Er ekki kominn tími til iðrunar og yfirbótar ?

Nú er nærri liðið ár frá því að íslenska hagkerfið hrundi með tilheyrandi braki og brestum.  Þrátt fyrir háværar umræður og læti eru engir sem bera ábyrgð á því hvernig fór, alla vega er enginn tilbúinn að segja: "...mér varð á, ég gerði rangt, fór rangt að...", en menn eru tilbúnir að benda í allar áttir og segja: "...þetta er honum að kenna, þeir eiga sökina...".

Hvort sem menn notuðust við gildandi lög og reglur eða ekki er ljóst að margir fóru offari í leit að gróða, í von um að fá meira og meira og meira. 

Það er athyglisverð lesning í Biblíunni, Heilagri ritningu, þar sem Páll postuli skrifar í fyrra bréfi sínu til Tímóteusar í 6.kafla vers 9 og 10, en þar segir:

9En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.

10Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.

Þessi orð eiga ekki síður við í dag en á dögum Páls. 

Það sem vantar í þjóðfélag okkar í dag er það að við játum yfirsjónir okkar.  Öll höfum við á einn eða annan hátt gengið of langt í fégræðginni, sumir farið lengra en aðrir og til eru þeir menn og konur sem ættu að koma fram fyrir alþjóð og játa yfirsjónir sínar að þessu leiti og biðja þjóðina að fyrirgefa sér að hafa komið henni í þá stöðu sem hún er í í dag.

Fyrsta skrefið er að játa fyrir sjálfum sér og viðurkenna að hafa látið undan fyrir græðginni, síðan er að koma fram fyrir þjóðina og gera slíkt hið sama gagnvart þjóðinni.  Ef menn væru tilbúnir að auðmýkja sig og gera þetta myndi hefjast mikil lækning á þjóðarsálinni, fólk myndi fyrirgefa og sættast við aðra og saman myndu allir takast á við að komast út úr erfiðleikunum.

Hér á ég ekki eingöngu við svokallaða útrásarvíkinga, heldur aðra þá sem farið hafa offari og eru margir í viðskiptalífinu, stjórnmálamenn og embættismenn sem þyrftu að gera þetta.

Ef við viljum hinsvegar að þjóðin verði í sífeldu niðurbroti, full af beiskju, hatri, öfund, illkvittni, þunglyndi, full af sjálfsvorkunnsemi og sundrungu, þá skulum við gleyma þessari tillögu og halda bara áfram á þeirri braut sem þjóðin er komin á.  Hún eyðileggur sjálfa sig innanfrá, eins og krabbamein og að lokum deyr hún og verður minningin ein, víti til varnaðar fyrir aðrar þjóðir.

 


mbl.is Skortur á iðrun og uppgjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband