10.7.2009 | 11:33
Ísland og ESB
Það er hreint með ólíkindum að hlusta á og/eða lesa greinar eftir Evrópusambandssinna er þeir flytja sínar "röksemdir" um að "við vitum ekki hvað við fáum nema við sækjum um aðild að Evrópusambandinu". Það mætti halda að þetta fólk komi frá öðrum hnöttum. Vita þau ekki að það eru nú þegar 27 ríki í ESB ? Við inngöngu þessara ríkja í ESB fengust ekki nema í besta falli tímabundnar undanþágur, undanþágur sem munu renna sitt skeið. Varanlegar undanþágur innan ESB eru ekki til og jafnvel þó þær væru til er ekki hægt að treysta á að þær haldi til lengdar.
Egill Helgason, "álitsgjafi" og sérlegur talsmaður ESB, segir á bloggsíðu sinni:
Leið tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu við inngöngu í Evrópusambandið hefur aldrei verið farin áður. Ekki hjá neinni þjóð. Ekki einu sinni Norðmönnum sem tvívegis hafa fellt aðildarsamning.
Hún hefur þann ókost að í fyrri umferðinni þegar kosið er um hvort eigi að fara í aðildarviðræður vita menn í raun sáralítið hvað þeir eru að kjósa um.
Þess vegna er hætt við að umræðan verði í mjög í anda grýlu og tröllasagna, þar sem er endalaust hægt að slengja fram staðhæfingum sem kann að vera ekki neinn fótur fyrir.
Þessi aðferð hentar hins vegar huglausum og lafhræddum stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem þora ekki fyrir sitt litla líf að taka afstöðu til málsins.
Ótrúlegt er að lesa svona endemis vitleysu. Við Íslendingar höfum það fram yfir margar þjóðir í ESB að við getur fylgst með úr fjarska og séð hvernig ESB-kerfið virkar og nægir það til að sannfæra okkur um að þetta kerfi, þessi óskapnaður á ekki við okkur. Að meina þjóðinni að taka um það ákvörðun hvort sækja beri um aðild eru ólíðræðislegir tilburðir og fer Sandfylkingin þar fremst í fararbroddi.
Ljóst er að aðildarsambandssinnar óttast dóm þjóðarinnar. Þeir gera sér væntanlega grein fyrir því að þjóðin vill ekki í ESB, því ef þeir væru sannfærðir um ágæti aðildarinnar og vilja þjóðarinnar til að ganga þar inn, þá ætti það að vera þeim í hag að fá þann stuðning frá þjóðinni sem í því fælist.
Þó svo að aðrar þjóðir hafi ekki viðhaft tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslur þá má benda á það að við erum ekki aðrar þjóðir, við viljum notast við okkar aðferðir en ekki apa allt upp eftir öðrum, slíkt hefur ekki alltaf reynst vel.
Ef ríkisstjórnin ætlar að hundsa þjóðina í þessu máli mun það ekki góðri lukku stýra, þjóðin lætur ekki fara með sig eins og óþægan rakka, við munum sækja okkar rétt með góðu eða illu.
Það er kominn tími til að Evrópusambandssinnar geri sér grein fyrir því að þeir geta ekki ráðskast með Íslensku þjóðina, það verður ekki liðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.