2.7.2009 | 09:59
Ömurleg afskiptasemi AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að vera samur við sig, afskiptasemi þeirra af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans og það opinberlega eins og sjá má á viðtengdri frétt sýnir svo ekki verði um villst að sjóðurinn ætlar að ná sýnu fram. Ekki er spurt um hag fólksins í landinu eða stöðu fyrirtækjanna, nei ekki má lækka stýrivexti af því að AGS segir það. Staðreyndin er sú að stefna AGS með háa vexti er að hafa öfug áhrif á gengi krónunnar.
Nú var að koma frétt frá Seðlabankanum sem segir okkur að bankinn hafi farið að vilja AGS og haldið stýrivöxtum óbreyttum.
Nú er ekki hægt að tala um að verið sé að lengja í hengingarólinni þar sem hana er ekki hægt að lengja meir en orðið er, heldur er nú farið að þrengja að hálsi þjóðarinnar. Það á sem sagt að berja okkur til hlýðni eða að öðrum kosti drepa allt lífvænlegt í þessu landi.
Ríkisstjórnin er margbúin að lofa hraðri vaxtalækkun, það loforð eins og mörg önnur loforð hennar hafa verið svikin. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA var duglegur við að kalla eftir vaxtalækkun, en nú er búið að beygja hann. Stýrivextir ættu ekki að vera hærri en 5%. Fimm prósent stýrivextir myndu stuðla að öflugra atvinnulífi og þar með aukinni eftirspurn eftir vinnuafli, sem myndi skila sér í minnkandi atvinnuleysi. Þar sem stýrivextir eru ekki lækkaðir og það allverulega segi ég að nú sé farið að þrengja að hálsi atvinnulífsins og eins að hálsi heimilanna. Það eru ekki bara stýrivextirnir sem stuðla að því heldur óhófleg skattahækkun ríkisstjórnarinnar, sem ekki mun skila þeim tekjum sem til er ætlast, heldur mun valda frekari erfiðleikum.
Með aðgerðum sínum er Seðlabankinn og ríkisstjórnin að stuðla að landflótta. Á næstu misserum eigum við eftir að sjá á bak margra vel menntaðra og færa einstaklinga, fólk sem sér enga framtíð á Íslandi, en á góða atvinnumöguleika á erlendri grund.
AGS vill ekki stýrivaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 165947
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir eru að ýta undir landflótta. Og ég dauðsé eftir að hafa komið aftur til landsins. Hvað varð um það að Steingrimi J. þætti AGS ógnarvald og þvingunarvald?
Elle_, 2.7.2009 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.