Svik AGS við ríkisstjórn Íslands

Til stóð að AGS myndi greiða annan hluta láns til íslenska ríkisins í febrúar eða mars s.l., en enn bólar ekkert á efndum.  Nú stóð til að fjalla um málefni Íslands á fundi AGS 14.september, en úr því verður ekki s.k.v. upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.  Segja menn þar á bæ að um "misskilnings" hafi verið að ræða að taka ætti málefni Íslands fyrir þann dag.

Ljóst er að Ísland er ekki á dagskrá hjá AGS, nú er búið að þvinga íslendinga til að taka á sig skuldbindingar gagnvart Breskum og Hollenskum nýlendusinnum og þá þarf ekki að hafa áhyggjur af Íslandi meir.  Plott AGS, Breta og Hollendinga virkaði og nú erum við föst í skuldaklafa sem Bretar og Hollendingar komu okkur í með aðstoð AGS, ESB og Norðurlandaþjóðanna.

Hverir þarfnast óvina þegar þeir eiga vini sem þessa ?

 


mbl.is Ekki á dagskrá 14. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Guði sé lof að við erum ekki að fá þennan pening... á meðan við fáum ekki aukinn yfirdrátt eyðum við hinum ekki !

Eftir að hafa séð Gunnar Tómasson í Kastljósinu í gær, get ég ekki annað en haft áhyggjur af nýjasta Seðlabankastjóranum. Ég er ekki viss um að hann fari ekki að eyða lánunum í að verja krónuna út fyrir öll skynsemismörk.
Mér líst vel á nálgun Gunnars um að afnema gjaldeyrishöftin, verja krónuna ekki og leyfa henni að falla eins og markaðurinn vill. Innilokaðar krónur erlendra eigenda vilja þá ólmar flýja og krónan tekur dýfu. Til þess að halda enn minna aftur af flóttanum væri rétt að lækka stýrivexti einhver ósköp í leiðinni.
Markaðurinn mun síðan hífa krónuna upp að loknu þessu flóttatímabili og jafnvægi næst að nýju.

Haraldur Baldursson, 9.9.2009 kl. 07:36

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég get verið þér sammála Haraldur, AGS lán eru ekki til að hjálpa okkur.  Það sem mér hefur þótt skondið er að með aðkomu AGS, átti allt að batna, sama má segja um Icesave-samninginn og aðildarumsókn að ESB, allt átti að snúast á betri veg fyrir okkur, en viti menn, ekkert gerist.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.9.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sammála þér Tómas. VIð búum við Skurðgoðadýrkun á Íslandi. Nú eru það ekki lengur Þór og Óðinn sem ausnir eru lofi, heldur AGS, ESB, JP Morgan, Icesave, Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon og ekki síst Heilög Jóhanna Sigurðardóttir. Merkilegt ævintýri sem við erum föst í !

Haraldur Baldursson, 10.9.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 165629

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband