Misskipting auðs og skulda

Í öllum sínum gjörðum hefur ríkisstjórn þeirra, sem ávalt hafa talið sig standa vörð um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu, tekið að sér að standa vörð um auð hinna fáu.  Ríkisstjórnin tók einnig að sér að slá skjaldborg um heimilin í landinu og þá einkanlega þeirra sem illa eru stödd eftir bankahrunið.  Félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason, tók að sér það hlutverk að kinna bjargráðin og lýsti með miklum tilþrifum hversu stórkostlega ríkisstjórnin kemur til móts við þá sem verst eru settir.

Það hefði farið Árna Páli betur að gera lítið úr þessum tillögum er hann kynnti, því að þær eru heldur rýrar í roðinu.  Til skamms tíma kann sú leið er Árni kynnti koma skuldsettum lánþegum að gagni, en til langs tíma litið er um hreinan bjarnargreiða að ræða.  Fólki er, með þessum tillögum, gert ómögulegt að hreyfa sig þ.e. að stækka við sig eða minnka, ef þörf krefur, fólk verður bundið í átthaga- og íbúða fjötra til frambúðar og þar að auki mun greiðslubyrðin stóraukast þegar á líður.

Þeir sem ekki eru svo illa staddir og eru ekki í þeirri stöðu að geta ekki greitt af lánum sínum fá ekki neitt.  Sá stóri hópur fólks sem hélt bankakerfinu uppi með háum og sífellt hækkandi veðbótum og okurvöxtum má bara bíta í það súra epli að þurfa að halda áfram að halda bankakerfinu uppi, með háum og sífellt hækkandi verðbótum ásamt okurvöxtum.

Ríkisstjórnin vill ekki takast á við neinn vanda nema þann sem snýr að fjármagnseigendum og bönkunum, aðrir mega blæða og það á vakt "Norrænu velferðarstjórnarinnar".

Það er ótrúlegt að hlusta á stjórnmálamenn ríkisstjórnarflokkanna talandi um hversu mikið þau leggja á sig að standa vörð um velferð almennings.

Hvað um velferð öryrkja og ellilífeyrisþega ? hvers eiga þeir að gjalda ?  En samkvæmt fjárlagafrumvarpi "velferðarstjórnarinnar" á að draga úr framlögum til þessara hópa langt fram yfir það sem aðrir þjóðfélagsþegnar þurfa að þola.  Á að svelta þá í hel ?

Á sama tíma er meiningin að hækka framlög til stjórnmálaflokkanna ! ! ! ! Angry

Það er greinilega ekki í lagi með þessa ríkisstjórn.  Hvar er nú hneykslunartónn hr. Steingríms og fr. Jóhönnu sem þau hafa verið þekkt fyrir í gegnum árin ? 

Það er greinilegt að það er ekki sama hver fremur glæpinn.  Sumum leyfist það sem öðrum leyfist ekki.  Í daglegu máli kallað vinstristefna.

 


mbl.is Óráðsía en ekki hagsæld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.10.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta eru ansi burðugir vegprestar velferðar...klippa tekjumark elli- og örorkuþegar niður..... það er með öðrum orðum verið að hrekja þetta fólk af vinnumarkaðinum. Þetta er ekki staðurinn til að klippa niður....ömurleg flóra úrræða þessarar stjórnar kallar á uppstokkun. Tillaga xD um skattlanginu á inngreiðslur í lífeyrissjóð er söltuð af því að hún kemur þaðan... þetta er ekki fólk sem treystandi er fyrir vegferð okkar þessa dagana....

Ögmund í forsæti, Atla Gísla í dóms, Guðfríði í umhverfis, Bjarna Ben í fjármála, Sigmund Davíð í viðskipta, restina má fylla upp í með xD, xB, xO....en án xS. R'ifa þetta síðan upp og allt án ESB, AGS og Icesave. Viðræður við rússa, sem annað hvort skila láni þaðan eða frá Noregi (en þá bara vaxtalaust).

Haraldur Baldursson, 13.10.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband