Ríkisstjórn fólksins ?

Ríkisstjórnin sem ætlaði að slá skjaldborg um heimilin og bjarga fyrirtækjunum er á góðri leið með að leggja heimilin og fyrirtækin í rúst.

En þarf ekki að auka tekjur ríkisins og draga úr kostnaði ?

Jú vissulega, en aðferðarfræði ríkisstjórnarinnar eru undarlegar.  Ríkisstjórnin hefur neitað að hlusta á ráð annarra en einblína á eigin ófæru aðferðir.  Í stað þess að færa niður verðtryggð lán annaðhvort um ákveðna prósentu eins og talað hefur verið fyrir um eða með því að færa lánin niður miðað við verðtryggingu á tilteknum degi og leiðrétta myntkörfulánin og láta gömlu bankana og íbúðarlánasjóð taka skellinn, þá er það almenningur, lántakendur sem taka allan skellinn.  Lánastofnanirnar eru varðar af ríkinu, en almenningur verður að borga. 

Það er ekki nóg með að fólk þurfi að borga uppreiknaðar eigin skuldir, heldur þarf almenningur að taka á sig sukk útrásarvíkinganna meðan þeir ganga um frjálsir menn og eyða þeim verðmætum sem þeir hafa komið undan.

Icesave-skuldbindingin er stórkostlega íþyngjandi fyrir þjóðina, en þær skuldbindingar eru ekki þær einu sem við þurfum að borga.  Ríkissjóður er að taka lán hjá hinum norðurlöndunum, Rússum og jafnvel víðar, auk þess sem aðrar skuldir en Icesave-Landsbankans gætu eftir að bætast við.

Ætli þetta sé það sem Jóhanna meinti er hún talaði um að slá skjaldborg um heimilin ?  Er það að bjarga fyrirtækjum að láta þau fara yfir um eitt af öðru ?  eða að yfirtaka fyrirtæki, fyrirtæki í samkeppni við annað/önnur á sama sviði og þrýsta þeim út af markaðnum ?

Bjargráð og hjálp ríkisstjórnarinnar eru engin, en á sama tíma eru uppi áætlanir stjórnarinnar að selja land og þjóð í hendur möppudýra í útlöndum.

Hvað á að gera við svona fólk ?  Frown

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband