Eru stjórnmálamenn tilbúnir að axla ábyrgð á því sem þeir eru að leiða yfir þjóðina ?

Stærsti hluti íslenskra fyrirtækja er tæknilega gjaldþrota.  Úrræði sem kallað hefur verið eftir af hálfu ríkisstjórnarinnar láta á sér standa.  Ráðherrar ríkisstjórnarinnar yppa öxlum, ranghvolfa í sér augunum, snúa sér í hringi og vita ekki hvað til bragðs skal taka.  Stjórnarandstaðan virðist að mestu jafn ráðþrota.

Eru stjórnmálamenn tilbúnir að axla ábyrgð á því sem þeir leiða yfir þjóðina með úrræða- og ráðaleysi sínu.  Ábyrgðin er mest hjá ríkisstjórninni, vegna þess að þeir sem þar sitja sem ráðherrar koma engu til leiðar, en vilja samt halda í völdin og koma þar með í veg fyrir að aðrir sem hugsanlega hafa úrræði til lausnar þeim vanda sem við er að glíma, geti komið að málum.

Stjórnarandstaðan lætur allt of lítið í sér heyra og virðist að mestu jafn úrræðalaus.  Fyrst ríkisstjórnin kemur ekki með nein úrræði á stjórnarandstaðan að koma fram með sínar hugmyndir og þrýsta á að farið verði í aðgerðir til að bjarga atvinnulífinu.  Ef atvinnulífið stöðvast, þá er voðinn vís, en það stefnir einmitt í að menn hreinlega gefist upp á að reka fyrirtæki við þessar aðstæður.  Hvar ætlar ríkisstjórnin þá að afla ríkissjóði tekna ? hjá atvinnuleysis-tryggingarsjóði ?

Við höfum ekki efni á að hafa þá ríkisstjórn sem nú er við völd.  Við höfum ekki efni á að hafa ráðalausa ráðherra.  Við höfum ekki efni á að hafa vanhæfa þingmenn á Alþingi.  Við höfum ekki efni á að láta atvinnulífið stöðvast.  Við höfum ekki efni á að gera ekkert fyrir heimilin í landinu.  Við höfum ekki efni á þessu ráðaleysi sem ríkir í Stjórnarráðinu.  Við höfum ekki efni á Samfylkingunni.  Við höfum ekki efni á Vinstri grænum.  Við höfum ekki efni á að ganga í ESB.  Við höfum ekki efni á að borga Icesave.  Við höfum ekki efni á að fara að ráðum AGS.  Við höfum ekki efni á þeim háu stýrivöxtum sem Seðlabankinn leggur á þjóðina.

Við höfum ekki efni á að fara ekki í greiðsluverkfall.  Greiðsluverkfall í hálfan mánuð hefur ekkert að segja.  Greiðsluverkfall sem boðað yrði í þrjá mánuði myndi kalla á aðgerðir strax.

Að lokum þetta: Við þurfum fólk í Stjórnarráðið sem veit, skilur, getur, kann og framkvæmir.  Fólk sem er fyrir Ísland og vegna Íslands, ekki fólk sem eru erindrekar Gordon Brown's eða ESB.

 

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB

ÁFRAM ÍSLAND - BURT MEÐ ICESAVE

ÁFRAM ÍSLAND - BURG MEÐ AGS


mbl.is Uppgjöf meðal atvinnurekenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband