Þau ættu að hlusta á Lilju

Það má telja á fingri annarra handar þann þingmann stjórnarflokkanna sem mér finnst bera af, nafn þess þingmanns er Lilja Mósesdóttir.  Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju hún var ekki gerð að fjármálaráðherra, eða fengin til ráðgjafar í þeim erfiðu málum sem stjórnin hefur verið að glíma við. 

Þegar Lilja hefur stungið niður penna (sest við tölvuna til skrifta) og fjallað um efnahagsmál án þess að Steingrímur hafi komist í tæri við skoðanir hennar og spillt fyrir henni, hefur hún komið með mjög svo skinsamar ályktanir.  Grein Lilju í Morgunblaðinu í dag ber þess vitni að hún hefur skarpa sýn á stöðu mála, aðkomu AGS og hversu illa hann er undirbúinn til að koma Íslandi til hjálpar eða þá að hann er svo illa innrættur að hann geri hvað sem er til að koma þjóð okkar á hausinn.

AGS hefur reynst innheimtustofnun fjármagnseigenda fremur en hjálparhella þjóða í vanda, það sést greinilega í afstöðu AGS til Icesave-samkomulagsins.  Nú verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála og afgreiðslu sjóðsins til Íslands annars vegar og afgreiðslu þingmanna Vinstri grænna á nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar, hins vegar, vegna nýju breytinganna á samkomulagi (þvingunum) Hollendinga og Breta  við Ísland.  Fróðlegt verður að sjá hver afstaða Lilju verður til þess, mun Steingrímur króa hana út í horn eins og hann gerði fyrr á þessu ári og þvinga hana til að fara að hans vilja og gegn eigin samvisku ?

Vonandi mun Lilja ásamt fleirri þingmönnum VG standa í lappirnar og standa þar með með Íslandi gegn þvingunum AGS, Breta, Hollendinga, ESB og Samfylkingarinnar.

Ísland þarf á hugrökku, einlægu og framsýnu fólki að halda á Alþingi, fólki sem er annt um land og þjóð og er ekki tilbúið að selja það í hendur AGS og ESB fyrir svikagull (Fools gold), eins og Samfylkingin hefur gert.

 


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Sammála þér.

Ég held að Steingrímur snú ekki Lilju M. Hugsanlega ætlar Ögmundur að sitja hjá við atkvæðagreiðslu á Icesavemálinu.

Birgir Viðar Halldórsson, 22.10.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband