Lítil kjörsókn, lítill áhugi, lítið álit.

Kjörsókn í aðildarríkjum Evrópusambandsins til Evrópuþingsins var ekki nema 43%, sem er vægast sagt dræm kjörsókn.  Í Bretlandi er útlit fyrir að kjörsóknin sé vel innan við fjörutíu prósentin.

Kjörsóknin sýnir lítinn áhuga fólks í Evrópusambandinu á Evrópuþinginu og þeim störfum sem þar eiga sér stað.  Spurningin er kannski þessi, hvað veit almenningur í ESB um Evrópuþingið og störf þess ?  sér það kannski að það kemur ekkert af viti þaðan ?

Kjósendur hafa augljóslega ekki mikið álit á þingmönnum Evrópuþingsins, því ef þeir hefðu eitthvað álit á þeim myndi fólk sýna þeim meiri áhuga og vilja hafa áhrif á niðurstöður kosninganna með atkvæði sínu.

Er það ekki merkilegt að Sandfylkingin vill endilega koma okkur inn í þennan klúbb þar sem öll íslenska þjóðin kysi í mesta lagi þrjá þingmenn af yfir sjöhundruð á umrætt þing.  Það sem er þó enn merkilegra er að það eru ekki þessir þingmenn sem leggja línurnar í ESB, heldur embættismennirnir í Brussel, fólk sem enginn kýs heldur er ráðið til starfa af einhverjum sem hafa komist á spena ESB og getur ráðið til sín vini og kunningja án þess að nokkur geri athugasemd þar um.

Er þetta það sem Íslenska þjóðin vill ? það held ég ekki.  En Sandfylkingin vill endilega og þess vegna fær þjóðin ekkert um það að segja, þannig er lýðræðið í Sandfylkingunni.  Sandfylkingin hefur á einhvern óskiljanlegan hátt náð tangarhaldi á Vinstri grænum og eru þeir eins og viljalaust verkfæri í höndum fylkingarinnar.

Þjóðin vill fá að segja til um það hvort við eigum að sækja um aðild að ESB, en Sandfylkingin, með innan við 30% greiddra atkvæða til þings, segir nei og ætlar að þvinga sínum vilja í gegn.  Ætli þjóðin muni sætta sig við þvílíkan yfirgang ? ? ?

 


mbl.is Eva Joly náði kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 165947

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband