23.7.2009 | 16:23
Nöturleg staða Lilju Mósesdóttur
Lilja Mósesdóttir skundaði á Austurvöll 10.janúar s.l. og steig í pontu Harðar Torfasonar og lét í ljósi skoðanir sínar. Þar talaði hún um einelti á fólki með öðruvísi skoðanir og að völd spilla og að þeir sem halda um völdin hafi gengið fram með hörku við að útiloka þá sem haldið hafa uppi gagnrýni á aðgerðarleysi og vanhæfi valdhafa til að takast á við fjármálakreppuna.
Lilja hafði öðruvísi skoðanir en þær sem viðgengust á meðal meirihluta þeirra sem á Alþingi Íslendinga sátu, svo að þegar tækifæri gafst til að komast á hið háa Alþingi til að láta skoðanir sínar í ljósi brást henni ekki bogalistin, hún fékk gott brautargengi og flaug inn, eins og sagt er. Nú var komið gullið tækifæri til að láta í sér heyra og láta skoðanir sínar í ljósi og þar með hafa áhrif á framgang mála um lausn vanda þess er steðjaði að þjóðinni.
Ekki hafði Lilja verið lengi á þingi þegar farið var að setja ofan í við hana og skamma hana fyrir að láta skoðanir sínar í ljósi. Hver skildi það hafa verið sem dirfðist að skamma nýja þingmanninn fyrir það að standa með eigin skoðunum og það sem hún taldi skoðanir flokks síns Vinstri grænum. Var hún skömmuð af andstæðingum sínum í stjórnmálum ? af aðila úr samstarfsflokki Vinstri grænna ? Nei, hún var skömmuð af sínum eigin formanni, þeim sem hefur haldið því á lofti að hver ætti að fara eftir eigin sannfæringu.
Lilja hefur ekki haft manndóm í sér til að standa á því sem hún trúir á og gefur nú eftir æ ofan í æ og óttast greinilega skammaryrði Steingríms formanns. Í afstöðu sinni til ESB hefur hún gefið eftir, í afstöðu sinni til Icesave er hún að gefa eftir og ætlar jafnvel að víkja fyrir varamanni sínum svo að hún verði ekki til þess að taka vitlausa afstöðu og hljóta skammir fyrir.
Ég held að Lilja ætti að halda sig fjarri mótmælafundum hér eftir, hún ætti líka að halda sig fjarri Alþingi, hún er greinilega ekki sá bógur að geta tekist á við erfið verkefni og standa á eigin sannfæringu. Hún hefur verið barin til hlýðni, eins og fleiri þingmenn Vinstri grænna.
Hið kaldhæðnilega er að orð Lilju á Austurvelli í janúar eiga vel við í dag og einkum er lítur að forystuliði ríkisstjórnarinnar sem hún hefur stutt svo dyggilega við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 165908
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég VILL ekki trúa því að hún gefi eftir og greiði atkvæði með, eða sitji hjá í atkvæðagreiðslunni um Icesave....það getur bara ekki verið að hún láti njörva sig svo niður eftir flokkslínunni.
Haraldur Baldursson, 23.7.2009 kl. 17:29
Það er eins og Steingrímur hafi lagt hana í einelti.
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.7.2009 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.