Vaxtalækkun hvað ?

Mér sýnist snigillinn vera farinn að þreytast.  Vextir lækkuðu fyrir mánuði síðan um heil 2,5% og höfðu vextir þá lækkað á hraða snigilsins frá því þeir fóru að þokast niður á við.  Nú bregður svo við að vextirnir lækka um 1% stig og segir það mér að snigillinn sé orðinn úrvinda af þreytu.

Það er hrein háðung að peningastefnunefnd Seðlabankans skuli láta AGS kúga sig og þeir þora ekki að taka sjálfstæða ákvörðun og stærri skref.  Vextir ættu að vera komnir niður í 3% að minnsta kosti.  Peningastefnunefndin virðist líta svo á að það sé betra að beygja sig fyrir AGS heldur en að koma Íslensku þjóðinni til bjargar.  Heimilin og fyrirtækin mega eiga sig, þau eru hvort eð er gjaldþrota, en hinn heilagi AGS hefur tökin á Seðlabankanum og ríkisstjórninni.

Eigum við að vera þakklát fyrir AGS ? eigum við að vera þakklát fyrir hinn norska Sandfylkingar Seðlabankastjóra sem er hér á vegum AGS ? eigum við að vera þakklát fyrir ríkisstjórnina sem er að keyra þjóðarbúið í enn meiri kreppu ?    Svarið er:  NEI og aftur NEI.

Hér á greinilega að sigla öllu í strand, þjóðarskútan á að sökkva og almenningur að flýja land.  Þá getur ESB komið og haft hlutina eftir eigin hentugleikum, tekið völd á miðunum með fiskinn í sjónum, vatnsföllin sem hægt er að virkja út í eitt, hitan í jörðinni sem hægt er að virkja út í eitt og olíu, ef hún skildi finnast, án þess að við Íslendingar værum að þvælast fyrir þeim.

Er ekki kominn tími til að losa okkur við þetta lið, AGS, sem er hér með einhverja tilraunarstarfsemi í gangi ?  Þeir ætla okkur Íslendingum að takast á við hluti sem þeir voga sér ekki að ætlast til af stóru ríkjunum s.s. Bandaríkjunum, Bretum, Þjóðverjum eða Frökkum.

Er ekki líka kominn tími til að losa okkur við Seðlabankastjórann og ríkisstjórnina alla ?  sem lætur hagsmuni íslensks almennings sitja á hakanum.

 


mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Christer Magnusson

Sjálfstæð ákvörðun = að Seðlabankinn gerir eins og Tómas og SA segir. En kannski er 12%, vitlaus eða ekki, sjálfstæð ákvörðun?

En ríkisstjórnin er að klúðra málunum. Forsendur vaxtalækkunnar, að gengi krónunnar sé stöðugt, mikið aðhald sé í ríkisrekstrinum og að samningar um Icesave-skuldbindingar Landsbankans liggi fyrir, hafa ekki  náðst. Allt er á eftir áætlun nema gælumál ráðherra sem verið er að keyra í gegnum þingið. En þjóðin kaus þessa stjórn ...

Christer Magnusson, 4.6.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Seðlabankinn, ríkisstjórnin og margir aðrir hafa haldið því fram að ferli hraðrar lækkunar stýrivaxta væri hafið.  Ég kalla það ekki hratt ferli þegar farið er á hraða snigilsins.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.6.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 165628

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband