Hvers á þjóðin að gjalda ?

Eftir að hlusta á forsætisráðherra tala digurbarkalega um velferðarmál og að nauðsyn sé að bjarga heimilunum og síðan á félagsmálaráðherra útlista "aðgerðum" ríkisstjórnarinnar í þágu skuldara getur maður ekki orða bundist.

Æ ofan í æ kemur þessi "Norræna velferðarstjórn" með áætlanir um aðgerðir sem eru ekkert annað en húmbúkk, þ.e. ekki neitt.  Það er ekki verið að bjarga neinu, bara fresta vandanum og gera fólki erfiðara fyrir með allar áætlanir og íþyngja heimilunum.

Að hlusta á ráðherra ríkisstjórnarinnar talandi af áfergju um hvað ríkisstjórnin er æðisleg og er að gera góða hluti, mætti halda að þau trúi því sjálf að svo sé.  Það má vel vera að þau geri það, trúi virkilega að þau séu að gera góða hluti, en þjóðin, almenningur í landinu er löngu búinn að sjá að svo er ekki.  Það eru örfáir kratar og kommúnistar sem enn eru sannfærðir, en hinn almenni borgari er löngu búinn að sjá að það mun ekkert gott koma frá þessari ríkisstjórn.

Ég óttast að loks þegar þessir flokkar, SF+VG, hrökklast frá völdum, verði orðið of seint að bjarga heimilunum með leiðréttingu lána og erfitt verði að koma hjólum atvinnulífsins í gang vegna þess að stjórnin hefur með beinum og óbeinum hætti ráðist gegn heilbrigðri atvinnu-uppbyggingu.

Ótrúlegt er að hlusta á stjórnarliða tala um að nú eigi að ráðast í byggingu nýs sjúkrahúss upp á tugi miljarða króna, á sama tíma er niðurskurðarhnífurinn á fullu í heilbrigðiskerfinu og gengið er svo langt í þeim efnum að hámenntaðir læknar sjá sér þann kost vænstan að flýja land.  Heldur stjórnin að með byggingu nýs sjúkrahúss lagist atvinnulífið og efnahagsástandið til framtíðar ?  Hvernig ætla menn að fjármagna rekstur nýs sjúkrahúss án þess að unnið sé að því að byggja upp tekjustofna fyrir þjóðfélagið þ.e. atvinnuvegina, launþega, heimilin og ríkið ?

Hvernig væri að þetta fólk fari að vakna til raunverulegs lífs og átti sig á því hvernig hlutirnir gangi fyrir sig.

Stjórnarflokkarnir eru ekki að höndla verkefnin, þau verða að fara að átta sig á því og viðurkenna að þetta er þeim ofviða og láta öðrum stjórnvölin í té, þeim er hafa meiri skilning og innsæi í það hvernig hlutirnir virka. 

Með áframhaldandi þrásetu ríkisstjórnarinnar halda þessir flokkar áfram að skaða Íslensku þjóðina.  Það má ekki gerast, það er löngu komið nóg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 201
  • Frá upphafi: 165885

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband