Valdamikið embættismannakerfi

Samkvæmt frétt á Pressunni.is er haft eftir forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, að henni finnist embættismannakerfið og valdamikið.  Þessi afstaða forsætisráðherra skítur nokkuð skökku við með tilliti til afstöðu hennar til Evrópusambandsaðildar íslensku þjóðarinnar.  Gerir Jóhanna sér ekki grein fyrir því hversu valdamikið embættismannakerfið er í Brussel, höfuðstöðvum ESB ?  Ég ætla ekki að gera lítið úr afstöðu hennar til íslenska embættismannakerfisins, þvert á móti þá get ég verið henni sammála þar, en embættismannakerfið í Brussel er enn valdameira og eru það embættismenn sem ráða þar ferðinni frekar en stjórnmálamenn.

Í Evrópusambandinu ráða stjórnmálamenn mjög litlu.  Það eru helst æðstu stjórnmálamenn stærstu ríkjanna sem hafa eitthvað að segja s.s. kanslari Þýskalands, forseti Frakklands, forsætisráðherra Ítalíu og ef til vill forsætisráðherra Bretlands, þá er það nánast upp talið.  Íslenskir stjórnmálamenn munu ekki hafa neitt að segja í ESB og ætti það að vera næg ástæða fyrir því að leggja af draumóra um ESB-aðild.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 200
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband