15.7.2009 | 15:23
Draga ætti tillöguna til baka
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, veigrar sér ekki við að ljúga að þingi og þjóð, ég man ekki eftir ómerkilegri stjórnmálamanni. Nú er logið upp á Bændasamtökin að þau hafi krafist trúnaðar á skýrslu sem Össur lét gera, en þvert á móti hafa Bændasamtökin krafist þess að fá að sjá umrædda skýrslu en ekki fengið. Össur sagði þingi og þjóð um daginn að hann hafi ekki séð lögfræðiálit sem stílað var á hann og hann hafði beðið um. Umrætt lögfræðiálit var honum ekki að skapi.
Hvernig er hægt að trúa svona manni ? hvernig er hægt að fela svona manni slík völd sem hann hefur ? Hann er ómerkingur og lætur sér í léttu rúmi liggja að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni.
Það er orðið deginum ljósara að þessi ríkisstjórn ræður ekki við vandann, hefur misst stuðning þjóðarinnar og ætti að hverfa frá völdum hið allra, allra fyrsta. Þessi ríkisstjórn hefur komið okkur í enn meiri vanda en við vorum í er hún tók við völdum og finnst það léttvægt að leggja þvílíkt ok á þjóðina að hún fær ekki risið undir því.
Af völdum allra þeirra svika, lyga og pretta sem ríkisstjórnin hefur sýnt þjóðinni, er það eina rétta í stöðunni að draga tillögu Samfylkingarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og hætta við þau áform.
Hver sá þingmaður sem greiðir atkvæði með aðildarumsókn að ESB er óvinur íslensku þjóðarinnar.
Óvíst um atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 334
- Frá upphafi: 165281
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 216
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú berast af því fréttir að fyrrverandi breski forsætisráðherrann og annar höfuðpaurinn úr Íraksstríðinu, Tony Blair sækist eftir að verða forseti Evrópusambandsins. Þarf eitthvað að ræða þetta frekar að við eigum ekkert erindi þangað???
Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2009 kl. 16:12
ESB er á hraðbergi að taka upp Lissabonsáttmálann (lesist: stjórnarskrá Evrópusambandsins), þrátt fyrir að ekki eru allir búnir að samþykkja hann. Írar fá annað tækifæri á að fella sáttmálann, vonandi hafa þeir manndóm í sér til þess að gera akkúrat það.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2009 kl. 16:51
Mér þykir þú taka stórt upp í þig!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.7.2009 kl. 17:28
Tillagan er í besta falli ótímabær. Tiltekt á heimavelli er svo margfalt mikilvægari en þetta bull. Þessi kláði mun þó ekki hverfa, en þá er líka rétt að þingið skipi málefnahópa sem kynna beri almenningi og hagsmunaaðilum.
Opin umræða
Með opinni umræðu, þar sem ekki þarf að ganga á eftir hverju leyniskjalinu á fætur öðrum má þá vega og meta hvert málefnið á fætur öðrum.
Hver og einn geri upp við sig út frá eigin forsendum
Ljóst má vera að ekki munu allur almenningur hafa löngun til að kafa ofan í hvert mál til að mynda sem ítrasta yfirsýn fyrir sjálfan sig. Það vill þó til að nútímatækni getur hjálpað okkur þannig að hver og einn geti sótt sér sína "vog" á ESB. Hver og einn geti metið hlutina á sínum forsendum.
Ég minni þó á :
"Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Þetta skrifaði þjóðskáldið Halldór Laxnes í Íslandsklukkunni. Það færi vel á því að frjálsir íslendingar minntust þess að það þurfti að hafa fyrir þessu frelsi. Notum það vel til að komast að niðurstöðu og minnumst þeirra sem lögðu það á sig að veita okkur þessa frelsis.
Haraldur Baldursson, 15.7.2009 kl. 19:03
Já Guðbjörn ég tek stórt upp í mig, hvað er hægt annað þegar stjórnvöld fara fram með þeim hætti sem þau gera. Framganga þeirra er óþolandi, til háborinnar skammar og Alþingi og Stjórnarráðinu til minnkunar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2009 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.