Klækjabrögð Helga Hjörvar

Ótrúlegt er að hlusta á viðtal mbl.is við Helga Hjörvar um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu vegna áforma ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB.  Helgi og aðrir í Sandfylkingunni virðast halda að þjóðin sé heimsk.

Offors Sandfylkingarinnar og hamagangur í að komast í ESB er hreint ótrúlegur.  Þeim er alveg sama þó að meirihluti þjóðarinnar vilji fá eitthvað um málið að segja, þeir halda að allt snúist um þá og að aðrir landsmenn séu bara annars flokks, eins og svertingjar voru hér áður fyrr í Bandaríkjunum.  Þarf að koma til byltingar til þess að þetta fólk fari að átta sig ?

Sandfylkingin virðist ekki gera sér grein fyrir því að það væri hægt að spara stórfé með því að fara í þjóðaratkvæði um það hvort sækja bæri um aðild að ESB eða ekki.  Þegar þjóðin hefur sagt NEI við aðildarumsókn myndi sparast stórfé sem annars færi í umsóknarferlið, en talið er að það muni kosta í að minnsta 1.000 milljónir.  Ætli væri ekki hægt að gera eitthvað betra við þann pening ?

Helgi Hjörvar gerir sig breiðan og spyr hvort eigi að fara í þjóðaratkvæði um það hvort fara eigi í þjóðaratkvæði.  Helga eins og öðrum í Sandfylkingunni er tamt að snúa út úr einlægri og sjálfsagðri ósk almennings eins og þeirri sem nú er á dagskrá að fá að koma að málum er varðar heill, velferð og fjöregg þjóðarinnar.  Ef hann heldur að hann sé þess bær að taka ákvörðun fyrir þjóðina meðan hann veit að hann hefur minnihluta hennar á bakvið sig, þá skjátlast honum.  Málið er að Sandfylkingin veit að meirihluti þjóðarinnar vill ekki í ESB, en þeir reyna með klækjabrögðum að koma hlutunum þannig fyrir að þeir nái vilja sínum fram.

Það sem Sandfylkingin gerir sér ekki grein fyrir er að þjóðin mun ekki láta þá komast upp með slíkar svívirðingar.

 


mbl.is Klækjabrögð eða nauðsyn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Á hverju áttir þú von, Tómas.

Samfylkingin er í eðli sínu andlýðræðislegur flokkur án nokkurra hugsjóna. Helgi Hjörvar hefur engin rök fram að fær en snýr þess í stað út úr og er með b*lvaðan skæting. Ég skil ekki fólk sem kýs sér svona fulltrúa.

Emil Örn Kristjánsson, 13.7.2009 kl. 15:57

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég á ekki von á neinu góðu frá Sandfylkingunni.  Af hverju heldurðu að ég kalli fylkinguna Sandfylkingu ? það er vegna þess að það er sífellt verið að pukra með hlutina, ljúga að þjóðinni, svíkja fólkið í landinu, gera okkur ókleift að búa í landinu með því að leggja á okkur þvílíka skuldaklafa, gera okkur ókleift að lifa af launum okkar með því að leggja á ofurskatta, halda vöxtum háum og verðtryggingu þannig að fólk getur ekki greitt af skuldum sínum, koma í veg fyrir að fyrirtæki þrífist, selja okkur í hendur erlendra möppudýra í Brussel o.fl. o.fl.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.7.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Einmitt. Eins og þú segir þá virðist Helgi halda að þjóðin sé heimsk. Ég vil nú kannske ekki ganga svo langt að segja hana heimska en töluverður hluti hennar er nógu grunnhygginn til þessa kjósa þessa ómynd... Samfylkinguna.

Emil Örn Kristjánsson, 13.7.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 165943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband