Aukið lýðræði ?

Sumum stjórnmálaflokkum hefur verið tíðrætt um aukið lýðræði, íbúa lýðræði og hvað það nú allt heitir.  Eitt af því sem var í umræðunni fyrr í vor var að leggja átti áherslu á, við breytingu á stjórnarskránni, að tiltekinn fjöldi manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál.

Nú bregður svo við að ákveðinn stjórnmálaflokkur sem telur sig "mjög" lýðræðissinnaðan fer með offorsi í tilteknu mjög svo umdeildu máli, en í því máli hentar ekki að viðhafa lýðræði.  Hjá þessum tiltekna stjórnmálaflokki er talað um lýðræði á tyllidögum og er þá ekki verið að tala um almennt lýðræði, heldur lýðræði þeirra sem ráða í þeim tiltekna stjórnmálaflokki.  Það er nefnilega þannig að lýðræðið er ekki allra að þeirra mati.  Þetta minnir óþægilega á tíma þrælahaldsins vestur í Ameríku.  Hvítu mennirnir litu ekki á þá svörtu sem mennska.  Svörtu mennirnir höfðu engan rétt, þeir áttu bara að hlíða eigendum sínum, því að þeir, þ.e. hvítu mennirnir, höfðu meira vit á hlutunum en þeir svörtu.

Stjórnmálaleiðtogar í hinum ofangreindi tiltekna stjórnmálaflokki virðist líta á sig yfir aðra þjóðfélagsþegna hafna, en það versta, fyrir þá, er að það sést ekki á litarhætti þeirra að þeir eru æðri okkur hinum, menn verða að fara í flokksskrárnar til að sjá hverjir það eru sem eru æðri okkur hinum.

Við hinir umkomulausu aumingjar erum hinsvegar svo óforskammaðir að krefjast þess að lýðræðið tilheyri okkur líka og við krefjumst þess að fá að kjósa um það hvort sækja eigi um aðild að hinu ólýðræðislega apparati, skrímsli nútímasamfélagsins, Evrópusambandinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 332
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband