26.8.2009 | 10:51
Bankarnir taka ómakið af ríkisstjórninni
Íslandsbanki á heiður skilið fyrir það frumkvæði sem þeir sýna með því að ætla að leiðrétta húsnæðislánin, bæði þau gengistryggðu og verðtryggðu. Þetta er það sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefði átt að hafa forystu um að framkvæma. Hætt er við því að nú verði lántakendum mismunað eftir því hvar þeirra viðskipti liggja. Hefði ríkisstjórnin gengið í málið og séð til þess að það sama gilti fyrir alla, yrði allri tortryggni eytt, en nú er hætt við því að aðgerðir bankanna muni leiða til ójöfnuðar.
Nú aftur á móti stendur upp á ríkisstjórnina að koma því til leiðar að fólk þurfi ekki að borga skatt af þeim upphæðum sem lán þeirra verða leiðrétt um, það yrði nú til að kóróna allt ef ríkið færi að ganga eftir slíkum skattgreiðslum.
Að lokum vil ég þakka Íslandsbanka fyrir frumkvæði þeirra (þó svo ég sé ekki með neitt lán hjá þeim) og vil hvetja bankann til að framkvæma þessar niðurfærslur almennilega þannig að það komi að verulegu gagni, ganga alla leið en ekki taka einhver hænuskref sem engu skilar.
Höfuðstóll lána verði lækkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 165626
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þær aðgerðir sem stjórnvöld (fyrrverandi stjórn xD og xS) hafa þegar gripið til, þ.e.a.s. að ábyrgjast öll innlán og spýta 200 milljörðum af skattfé inn í peningamarkaðssjóði til að draga úr afföllum af áhættufjárfestingum, hafa nú þegar leitt af sér ójöfnuð. Þau úrræði gögnuðust fyrst og fremst fjármagnseigendum en gerðu ekkert til að rétta hlut þeirra sem eiga bara fasteignir og skuldir, sem er aðallega ungt fólk og fjölskyldur sem hafa nýlega fjárfest í sínu fyrsta húsnæði. Endurskoðun húsnæðislána í einhverri mynd verður frekar til að leiðrétta þann ójöfnuð en auka við hann. Svo má auðvitað alltaf rífast um hvernig best sé að útfæra þetta, en aðalatriðið í mínum huga er að tryggja að fólk verði ekki gjaldþrota fyrir það eitt að hafa reynt að setja þak yfir fjölskylduna sína.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2009 kl. 12:23
Ég er sammála þér í þessu Guðmundur, stjórnvöld, þau sem voru við hrun og þau sem eru nú við völd, hafa fyrst og fremst staðið vörð um fjármagnseigendur, lánastofnanir og útrásarvíkingana. Það sorglega er að almenningur sem ekkert hefur til saka unnið, nema það að reyna að koma þaki yfir höfuðið, eða leyfa sér eitt og annað sem þótti eðlilegt þar sem "góðærið" átti að koma öllum til góða og farið eftir ráðleggingum bankamanna og stjórnvalda, er nú látið axla ábyrgð á öllu klabbinu. Það, fyrir það fyrsta, er óréttlátt. Á meðan eru "auðmennirnir", sem komu himinháum fjármunum undan, að fela slóðina og troða seðlum í holur sem þeir einir vita af.
En ég fer ekki ofan af því að það eru stjórnvöld sem eiga að ríða á vaðið og taka ákvarðanir um leiðréttingu á höfuðstól lána, ég segi hér leiðréttingu en ekki niðurfærslu eða afskriftir því að það gefur réttari mynd af raunveruleikanum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.8.2009 kl. 15:49
Hárrétt, það ætlast held ég enginn til að fá neitt gefins, heldur bara að fá ójafnvægið leiðrétt.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.