Pukur og leynd

Alþingi átti ekki að fá að sjá samninginn sem Svavar Gestsson gerði við Hollendinga og Breta, hvað þá þjóðin, það mátti skilja sem svo að þjóðinni kæmi málið ekki við.  Heiðarleikinn, gagnsæið og allt uppi á borðum var alsráðandi.  Heiðarleikinn draup af fölu andliti Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrímur J. var eins og steingervingur er hann upplýsti að þingið gæti ekki fengið umbeðnar upplýsingar af því að Hollenska þjóðin og Breska þjóðin gætu ekki leyft íslensku þjóðinni vita hvað hún var að gangast undir. 

Eftir langa mæðu varð ríkisstjórnin loks að upplýsa þingið um samningana vegna þess að RÚV var búið að leka upplýsingum í almenning.  Ekki vildi betur til en svo að Össur og Steingrímur reyndu sitt besta að halda völdum upplýsingum frá þinginu, en enn á ný voru aðrir fyrri til að upplýsa þjóðina um að tiltekin skjöl væru til sem ekki hefðu litið dagsins ljós. 

Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar var alger og það er ekki allt búið enn.  Í morgun var sameiginlegur fundur efnahags- og skattanefndar og fjárlaganefndar.  Á fundinn mættu fulltrúar frá Seðlabankanum og var umræðuefnið skuldastaða ríkisins og skuldaþol.  Samkvæmt fréttum á RÚV fóru fulltrúar Seðlabankans fram á það við nefndarmenn að þeir upplýstu ekki um stöðu mála.  Sögðust þeir eiga eftir að fara betur í gegnum tölurnar og fínpússa útkomuna.  Hvenær skyldi þjóðin fá að vita hvað hún á að borga ? hvaða fjötrar verði lagðar á hana ?

Af hverju á í sífellu að halda þjóðinni óupplýstri ? hvað er það sem þjóðin má ekki vita ? hvernig stendur á því að ríkisstjórnin æ ofan í æ reynir að halda upplýsingum frá þinginu og þjóðinni ?  Af hverju er þetta fólk enn við völd ?

Það er óþolandi að ráðherrar skuli sýna þinginu og þjóðinni slíka lítilsvirðingu sem þeir hafa gert ítrekað frá því þau tóku við völdum í byrjun febrúar.  Jóhanna og Steingrímur hafa svo gersamlega gengið gegn eigin prinsippum og sýnt þvílíkan valdhroka að hið hálfa væri nóg.  Það var ekki svo sjaldan að þau gagnrýndu fyrrum ríkisstjórnir fyrir akkúrat það sem þau viðhafa núna.

Það er kominn tími til að þetta fólk víki og í staðin komi fólk sem kann til verka, fólk sem er manneskjulegt og ber hag íslensku þjóðarinnar fram yfir hag Evrópusambandsins.

Guð hjálpi okkur ef þau koma áformum sínum í gegn.

 


mbl.is Leynd ekki aflétt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband