11.7.2009 | 21:03
Taugatitringur Sandfylkingarinnar vegna afstöðu Vinstri grænna til Evrópusambandsins
Sandfylkingin er farin að gera sér grein fyrir því að verkefnin sem ríkisstjórnin er að takast á við er þeim ofviða. Nú reynir fylkingin að finna sér útgönguleið, en eina leið þeirra til að komast skammlaust frá stjórnarsamstarfinu er að koma höggi á Vinstri græna.
Sandfylkingin vissi áður en til þessa stjórnarsamstarfs kom að Vinstri grænir voru ekki tilbúnir að samþykkja aðildarumsókn að ESB. Nú virðist sem svo að þeim hafi tekist að snúa Steingrími J. og fengið hann á sitt band, en það á ekki við um alla samflokksmenn hans. Þá telja þeir sig geta beygt VG til fylgdar við ESB-stefnu sína með hótunum um stjórnarslit.
Ég er þess fullviss að Sandfylkingin myndi glöð grípa það tækifæri til að komast frá vandræðunum sem þeir hafa ratað í með því að slíta stjórnarsamstarfinu, en á sama tíma getað kennt Vinstri grænum um. Sandfylkingin á um tvennt að velja, slíta stjórnarsamstarfinu og leggja þar með ESB á hilluna, eða halda áfram og nota allar þær þvingunar aðferðir sem þeir kunna til að beygja VG undir vilja sinn í ESB-málinu. Ef Sandfylkingunni tekst ekki að fá ESB-málið í gegnum þingið er tilgangur þeirra með stjórnarsetunni úti og sjálfhætt í ríkisstjórn með VG, en allar aðgerðir og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar, allt sem sagt hefur verið eða ósagt, er í þeim tilgangi einum að koma Íslandi inn í ESB.
Skal Sandfylkingin hafa skömm fyrir. Fylkingin hefur hundsað þjóðina og látið hjá líða að koma heimilunum og fyrirtækjunum til bjargar í þeim eina tilgangi að þröngva vilja sinn upp á þjóðina. Jóhanna, Össur, Árni Páll, Björgvin og aðrir Sandfylkingar þingmenn eru vanhæf, þau geta ekki tekist á við þann vanda sem steðjar að þjóðinni. Það þarf að koma þeim frá völdum og losna við þau af þingi.
Tal um stjórnarslit undarlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 334
- Frá upphafi: 165281
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 216
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Starfandi forsætisráðherra heitir til að mynda ekki Jóhanna, heldur Steingrímur. Meðhöndlun fjölmiðla á Samfylkingunni er til hreinnar skammar. Þau eru ekki hengd á þvottasnúruna fyrir nokkurn skapaðann hlut. Össur lýgur eins og hann á vana til og jafnvel þegar hann er gripinn jafn herfilega í feleik sínum, er honum sleppt. Nokkuð engin stjórnmálamaður kæmist upp með í neinu landi.
Haraldur Baldursson, 11.7.2009 kl. 22:15
Haraldur. Satt er það að Jóhanna blessunin er notuð eins og hver önnur gólftuska. Ljótt er að nota þessa heiðarlegu konu á þennan hátt á hennar gamals árum. Ég trúi því nefnilega raunverulega að Jóhanna Sigurðardóttir sé heiðarleg.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2009 kl. 22:30
Anna, en þarf þá ekki heiðarleiki hennar að endurspeglast inn í núverandi starf hennar og ábyrgð ? Eða nægir að standa þarna sem plaggat ?
Sjálfum hefur mér þótt afrek hennar full mikið haldið á lofti sem...hvað ? Hvað gerði hún ? Það var ekki hún sem kom hér á fæðingarorlofi feðra, nokkuð sem kallað hefur verið stærsta jafnréttismál síðusta áratuga, heldur Páll Pétursson Framsóknarmaður.
Þú fyrirgefur mér vonandi Anna, en ég sé bara ekki "Forsætisráðherra" þegar Jóhanna er annars vegar. Þó mig reki ekki í minni afrek hennar, skal ég ekki gera lítið úr störfum hennar, en á móti þætti mér vænt um að sjá afrekalistann líka.
Haraldur Baldursson, 11.7.2009 kl. 22:43
Haraldur. Ég er sammála því að Jóhanna er búin að vera í pólitik Íslands. Hún hefur ekki þá yfirsýn sem til þarf, en hún er heiðarleg að mínu mati. Hana hefur bara vantað heiðarlega aðstoðarmenn og það hefur hún greinilega ekki haft.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2009 kl. 23:40
Þegar menn hafa f(l)okk í boði Bónus í ríkisstjórn þarf ekki að spyrja hvernig standi á því að samstarfsflokkurinn beri hitann og þungann af umræðunni um verk stjórnarinnar.
Það er beinlínis skammarlegt að sjá hvernig fjölmiðlamenn á Íslandi bugta sig og beygja gagnvart eignarhaldinu. You do not bite the hand that feeds you er greinilega motto núna.
Ekki einungis er samfylkingin nánst stikkfrí í umræðunni heldur heyrist ekki píp í fjölmiðlum landsins um bónusgrísinn á bessastöðum og svo selvfölgelig eigendurna.
kallpungur, 12.7.2009 kl. 17:02
Bara ein spurning: Er það skoðun þinni til framdráttar að uppnefna andstæðinginn eins og götustrákur. Hættu því.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 17:08
Sæll Gísli og takk fyrir innlitið.
Í mínum huga er fylkingin í sandkassaleik og hefur aldrei komist upp úr sandinum og hamast þar eins og óþekkur krakki, svíkjandi, meiðandi og kenna öðrum um eigin gerðir á sama tíma og þeir fara um hótandi "vinum" sínum, þess vegna kalla ég þá Sandfylkinguna.
Mér þykir leitt að þú skulir taka þetta til þín, en það er leið út úr því, snúðu þér að öðrum og betri flokki.
Tómas Ibsen Halldórsson, 12.7.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.