24.6.2009 | 17:52
Verðbólga í boði ríkisstjórnar og Seðlabanka
Það er komið á daginn, athafnir ríkisstjórnarinnar í skattamálum og Seðlabankans með háu stýrivextina eru að valda nýju verðbólguskoti. Aðeins hluti skattahækkana ríkisstjórnarinnar eru nú að koma fram í vísitöluútreikningnum. Mesta hækkun vísitölunnar er tilkomin vegna hækkunar á eldsneyti, áfengi og tóbaki. Eldsneytishækkunin nú er vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði og lágs gengis krónunnar, en lágt gengi krónunnar skýrist að nokkru leiti af vaxtastefnu Seðlabankans. Lán heimilanna munu hækka um marga milljarða þegar vísitalan tekur gildi um þarnæstu mánaðarmót vegna þessarar hækkunar vísitölunnar.
Næst þegar vísitalan verður reiknuð, seinnipartinn í júlí, verður nýr skattur ríkisins kominn inn í eldsneytisverðið og boðaðar hækkanir virðisaukaskatts á ýmissar vörutegundir. Munu þessar hækkanir hafa enn frekari áhrif til hækkunar vísitölunnar. Sú hækkun mun koma lánþegum illa um mánaðamótin ágúst/september, einhverjir milljarðar til viðbótar þeim sem að framan er getið munu bætast ofan á lánin.
Ég veit ekki hvort var verra, aðgerðarleysið sem einkenndi ríkisstjórnina fyrstu fjóra mánuðina eða aðgerðir þeirra nú.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga eftir að koma þjóðinni á vonarvöl. Í haust alveg framundir áramót á atvinnuleysi eftir að aukast verulega, þúsundir heimila munu verða komin í verulega greiðsluerfiðleika, fyrirtækjum mun fækka hraðar en s.l. vetur og vor og fjöldi ungs fólks mun flytjast búferlum til útlanda og setjast þar að til frambúðar. Draumur Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, um að unga fólkið muni koma aftur síðar meir, er bara draumur. Þegar unga fólkið verður búið að koma sér vel fyrir í útlöndum og afkomendum þeirra líður vel í nýjum heimkynnum, þá sér það ekki ástæðu til að koma aftur til Íslands þaðan sem það var hrakið af ríkisstjórn sem ekkert vildi gera til þess að halda í það.
Nú, þegar lánþegar sjá greiðslubirgði sína aukast hröðum skrefum og skatta hækka, bæði á tekjur og í formi vöruverðs, þá mun fólk hreinlega gefast upp á að borga af lánum sínum, mun sá skellur lenda á bönkunum og íbúðarlánasjóði. Hvernig ætlar ríkisstjórnin þá að afla meiri tekna hjá fólki sem ekki getur greitt ?
Úrræðaleysi og lánleysi ríkisstjórnarinnar er algert. Mér segir svo hugur að verið sé að undirbúa sölu Íslands í hendurnar á ESB-möppudýranna í Brussel. Með aðferðarfræði ríkisstjórnarinnar sé ég ekki að við komumst út úr vandanum að sjálfsdáðum og allavega ekki með hjálp AGS.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 165289
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 129
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.