Hvaða þýðingu hefur almennur fyrirvari ?

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna skrifaði í gær undir álit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en með fyrirvara þó.  Þegar hún var spurð hver sá fyrirvari væri svaraði hún því til að um "almennan fyrirvara" væri að ræða.

Mér er spurn, hvaða þýðingu hefur fyrirvari þegar þingmaður samþykkir álit þingnefndar ? og hvað er almennur fyrirvari ?

Mér sýnist Guðfríður Lilja hafa orðið fyrir þrístingi frá samflokksmönnum sínum og hún þvinguð til að samþykkja álitið sem hún var á móti, síðan til að friðþægja sjálfa sig fyrir þeim sem kusu hana og til að líta betur út í augum kjósenda, segist hún hafa samþykkt álitið með "fyrirvara", en fyrirvarar hafa akkúrat enga þýðingu þegar menn samþykkja álit úr þingnefnd. 

Hvernig væri nú ef frumvörp yrðu samþykkt sem lög frá Alþingi með fyrirvörum ?  Slíkir fyrirvarar hafa enga þýðingu og eru gagnslausir.  Sama má segja um fyrirvara Guðfríðar Lilju, þeir eru gagnslausir.  Ef Guðfríður Lilja heldur að kjósendur séu heimskir, þá skjátlast henni hrapalega.

Kannski eigum við að samþykkja Icesave og ESB-aðild með fyrirvara, svo eftir tíu til tuttugu ár ef okkur sýnis sem svo að Icesave sé okkur of þungt í skauti eða að ESB sé okkur ekki hagfellt, þá grípum við til fyrirfaranna sem gerðir voru og bökkum út úr öllu saman.

Ætli það væri nú trúverðugt.

 


mbl.is Almennur fyrirvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það sorglega í þessu er að þetta er sýnidæmi um hversu öflugar flokksmaskínurnar eru. Sjálftæðar skoðanir þingmanna eru hægt og bítandi, en á kerfisbundinn hátt malaðar undir hjólin. Strax eftir niðurstöður nefndarinnar gat að heyra risa-andans eins og Össur vitna í meirihlutaákvörðun nefndarinnar.

Nú óttast maður að vélarnar malli þetta í gegnum þingið... allt til þess að "vinir okkar" svíar "hjálpi" okkur inn. Ég vitna mjög gjarnan í góðan félaga sem vill meina að best væri að fá svarna óvini okkar breta til að semja við um inngöngu í ESB (ef á annað borð á að gera þau reiginmistök). Þannig fengjum við að mæta hinu raunverulega ESB, ekki ESB vina.
Hitt er svo aftur annað mál að þessi þjóðsaga um að ESB sé svo lýðræðislegt, afsannast með því að vinir okkar svíar þurfi að hjálpa okkur inn...sú þversögn stenst engnann veginn.

Haraldur Baldursson, 10.7.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 165943

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband