Meirihluti Alþingis hefur í dag svikið þjóðina

Í dag er sorgar dagur.  Ríkisstjórnin með sinn meirihluta þingmanna á bak við sig hefur meinað þjóðinni þann sjálfsagða rétt að koma að málum um hvort eigi að sækja um aðild að ESB.  Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur svívirt kjósendur sína og svikið.  Ekki var við öðru að búast af hálfu Samfylkingarinnar því að sá flokkur er andlýðræðislegur í eðli sínu og notar öll þau klækjabrögð sem hugsast getur til að koma vilja sínum fram.

Í dag hefur ríkisstjórn Íslands tryggt það að upplausn, óánægja, lítilsvirðing við Alþingi og óróleiki muni leggjast eins og þrumuský yfir þjóðina.

Þegar Össur hefur farið í sitt ferðalag til Brussel og náð þar einhverskonar "aðildarsamningi" með loforði til ESB um að framselja fullveldi okkar, mun hann, ásamt öðrum úr Samfylkingunni sjá til þess að þjóðin í fyrsta lagi fái ekki að vita hvað samningurinn hljóðar uppá, í öðru lagi ljúga að þjóðinni um innihald samningsins og í þriðja lagi svíkja þjóðina um þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Össur Skarphéðinsson er ótrúverðugur fulltrúi okkar sem utanríkisráðherra.  Ætlar hann að fá menn á borð við Svavar Gestsson til að "semja" við ESB ?

Í dag er dökkur dagur í sögu lýðveldisins Ísland og má færa að því rök að í dag sé upphafið að endalokum þess.

Ábyrgð þeirra sem greiddu atkvæði með því að sótt verði um aðgang að ESB er mikil og þó einkum þingmanna Vinstri grænna, með örfáum undantekningum.

 


mbl.is Atkvæðagreiðslan í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta er sorgleg niðurstaða. Á morgun hefst baráttan áfram, því Icesave samningurinn bíður líka....

Haraldur Baldursson, 16.7.2009 kl. 18:20

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það sem gerir þetta enn sorglegra er þegar ESB-sinnar hrósa sigri. Líta á þetta sem kappleik eins og Sigmundur Ernir og Magnús Orri Schram á Vísi.is í gær.

Þeir gleðjast fyrir því að hafa "sigrað" með því að hafa hálfa þjóðina undir með pólitískum bolabrögðum. Verst af öllu er þó ef pólitíska ofbeldið sem beitt var á að vera lýðræðið á Nýja Íslandi.

Haraldur Hansson, 17.7.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Maður er gjörsamlega gáttaður á yfirgangi Samfylkingarinnar og gunguhætti Vinstri grænna, fyrir þeim er ekkert heilagt ef valdastólar eru annars vegar.

Ég er enn miður mín yfir útkomunni og mér er fyrirmunað að skilja afstöðu varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

Ég þarf að sitja á honum stóra mínum og telja upp á tíu áður en ég skrái nokkuð niður á bloggið  og er því ekki mikið að skrifa í dag.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.7.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sextándi júlí var svartur dagur í sögu íslensku þjóðarinnar. Þegar svo er komið að formaður V.g. fórnar pólitískri framtíð sinni og eigin flokks fyrir framgang þessa máls á Alþingi þá sé ég fyrir mér að Alþingi muni taka mark á úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu ef til hennar kemur.

En síðasta setningin á athugasemd þinni Tómas kemur mér til að hugsa það að kannski hefði ég átt að telja upp á svona fimmtán áður en ég sendi frá mér færslu mína núna áðan!

Árni Gunnarsson, 17.7.2009 kl. 16:10

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

afsakið:.....þá sé ég ekki fyrir mér......

Árni Gunnarsson, 17.7.2009 kl. 16:11

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég tek undir áhyggjur þínar Árni...skref fyrir skref hefur Samfylkingunni tekist að naga burt mótstöðuna og berja VG til þægðar. Minnugur þess að EES fór í gegnum þingið án þjóðaratkvæðis, hvað er það sem á að hindra að nákvæmlega það sama verði ekki upp á teningnum með ESB. "Málið sé svo flókið og viðamikið, að þjóðin geti ómögulega sett sig inn í það...". Samfylkingin horfir til Noregs, þar sem ekki tókst að plata þjóðina til þægðar.
Mun Samfylkingin taka áhættuna á því ?
Hvernig liti stjórnmálaflokkurinn Samfylkingin út án ESB ?
Hvernig litu þau út án skuðrgoðsins ?
Ég óttast því að í næstu þrepum verði áfram haldið með að naga burt mótstöðuna inn á þingi og að þessu máli verði landað á þessu kjörtímabili....tja. nema að Vinstri Grænir rifji upp loforð sín.

Haraldur Baldursson, 17.7.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég óttast það líka Haraldur og ég óttast að Samfylkingin muni halda áfram að nota klækjabrögð, leyna gögnum og mikilvægum upplýsingum, stunda hótanir og nota öll svikabrögð sem til eru til að koma vilja sínum fram.

Nú hefur Össur lýst því yfir að ekki verði sótt um undanþágur fyrir sjávarútveginn.  Alþýðuflokkurinn sálugi fyrirleit landbúnaðinn og hefur Samfylkingin erft þá fyrirlitningu.

Það sem verra er er að Samfylkingin fyrirlítur lýðræðið og þjóðina.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.7.2009 kl. 21:12

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Tómas, Það sem verra er, þá hafa fjölmiðlar blessað Össur og leyndó'ið með því að leyfa honum að halda áfram....

Haraldur Baldursson, 17.7.2009 kl. 21:21

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fjölmiðlar hafa tekið virkan þátt í ESB-áróðrinum, þeir spyrja ekki óþægilegra spurninga, þegar ESB er annarsvegar.  Ríkisstjórnin sleppur einnig billega þegar kemur að Icesave, því að þetta hangir allt saman.  Ekkert Icesave, ekkert ESB. 

Þannig að nú má kosta öllu til bara að fá að komast inn í Himnaríkið ESB.  Heimilum og fyrirtækjum er fórnað á altari ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.7.2009 kl. 22:16

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Nú þarf eiginlega að fara í gang vinna við að kynna ESB eins og það raunverulega er...ekki bara sætu molarnir sem Samfylkingar-þægir-fjölmiðlar birta. Það þarf að sýna ESB með skuggahliðunum líka og hver áhrifin verða á Ísland. Ég segi fyrir mig að mér þótti það góð tilfinning í október að vita að landbúnaðurinn getur séð þjóðinni fyrir mat. Innan ESB getum við skrifað bændum kveðjukort og matvælaörygginu líka. Etv. ekki ráðandi dæmi um allt, en einn moli sem vert að hyggja að.

Haraldur Baldursson, 17.7.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 165622

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband