór efast um að Jóhanna eða Steingrímur skilji hvað þau eru að gera, þau taka bara við fyrirmælum frá AGS, ESB, Bretum og Hollendingum og segja: "Já og Amen" við öllu sem að þeim er rétt, burtséð frá hagsmunum þjóðarinnar. 

Málið er að þau virðast orðin svo föst í neti blekkinganna að þau þora ekki að losa sig, en það myndu þau gera með því að játa yfirsjónir sínar og þá blekkingu sem þau hafa verið beitt og þá blekkingu sem þau hafa beitt gagnvart þjóðinni.  Ég er hræddur um að þau verði ekki ánægð með þau eftirmæli sem þau munu hljóta fari þau ekki að snú við blaðinu.

 


mbl.is Bati í augsýn um mitt ár 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 165947

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband