4.9.2009 | 12:26
Hverjar hafa afskriftir bankanna verið ?
Það er lögmæt krafa almennings í landinu að fá að vita hversu mikið bankarnir hafa afskrifað og hvaða "stóru" aðilar var afskrifað hjá og hversu mikið var afskrifað hjá einstökum viðskiptamönnum með lán umfram 100milljónir, svo dæmi sé tekið.
Á sama tíma hefur ríkisstjórnin ekki tekið í mál að leiðrétta lán hjá almenningi, viðskipta- og félagsmálaráðherrar hafa báðir lýst því yfir að slíkt kæmi ekki til greina. Stjórnmálamenn ríkisstjórnarflokkanna, þó ekki allir, spyrja hvaðan eigi að taka peningana. Ég spyr á móti, hvernig er endalaust hægt að hækka lán almennings í formi verðtryggingar ? og hvaðan komu þeir peningar ?
Á sama hátt og verðbætur eru lagðar á höfuðstól lána er hægt að snúa dæminu við og reikna verðtrygginguna til baka og lækka lánin þar með. Þetta er mjög einföld aðgerð, vilji er allt sem þarf, eins og einhver sagði.
Eins og hækkun verðtryggingar hefur verið færð til tekna í rekstrarreikningi bankanna, yrði leiðrétting verðtryggingarinnar færð til gjalda. Auðvitað tapa lánastofnanirnar á slíkri aðgerð, en þær hafa á sama hátt stórgrætt á óeðli verðtryggingarinnar mörg undanfarin ár.
Hér er um réttlætismál að ræða. Heimilin hafa tekið á sig ómældar byrgðar af hálfu lánastofnana til að halda þeim uppi og eigendum þeirra. Nú bendir allt til þess að bankarnir hafi afskrifað stórar upphæðir af lánum þeirra sem fóru geyst, lifðu hátt og komu þjóðfélaginu á hliðina. Það hlýtur því að vera krafa almennings að stjórnmálamenn taki til sinna ráða og krefji bankana svara og ef með þarf að skipta þeim út sem tekið hafa slíkar ákvarðanir og lögsækja ef ástæða þykir til.
Mikið hefur verið talað um nauðsyn gegnsæis og fóru stjórnmálamenn stjórnarflokkanna mikinn í þeirri umræðu, áður en núverandi ríkisstjórn komust til valda. Nú hafa þessir sömu aðilar tekið þá ákvörðun að láta sem minnst fyrir sér fara í von um að almenningur gleymi orðagjálfri þeirra.
Gegnsæi er það sem þarf og aldrei meira en í nú. Almenningur er orðinn langþreyttur á þeirri spillingu sem viðgengst og krefst breytinga og það ekki seinna en strax.
Aðgerða þörf fyrir fyrirtæki og heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 165949
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessu Tómars enda skrifa sjálfur i þessum anda,þetta er bara þjófnaður af þeim sem skulda og ekkert annað /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 4.9.2009 kl. 14:22
Kom einmitt inn á þetta í þessari færslu minni http://jonl.blog.is/blog/jonl/entry/942151/ auk þess sem ég hef velt upp heimskunni sem felst í því að gefa erlendum áhættufjárfestum bankana.
Það er ekkert vandamál að laga þetta ástand sem ríkir núna, það kostar bara viljan til verksins og tekur einn dag. Ríkið á að hefja almennar aðgerðir og hætta þessum sértæku aðgerðum sem IMF lofar í hástert. Þessar sértæku aðgerðir sundra bara þjóðinni.
Jón Lárusson, 4.9.2009 kl. 14:34
Ég er sammála þér Jón, þjóðin má ekki við frekari sundrungu, það verður að grípa til aðgerða strax, aðgerða sem kemur heimilunum vel, sama hvað AGS segir.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2009 kl. 14:49
Tómas, ég er sammál mörgu af því sem þú segir en nokkur atriði eru ekki að öllu leyti rétt.
Það er auðvitað hægt að reikna verðbætur upp og niður, út og suður. Málið snýst ekki um það. Verðtrygging eða verð-leiðrétting er ekki hækkun á verðmæti láns, heldur einungis leiðrétting vegna verð-rýrnunar Krónunnar. Verðtryggingu fylgja lægri vextir og lengri lánstími. Spurningin er þá, hvort lánveitendur eigi ekki að bera einhverja áhættu af sínum útlánum ? Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það verði þeir að gera.
Auðvitað er það rétt, að bankar og aðrir lánveitendur halda sínum verðmætum ef lánin eru verðtryggð. Þetta gildir þó aðeins, ef lántakendur geta greitt af lánunum. Að mínu mati er stærsta málið, að lántakendur hérlendis eiga ekki kost á að láta veðin standa sem tryggingu að lánum, þótt þetta séu skilgreind sem veðlán.
Krafa almennings hlýtur að vera sú, að lánveitendur veðlána eigi engar aðrar kröfur á lántakendur en sem felast í veðinu. Áhætta lánveitanda á að vera fólgin í því að lántakandi geti látið veðið ganga upp í láns-kröfuna. Óþolandi er að hægt sé að hundelta fólk, eftir að það hefur farið í gjaldþrot og misst allar sínar eigur, þar á meðal eigur sem ekki voru veðsettar.
Öll ærleg stjórnvöld hafa leiðrétt þessa ósanngirni. Icesave-stjórninni hefur hins vegar ekki dottið það í hug. Þetta hefur hrakið margar fjölskyldur úr landi og mun gera það í auknum mæli. Almenningur ætti að krefjast úrbóta á þessu, með afgerandi hætti.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.9.2009 kl. 16:41
Ég vil taka undir þá skoðun þína Jón, að það sé heimska að láta erlendu kröfuhafana hirða nýju bankana og raunar vil ég segja að það sé glæpsamlegt. Ekki er bara verið að gefa áhættu-fjárfestunum bankana, heldur öll þau fyrirtæki sem komin eru í fang bankanna.
Hugmyndin með stofnun nýju bankanna var einmitt sú að koma á fót öflugum og óháðum bönkum, en skilja gömlu bankana eftir í höndum kröfuhafanna. Nú er verið að gefa þessa góðu hugmynd á bátinn og gefa eftir fyrir erlendu nýlendu-herrunum.
Ástæðan er auðvitað sú sama og Icesave-undanhaldið. Þetta er kostnaður við ESB-inngönguna. Sossarnir eru til með að gefa útlendingum allar eignir í landinu, bara til að komast í faðm ESB.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.9.2009 kl. 16:51
Með verðtryggingu átti að fyrra lánveitendur allri áhættu við að veita lán. Stjórnvöld og viðskiptalífið hefur alltaf passað upp á að bankarnir haldi sínu. Þetta þekki ég frá því ég vann í banka um margra ára skeið. Bankarnir hafa alltaf fengið sitt. Vissulega hafa þeir jafnframt þurft að afskrifa töpuð útlán, en nú ber svo við að við erum í mjög svo óvenjulegum kringumstæðum, kringumstæðum sem snerta hvert mannsbarn í landinu. Þar af leiðandi er lífsspursmál fyrir verulega stórann hluta þjóðarinnar að leiðrétting eigi sér stað, ellegar getum við bara skellt í lás og látið okkur hverfa á vit ævintýra einhversstaðar annarsstaðar í heiminum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2009 kl. 16:52
Að afnema verðtryggingu í verðbólgu eins og hún er, er ávísun á mikla verðrýrnun sparifjár, er það skynsamlegt. Man þá tíð þegar sparifé varð að eingu í bönkununum
Haukur Gunnarsson, 4.9.2009 kl. 21:06
S æll Tómas.
Já, ég er sammála þér, og það er skrýtið af hverju er svona erfitt að breyta ?
Hverra hagsmunir eru raunverulaga í húfi ?
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:31
Hvað hefur landið efni á að afskrifa mikið ? Hvað hefur landið efni á að afskrifa lítið ? Þetta vegur salt, því ef of lítið verður afskrifað, eykst straumur fólks frá landinu... Þetta er ekki einfalt verkefni.. mikið hefði staða okkar verið betri ef við hefðum hæfa stjórnmálamenn við stjórvölin.
Haraldur Baldursson, 5.9.2009 kl. 09:52
Ég lít ekki svo á að um afskriftir sé að ræða heldur leiðréttingu verðtrygginga. Í vetur talaði Framsóknarflokkurinn um 20% niðurfellingu, Tryggvi Þór Herbertsson var þeim sammála, en Lilja Mósesdóttir vildi færa öll lán niður um 4 milljónir. Nú eru 20% niðurfelling of lág prósenta, þar sem ekki var farið út í þá leiðréttingu strax, nú þarf að leiðrétta um 25% hið minnsta, síðan til viðbótar enn meiri niðurfellingu, og þá má tala um afskriftir, fyrir þá sem er illa staddir, eru orðnir eignalausir og eru við það að missa heimili sín.
Tómas Ibsen Halldórsson, 5.9.2009 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.