14.7.2009 | 01:19
Viðkvæmur stjórnarsinni
Ég skrifaði athugasemd á bloggfærslu Gísla Baldurssonar í gær undir fyrirsögninni "Bið um málefnalega umræðu". Þar sagði ég eftirfarandi:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þar sem mér sýnist að þú eigir við mig þá er ég einungis viðkvæmur fyrir því að vera rangfeðraður. Væntanlega leiðréttirðu það og biðst afstökunar, nema það sé þáttu í uppnefnuleik þínum. Á meðan umræðan er á uppnefnustigi svara ég ekki þér efnislega. Gísli Baldvinsson.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 11:26
Ég biðst innilegrar afsökunar á rangfeðruninni Gísli, þarna var fljótfærni mín að verki og alls ekki meiningin að svo færi.
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.7.2009 kl. 11:57
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 164901
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Heill og sæll Gísli,
ekki get ég tekið undir með þér að spennandi vika sé framundan, sérstaklega þegar kemur að umræðunni um ESB. Það er sama hvað andstæðingar aðildar að ESB hafa reynt að fá málefnalegar umræður af hálfu fylkingarinnar, allt kemur fyrir ekki, málefnafæð er alger. Það eina sem við fáum frá fylkingunni er að allt verði svo miklu betra í ESB. Fullyrðingar um að vöruverð lækki og vextir verði lágir í ESB hafa verið hraktar hvað eftir annað. Ríkisstjórnin lætur hjá líða að takast á við vanda heimilanna og fyrirtækjanna vegna þess að ESB-aðild á að redda öllu. Þetta kalla ég ekki málefnalega umræðu af hálfu fylkingarinnar.
Hvernig fylkingin hefur komið fram síðustu mánuði, talandi um að slá skjaldborg um heimilin, bjarga fyrirtækjunum, heiðarleika, gagnsæi og hafa allt uppi á borðum og svikið hvert einasta þessara fyrirheita gerir það að verkum að maður getur ekki annað en kallað flokkinn Sandfylkingu.
Gísli er mjög viðkvæmur fyrir því að ég gef fylkingunni nafn sem á vel við hana þ.e. Sandfylkingin. Fyrir bragðið hefur hann útilokað mig frá bloggi sínu mér að sársaukalausu.
En málið er það málefnafæð ríkisstjórnarflokkanna er alger og þá sérstaklega af hálfu Sandfylkingarinnar. Þegar fylkingin er beðin um að færa rök fyrir því að við eigum að sækja um aðild að ESB þá eru rökin engin, nema að ESB-aðild muni bjarga öllu hér á landi.
Í áðurnefndri athugasemd minni við bloggfærslu Gísla gerir Jón Ingi Cæsarsson athugasemd við skrif mín og þar sem ég get ekki svarað honum á bloggsíðu Gísla þá geri ég það hér.
Þar gerir hann athugasemd við að ég segi: "Ríkisstjórnin lætur hjá líða að takast á við vanda heimilanna og fyrirtækjanna vegna þess að ESB-aðild á að redda öllu. Þetta kalla ég ekki málefnalega umræðu af hálfu fylkingarinnar." Þar heldur hann því fram að þessi fullyrðing mín sé röng og vitnar í orð Össurar Skarphéðinssonar máli sínu til stuðnings. Þá vil ég bara minna Jón Inga á orð Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Sandfylkingarinnar og forsætisráðherra, í vetur í sjónvarpsumræðum og við mörg önnur tilefni s.s. á þingi og víðar þar sem hún heldur því fram að það sé þjóðarnauðsyn að ganga í ESB því þá mun allt lagast hér á landi. Ekki var að skilja orð Jóhönnu öðruvísi en svo að það þýddi ekki að gera neitt í efnahagsmálunum því að ESB myndi snúa öllu í hag fyrir okkur.
Varðandi vaxtastefnuna, þá er vaxtastefnan sem nú er við lýði á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Jóhanna og co. sáu til þess að þeir sem voru að vinna hörðum höndum að koma vöxtunum niður voru flæmdir úr Seðlabankanum og útlendingur fenginn í staðinn. Hvernig skildi honum hafa vegnað ? hvar eru vextirnir núna ? og hver skyldi nú ástæðan vera fyrir svo háum vöxtum ? Ríkisstjórnin á þar stóran hlut að máli. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að halda stýrivöxtum og verðbólgu háum. Engar eru þær aðgerðir sem stjórnin hefur farið út í er til að bæta gengið, lækka verðbólgu eða vexti, þvert á móti.
Já, Jón Ingi, það var ekki ómerkari manneskja en sjálf Jóhanna sem hefur haldið því fram að ESB muni bjarga öllu hér á landi og vegna þess að sækja á um aðild að ESB þá eru björgunaraðgerðir gagnvart heimilunum og fyrirtækjunum látnar hjá líða.
Í Kastljósinu í gærkveldi mátti heyra Helga Hjörvar lýsa því hversu miklir lýðræðisflokkar Sandfylkingin og Vinstri grænir væru, en ég verð nú að segja að önnur eins öfugmæli hef ég ekki heyrt lengi. Sandfylkingin skreytir sig með lýðræðistali við hátíðleg tækifæri, en að fylkingin stundi lýðræði er svo fjarri lagi, sérstaklega nú þegar fylkingin er í ríkisstjórn og lýðurinn er upp á náð og miskunn fylkingarinnar kominn.
p.s. Mér þykir leitt að valda Gísla Baldurssyni hugarangri með því að uppnefna flokkinn hans, en mér finnst fylkingin ekki eiga neitt betra skilið. Þetta beinist ekki að þér persónulega Gísli og vil ég óska þér alls góðs.