Hversu lengi er hægt að pína gjaldþrota, eignalaust fólk

Frá því að efnahagshrunið átti sér stað hafa verðmæti fasteigna farið lækkandi og eiga sjálfsagt enn eftir að lækka.  Á sama tíma hafa verðtryggð- og gengistryggð lán hækkað umtalsvert, gengi krónunnar hrunið, verðlag rokið upp og á enn eftir að hækka svo um munar, álögur ríkisins á ýmsa vöruflokka hækkað, tekjuskattur hækkaði um s.l. áramót og mun hækka um næstu áramót og fjármagnstekjuskattur hækkaði 1.júlí á fjármagnstekjur umfram kr. 250.000 í 15%.

Við efnahagshrunið fór eignastaða margra heimila úr því að vera jákvæð yfir í neikvæða eignastöðu.

Margt fólk á orðið erfitt að sjá út úr sínum málum.  Maður nokkur sem ég hef verið að vinna fyrir sótti um aðstoð Ráðgjafastofu heimilanna.  Hann þurfti að bíða í um tvo mánuði áður en mál hans voru tekin fyrir og útkoman úr ráðgjöfinni var ekki betri en svo að það er verra fyrir hann að fara að þeirra ráðum en að halda hlutunum óbreyttum.

Á sama tíma og erfiðleikar hrannast upp yfir heimilum landsins eru stjórnvöld að lofa erlendum ríkjum himinháum greiðslum úr vösum þessa sama fólks sem nú þegar er í vandræðum.  Viðskiptaráðherra segir ítrekað að þetta sé ekkert mál, við ráðum vel við Icesave-skuldbindingarnar.  Félagsmálaráðherra segir að ekki komi til greina almennar niðurfærslur skulda og aðrir stjórnarliðar segja að það sé svo dýrt og spyrja hverjir eigi að borga.

Því miður mætti halda að þetta fólk búi ekki í raunverulegum heimi.  Ef farið væri í niðurfærslu skulda (afskriftir) tækju lánastofnanirnar á sig skellinn, ef ekki verður farið út í þessar niðurfærslur mun skellurinn koma síðar og mun sá skellur ekki eingöngu lenda á lánastofnunum heldur á heimilunum, atvinnuvegunum og síðast en ekki síst á sjálfu ríkinu.  Áhyggjur sumra stjórnmálamanna þess eðlis að einhverjir, sem ekki þurfa á niðurfellingu að halda, væri næg ástæða til að fara ekki út í slíkar aðgerðir, þetta eu þess valdandi að þeir sem virkilega þurfa á slíkum almennum niðurfærslum að halda fá þær ekki.  Sem sagt það er betra að berja hinn saklausa frekar en að láta hinn seka sleppa.

Nú er mál að stjórnmálamenn standi með þjóðinni, en ekki erlendum nýlenduþjóðum sem farið hafa illa með nýlendur sýnar í gegnum aldirnar.

Uppákomur síðustu misserin minna um margt á það sem gerðist í Skotlandi fyrr á öldum, þegar sumir Skotar voru tilbúnir að gera allt fyrir Englendinga jafnvel svíkja sína eigin bræður, vini, sína eigin þjóð til þess að hljóta sjálfir náð í augum Englendinga og einhverja bitlinga.  Þeir svifust einskis, hröktu bændur af lendum sínum, brenndu hús þeirra og myrtu að fjölskyldum þeirra ásjáandi.  Þeim var ekkert heilagt. 

Því miður er ekki annað að sjá en slíkt eigi sér stað í dag hér á landi þ.e.a.s. ríkisstjórn og stjórnmálamönnum er ekkert heilagt þegar kemur að íslenskum almenningi, það má troða á þeim og pína þrátt fyrir gjaldþrot og eignaleysi, þeir (almenningur) skulu hraktir úr landi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband