Ef aðgerðir til bjargar heimilunum mega ekki kosta neitt, þá er aðeins tvennt til ráða.

Ef ekki má kosta neinu til til að koma heimilum og fyrirtækjum til bjargar og ríkisstjórninni alvara með að koma þeim til hjálpar, þá er aðeins tvennt til ráða svo að fólk fái horft á framtíðina með von í brjósti um betri tíð og blóm í haga.

Í fyrsta lagi, að frysta verðtrygginguna, eða öllu heldur afnema verðtryggingu lána og færa gjaldeyrislán á byrjunarreit og afnema gengistryggingu þeirra.

Í öðru lagi að lækka stýri- og útlánsvexti verulega.  Stýrivextir færðir niður í 2% og útlánsvextir niður í 4,5%.

Hvað afskriftum á lánum á yfirveðsettum fasteignum varðar, þá þarf að sjá til þess að áhvílandi lán eftir afskriftir séu ekki hærri en sem nemur 80 til 90% af virði eignarinnar, ekki, alls ekki 105 eða 110%, það kemur ekki til greina, vilji menn með sanni koma fólki til bjargar.

Ef stjórnvöldum er alvara með því sem þau segja, verða þau að gera eitthvað þessu líkt og það strax.

Dýrmætur tími hefur farið í súginn og miklum tíma eytt í mál sem koma þjóðinni illa.  Nú duga engin vettlingatök, hendur verða að standa fram úr ermum og ákvarðanatökur sem koma landi og þjóð að gagni verða að koma strax, vilji þeir sem verma ráðherrastólana komast skammlaust frá stjórnarsetunni.

Ofangreindar tillögur mínar mega stjórnarliðar taka og gera að sínum þeim að kostnaðarlausu.

Á sama tíma verð ég að lýsa vonbrigðum mínum með getu- og úrræðaleysi stjórnar-andstöðunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband