Í útskýringu sinni á framangreindri fullyrðingu lýsir Gylfi Magnússon því yfir að útflutningstekjur dugi vel til að greiða Icesave-skuldbindingar. Ef útflutningstekjur ríkisins rynnu allar óskertar til ríkisins stæðist þessi fullyrðing ráðherrans, en hann getur þess ekki að útflutningstekjurnar renna til þeirra sem standa í útflutningi. Í langflestum tilfellum selja útflytjendur gjaldeyrinn sem þeir afla til viðskiptabanka síns og fá greitt í Íslenskum Krónum (ISK).
Til að ríkið geti komist yfir þann gjaldeyri sem verður til við útflutning útflutningsvara þarf ríkið að greiða fyrir með ISK. Til þess að ríkið eigi nægilega margar ISK til að kaupa gjaldeyri í þeim tilgangi að greiða Icesave-skuldir, þarf ríkið að skattleggja fólkið í landinu.
Framangreint er nokkuð sem ráðherrann hefur valið að fjalla ekki um því að þá er komið að svo viðkvæmu efni að hann treystir sér ekki til þess að útskýra mál sitt frekar.
Við skulum gera okkur grein fyrir því að þær skattahækkanir sem nú eru að dynja yfir okkur eru ekki til þess ætlaðar að greiða Icesave heldur til að halda rekstri ríkisins gangandi, burtséð frá þeim skuldbindingum sem ríkisstjórnin vill leggja á íslensku þjóðina með því að samþykkja Icesave. Þannig að við getum verið viss um það að þær skattahækkanir sem nú þegar er búið að ákveða og þær sem væntanlegar eru næstu tvö árin fara ekki í það að greiða Icesave. Þær skattahækkanir sem eiga eftir að dynja á þjóðinni til þess að greiða Icesave verða ekki kynntar til sögunnar fyrr en fyrsti gjalddaginn nálgast og verða það engar smáhækkanir.
Á AMX er vitnað í grein, eftir Helga Áss Grétarsson og Sigurð Hannesson, félaga í InDefence-hópnum, sem birt var í Morgunblaðinu í dag. Fyrirsögnin á AMX er hér fyrir neðan og linkur þar fyrir neðan sem hægt er að fara inná og lesa umfjöllun AMX um umrædda grein. Mæli ég með lestri greinar AMX þar sem vitnað er í grein þeirra félaga og að sjálfsögðu mæli ég með lestri greinar þeirra í Morgunblaðinu.
Rökþrota viðskiptaráðherra þyrlar ryki í augu fólks
http://www.amx.is/vidskipti/8120/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 165628
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Erum við þá eftir allt saman bara skratti rík þjóð? Hrjáir súrefnisskortur ráðamenn????
Himmalingur, 2.7.2009 kl. 15:04
Við erum mjög rík á heimsmælikvarða, sérstaklega erum við rík af náttúruauðæfum, en það voru líka nýlendur Breta og Hollendinga, þess vegna voru þær nýlenduþjóðir þeirra. Nú sælast þessar þjóðir eftir auðæfum okkar og nota ýmis meðöl til að komast yfir þær, Bretar og Hollendingar hafa ekki gleymt neinu frá fyrri tíð. Segja má sem svo að það hafi verið þeim "happa fengur" að fá íslenska banka inn á gafl hjá sér og gera þar allt vitlaust með þeim afleiðingum að nú gera þessar þjóðir kröfur á okkur, jafnvel þó þú og ég höfum ekki komið þar nærri þá á ekki að sleppa okkur, við erum nefnilega svo ríkir.
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.7.2009 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.