Þjóðinni fórnað til að komast í ESB

Sandfylkingin er tilbúin að kosta öllu til til að komast í ESB.  Jóhanna Sigurðardóttir segir 640.000.000.000 [sexhundruð og fjörutíu milljarða] skuld vera ásættanlega fyrir Íslensku þjóðina að taka á sig með 5,5% vöxtum til þess að draumur Sandfylkingarinnar megi rætast þ.e. að komast í Evrópusambandið.

Vextir sem falla á Íslensku þjóðina árlega af þessari upphæð nemur um 35.200.000.000 [þrjátíu og fimm milljarðar og tvöhundruð milljónir].

Svo er fólk hneykslað á því að ég skuli kalla fylkinguna Sandfylkingu !

Nei, Sandfylkingin er ekkert annað en sandfylking, hópur af fólki sem á ekki að koma nálægt stjórnmálum, því þetta fólk er tilbúið að fórna Íslensku þjóðinni til að ná sínum hégómlegu markmiðum.  Stjórnmál  Sandfylkingarinnar eru engin, stjórnmál eru þeim framandi, það eina sem kemst að hjá þessu liði er ESB og ekkert annað.

Síðan beitir Sandfylkingin Steingrími VG fyrir sig til þess að geta fríað sig af samningunum og Steingrímur og VG bíta á agnið og láta teyma sig á asnaeyrunum til að binda þjóðina í þvílíkan klafa og festa hana inni í ófreskjunni sem kallast ESB.  Var það ekki þessi sami Steingrímur sem ætlaði aldrei, aldrei að gangast að þeim ofurkostum sem Bretar með IceSave, ESB vegna Breta og Hollendinga og AGS með þvinganir sínar vegna vináttu þeirra við Breta, Hollendinga og annarra ESB-landa.

Ljóst er að AGS hefur allt of mikil ítök í ríkisstjórninni, jafnvel þó svo að íslenska þjóðin hefur aldrei kosið þá til valda. 

ESB ætlar auðsjáanlega að taka völdin á Íslandi og eru leynt og ljóst að vinna að því með hjálp AGS og Sandfylkingarinnar.  Sandfylkingin er að verða andstæðingur íslensku þjóðarinnar númer eitt með ESB-þráhyggju sinni.

Nú þarf Íslenska þjóðin að rísa upp og taka til sinna ráða.  Taka ráðin af Jóhönnu og co. og færa Íslendingum völdin, en búsáhaldabyltingunni mistókst það ætlunarverk sitt, með aðstoð Borgarahreyfingarinnar, Gylfa Magnússonar, Harðar Torfasonar o.fl.

 


mbl.is Steingrímur fær fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 165947

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband