Framtíðarsýn íslenskra stjórnmálamanna

Það er með hreinum ólíkindum að fólk skuli vilja eiga sína eigin íbúð, ég tala nú ekki um bíl líka, geta klætt börn sín í almennileg föt og sjálft ekki sætta sig við að ganga í druslum.

Veit almenningur ekki að það er bara fyrir "elítuna", gæðavini stjórnmálamannanna að geta leyft sér slíkt.

Hinn venjulegi Jón á bara að sætta sig við að búa í húsnæði sem ríkið skaffar honum, svona eins og það var í Sovét á dögum kalda stríðsins, þar sem fimm manna fjölskylda getur látið fara vel um sig í 70fm íbúð, sem samanstendur af einu herbergi og eldhúsi með WC frami á gangi og tíu aðrar fjölskyldur hafa aðgang að.  Fyrir þessi lúxus ætti Jón að greiða 80% af tekjum sínum.  Krakkarnir geta gengið í skólann, annars yrðu þau of feit hvort eð er, það tæki þau ekki nema 30 til 45 mínútur að ganga aðra leiðina í góðu veðri.  Jón, sem nú býr í Mosfellsbæ en vinnur í Straumsvík, getur verið í verbúð sem samanstendur af 20feta gámi og deild plássi með 25 starfsfélögum sínum.  Jón getur gengið heim einu sinni í viku, á sunnudögum (sem er frídagur hans), en þarf að passa uppá að vera kominn til vinnu á réttum tíma kl. 05:00 á mánudagsmorgni.  20% sem eftir standa af mánaðarlaunum Jóns ætti að duga honum til að framfleyta fjölskyldu sinni, svona næstum því út mánuðinn, ef ekkert kemur uppá s.s. veikindi eða annað ófyrirséð.

Gunna, eiginkona Jóns, getur gengið út í búð, tekur ca. 30mín. aðra leiðina, hún getur komið matvörunum fyrir í litlum bakpoka.  Það sem Gunna kaupir í matvörubúðinni og kemur fyrir í bakpokanum sínum ætti að duga vikuna.  Þar má finna einn lítra af innfluttri mjólk sem má þinna út með vatni, eitt brauð, ýsu eða ufsa í soðið, smjörklípu (innflutt), kjúkling (innfluttan) og nokkrar baunir.  Kartöflur getur hún sótt út í kálgarðinn sinn þ.e. ef hún hefur verið svo forsjál að setja niður í vor og ef hún hefur átt útsæði til að setja niður.  Þar sem litli Jón, sonur þeirra fékk flensu og Gunna þurfti að kalla til lækni, verður hún að sleppa því að fara út í búð síðustu vikuna í mánuðinum, því að peningarnir voru búnir.

Mega Íslendingar bara ekki vara ánægðir með lífið sem Jón og fjölskylda hans búa við, er þetta ekki framtíðardraumurinn ?

Þetta virðist vera sú framtíðarsýn sem stjórnmálaflokkarnir hafa fyrir íslensku þjóðina og ganga stjórnarflokkarnir þar fremstir í fararbroddi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 335
  • Frá upphafi: 165282

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband