Þorgerður Katrín vill sækja um aðild að Evrópusambandinu ! ? !

Steingrímur J. sagði að svo virðist sem ríkulegur þingmeirihluti væri fyrir að fara í viðræður (leggja inn umsókn) við Evrópusambandið.  En hver er vilji þjóðarinnar, eða kemur þjóðinni þetta mál ekkert við. 

Hvar er lýðræðið þingmenn ?  haldið þið að þið séuð einir þess umkomnir að taka svo stóra ákvörðun fyrir Íslands hönd án þess að hafa fengið beint umboð til þess frá þjóðinni ?

Munið og hafið hugfast í hverra umboði þið eru á hinu háa Alþingi.  Ef þið standið ekki vörð um fullveldi Íslensku þjóðarinnar, þá mun Íslenska þjóðin ekki standa vörð um ykkur og tími ykkar á Alþingi mun senn líða undir lok. Angry

 


mbl.is Vill sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GH

Hvað þarf að endurtaka það oft að Ísland gengur ekki í ESB án þess að aðildarsamningur verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Er til lýðræðislegri leið? Það eru sumir reyndar sem krefjast þess að kosið verði um hvort sækja eigi um, því það sé miklu lýðræðilegra, en Alþingi taki þá ákvörðun. En má þá ekki allt eins segja að enn lýðræðislegra verði að láta kjósa um hvort kjósa eigi um að sækja um -- og svo koll af kolli. Þetta er einfaldlega fáránleg hugmynd, því að slíkar kosningar yrðu um ekki neitt -- menn eiga að leggja gerðir sínar í dóm kjósenda en ekki það sem menn koma hugsanlega til með að gera. Eins eru þeir sem segja að það sé yfirmáta lýðræðislegt að það þurfi aukinn meirihluta til að samþykkja aðildarsamning, en það þykir mér einkennilegt lýðræði, því að ég á erfitt með að sjá hvers vegna atkvæði andstæðinga eigi að vega þyngra en fylgjenda aðildar.

GH, 28.5.2009 kl. 16:30

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvað þarf að endurtaka það oft að Íslenska þjóðin á heimtingu á að fá að taka um það ákvörðun hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki.  Lýðræðislegri leið er ekki til.  Við síðustu Alþingiskosningar var ekki veri að kjósa um aðild að ESB, Sandfylkingin var eini flokkurinn sem hafði það á dagskrá, sú fylking fékk innan við 30% atkvæða, sem segir sína sögu.  Það eru ekki liðin nema tæpt 91 ár síðan við fengum fullveldi, ég held við ættum að huga betur að því og varðveita það, það verður ekki gert fyrir okkur í Brussel.  Auðvitað þarf aukinn meirihluta til til að samþykkja aðild að Evrópusambandinu, við gefum ekki lýðræði frá okkur bara sí svona.  ESB er andlýðræðisleg stofnun sem treður aðildarríkjum um tær, ESB er ekki bara einhver klúbbur sem hægt er að valsa inn og út að vild.  Með inngöngu í ESB værum við að leggja okkar lýðræðislega rétt í annarra hendur.  Sá sem ekki sér það þekkir ekki ESB.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.5.2009 kl. 17:08

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

GH:

Það er reyndar sögulegt fordæmi fyrir auknum meirihluta hér á Íslandi í þjóðaratkvæðagreiðslu, og er talið eðlilegt í vissum málum á meginlandinu, t.d. þegar kemur að breytingum á stjórnarskrám.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.5.2009 kl. 18:03

4 Smámynd: GH

Þeir sem vilja mismuna fólki eftir skoðunum eftir því hvort þeir eru með eða á móti aðild að ESB eiga ekki að skjóta sér á bak við einhvers konar lýðræðisást. Þeir eiga einfaldlega að segja að sumt eigi að standa utan við lýðræðislega umræðu og reyna að sannfæra meirihlutann um að sú skoðun eigi rétt á sér. Það er vitanlega sanngjarnt að gera ráð fyrir ákveðinni lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslum til að hún teljist gild, en í leikreglur lýðræðisins ganga út frá því að meirihlutinn ráði -- hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Á Íslandi gildir sú regla um stjórnarskrábreytingar að þær þurfa að hljóta samþykkt tveggja þinga, með kosningar á milli. Þessi regla verður auðvitað viðhöfð ef aðild að ESB berður samþykkt, því að þá þarf að breyta stjórnarskrá. Það hljómar dálítið undarlega að þeir sem hneykslast óskaplega á því að ESB sé ólýðræðislegur óskapnaður skuli ætla að leita þangað eftir fyrirmyndum, eða þeir sem hneykslast út í eitt yfir því að ESB leggi fram tillögur aftur og aftur að þeir vilji láta kjósa aftur og aftur um það hvort eigi að sækja um ESB. Sem sagt, skýlum okkur ekki á bak við fögur orð: andstæðingar ESB vilja koma í veg fyrir það hvað sem það kostar. Ég ber fulla virðingu fyrir þeirri skoðun, en ekki blanda lýðræði inn í þá skoðun. 

GH, 28.5.2009 kl. 18:48

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sjáðu til GH.  Ísland er ekki lýðræði, heldur þingbundið lýðveldi.  Ekkert land í heiminum er lýðræðisríki (sem betur fer).

Til þess að lýðveldi gangi upp þurfa að vera skýrar reglur um hvernig lýðurinn fer með valdið.  Ein af þeim reglum varðar aukinn meirihluta í málum sem breyta stjórnskipun viðkomandi ríkis í grundvallaratriðum.  Þetta þykir eðlilegt í mörgum þeim löndum sem við viljum miða okkur við, hvort sem við erum fylgjandi eða á móti ESB aðild.  Þetta þótti líka eðlilegt hér síðast þegar stór breyting varð á stjórnskipulegum högum Lýðveldisins Íslands, þ.e. við uppsögn sambandlaga við Danmörku, en 18.gr. þeirra laga hljóðaði svo:

Eftir árslok 1940 getur ríkisþing og alþingi hvort fyrir sig hvenær sem er krafist, að byrjað verði á samningum um endurskoðun laga þessara.

Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára frá því að krafan kom fram, og getur þá ríkisþingið eða alþingi hvort fyrir sig samþykt, að samningur sá, sem felst í þessum lögum, sje úr gildi feldur. Til þess að ályktun þessi sje gild, verða að minnsta kosti ⅔ þingmanna annaðhvort í hvorri deild ríkisþingsins eða í sameinuðu alþingi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan vera samþykkt við atkvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrjett hafa við almennar kosningar til löggjafarþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að ¾ atkvæðisbærra kjósenda að minsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minsta kosti ¾ greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.5.2009 kl. 20:09

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það þótti mikið framfara skref og heillvænlegt er Íslenska þjóðin fékk fullveldi 1.desember 1918.  Þetta voru tímamót í Íslenskri sögu og upphaf að framfara skeiði í Íslensku þjóðlífi, þó hægt hafi gengið fyrst um sinn.  Er Ísland varð lýðveldi 1944 og í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar urðu framfarir mun hraðvirkari.  Er það ekki síst því að þakka að við fórum sjálf með eigin mál og vissum hvað við þurftum og hvað var okkur fyrir bestu, við vorum ekki lengur háð Dönum og þeirra duttlungum.  Í ESB eru þeir sem fara með æðsta vald ekki sérlegir vinir Íslands fremur en annarra þjóða.  Hvort ætli þeir taki málstað Íslands fram yfir málstað Þjóðverja, Frakka, Spánverja, Ítala eða annarra landa sem eru mun stærri og hafa mun meira vægi í sambandinu ?  Af hverju eigum við ekki bara að fara með okkar eigin mál ? af hverju þurfum við að biðja útlendinga um að sjá um að segja okkur hvað okkur er fyrir bestu ?  ESB er ekki bara einhver viðskiptablokk, ESB er yfirþjóðleg valdsstofnun sem hefur meiri völd yfir aðildarríkjunum en þjóðþing viðkomandi ríkja og stjórnarskrá ESB [Lissabonsáttmálinn] hefur meira vægi en stjórnarskrár aðildarríkjanna.  Ef þessi staðreynd nægir ekki til að sýna fram á að aðild að Evrópusambandinu er ekki fýsileg, þá er mönnum ekki viðbjargandi, sumir hafa bara eitthvað út úr því að láta pína sig.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.5.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband