Ríkisvaldið er í þann veg að afhenda erlendum aðilum bankana

Ætlar ríkisstjórnin virkilega að afhenda erlendum aðilum bankana án þess að leiðrétta lánin sem hvíla á hinum almenna borgara fyrst ?  Er meiningin virkilega sú að ekki aðeins á hinn almenni borgari að greiða Icesave-lánin og ekki aðeins að taka á sig gífurlegar skattahækkanir á sama tíma og laun verða lækkuð verulega, heldur verður hinn almenni borgari einnig að greiða að fullu fyrir sukkið sem viðgekst í bönkunum og varð þess valdandi að lán hans hækkuðu upp úr öllu valdi. 

Hinn almenni borgari gat engu um það ráðið að lánin hans hækkuðu eins og raun bar vitni, en hann skal samt þurfa að axla þá ábyrgð að óprúttnir menn léku sér að fjöreggi þjóðarinnar, misstu það og brutu svo að allt glutraðist niður og varð að klessu, en subbuskapurinn lendir á hinum almenna borgara, hann skal þrífa upp eftir sukk óreiðumannanna.

 


mbl.is Heldur 5% hlut í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sæll

Er líka viðurkenndur bókari af ráðuneytinu.

Skil ekki  af hverju ekki er búið að setja marga þessara banka og business manna í járn, að ekki sé nú talað um endurskoðendurna.

Það sem menn eru nú að gera er það sama og get va í verðbólguskotunum um 84 til 90.  Eigið fé landsmanna með verðtryggð lán er nú tekið eignarnámi til að ,,leiðrétta" efnahag þeirra sem lánuðu til þeirra sem ekki þurfa að borga.

Í fyrra tilfellinu voru það lánin (allt upp í 140% af kaupverði) skuttogarana, sem ekki voru verðtryggð en lánastofnanirnar þurftu að skila ,,réttum" efnahagsreikningi.

Nú r verið að ,,leiðrétta" gjafirnar sem lífeyrissjóðirnir eru búnir að stunda ásamt og með bönkunum.

D-K verður að stemma.

Það ætir þú að vita, spurningin er bara hver borgar reikninginn.

Í þessu til felli verður það sama kynslóðin og síðast ásamt og með börnum þeirra sem nú eru um 25 til 35 ára og að stofna til skulda vegna þeirrar óráðsíu, að kaupa þak yfir höfuð barna sinna.

Með faglegri kveðju

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 12.9.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir þetta Bjarni,

Til að fá nógu miklar tekjur inn á bókhaldsreikningana "verðbætur verðtryggðra lána" og "verðbætur gengistryggðra lána" svo að hægt verði að segja að ríkið hafi komið af stað "góðum" bönkum sem eru að skila góðum arði fyrir nýja eigendur, þá er um að gera að setja á stofn svokallaðan sykurskatt, sem hækkar vöruverð og vísitölu neysluverðs þar með, auk þess sem neysluskattar verða væntanlega hækkaðir um áramótin og hækka vísitölu neysluverðs. 

Þetta er allt frábært, gert til að fá góða fjárfesta til að eiga góða banka sem geta halað inn fúlgur fjár, svo að fjárfestarnir geti greitt sér góðan arð, allt á kostnað hins venjulega Jóns sem gerðist svo ósvífinn að kaupa húsnæði fyrir sig og stækkandi fjölskyldu sína. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.9.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 167092

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband