Aðildarumsókn að ESB

Mér finnst stundum eins og stjórnmálamenn tali til þjóðarinnar eins og þeir haldi að hún sé heimsk.  Sandfylkingarþingmenn og fleiri hafa ítrekað talað um að við þurfum að fá að vita hvað sé í boði.  Það er eins og menn haldi að við fáum eitthvað allt annað en aðrar þjóðir hafa fengið, við séum svo sérstök að allt aðrar reglur hljóti að gilda um okkur en aðrar þjóðir í Evrópu.  Það er ekki um neina tilboðspakka að ræða í ESB, svo er víst.

Mbl.is vitnar í Jóhönnu Sigurðardóttur:  „Bara það að sækja um aðild tel ég að muni færa okkur í átt til stöðugleikans. Við erum þá með vegvísi sem alþjóðasamfélagið tekur eftir og hér innanlands líka. Þannig að það eitt að sækja um held ég að muni strax styrkja okkur að því er varðar stöðugleikann,“ segir forsætisráðherra.

Maður er gapandi hissa á því að forsætisráðherra landsins skuli láta svona vitleysu út úr sér.  Ætti ekki allt vera farið að snúast á betri veg hjá okkur eftir allar yfirlýsingar ráðherrans ? ættum við ekki vera farin að sjá árangur eftir yfirlýsingu um að sótt verði um aðild að ESB ?  Samkvæmt kenningu Jóhönnu ætti svo að vera.  Hvar er svo stöðugleikinn í ESB-ríkjunum ?  hvar er stöðugleikinn á Írlandi, Grikklandi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Eystrasaltsríkjunum og enn má telja upp fleiri lönd í ESB sem eru í tómu tjóni.  Ef við erum í vandræðum þá eru þessar þjóðir það líka, nema að þær viti ekki að þær eru í ESB.

Oft er talað um að trúverðugleiki okkar muni aukast ef við göngum í ESB.  Halda ESB-sinnar virkilega að trúverðugleiki okkar í augum annarra þjóða aukist við það að ganga í ESB ?  þurfum við ekki að auka trúverðugleika okkur með eigin verðleikum ?  Menn munu ekki bera meira traust til okkar við það eitt að við göngum í ESB, það þarf annað að koma til til þess að svo megi verða.  Eitt af því er að þeir sem settu allt á annan endann hér á landi verði dregnir til saka, fyrr munu þjóðir heims ekki treysta okkur, hvort sem við erum í ESB eða ekki.  Á sama hátt mun ekki verða friður í landinu fyrr en það hefur verið gert.  Annað er að tekið sé á málum innanlands á trúverðugan hátt til að bjarga þjóðinni frá enn frekara hruni, þannig að þjóðin geti lifað lífvænlegu lífi í landinu.  Að hér ríki réttlæti fyrir alla, en ekki bara suma, að fyrirtækin fái að lifa án afskipta ríkisvaldsins og það sama á við um heimilin.

ESB mun ekki koma á móti okkur með opnum örmum og fullar hendur af gjöfum sem við gætum lifað á næstu árhundruðin.  Það virðist nefnilega gleymast í umræðunni að innganga í ESB er ekki tímabundin ráðstöfun, heldur er um framtíðar ráðstöfun að ræða, til árhundruða eða meir.  Við skulum ekki láta okkur dreyma að við, börnin okkar, barnabörn og afkomendur til framtíðar fái að ráða og/eða ráðstafa því sem íslenskt er þegar við verðum einu sinni komin í ESB.  Ég segi eins og Steingrímur J.: „Við munum ekki fá neitt gefins“, ekki einu sinni fullveldi okkar.

 


mbl.is „Þjóðin viti hvað er í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Við skulum ekki heldur gleyma því að heilög Jóhanna ætlar að gera hlé á þingstörfum á meðan ESB tillagan er í nefnd.  Hvað er að forgangsröðinni hjá þessu fólki?

Sigríður Jósefsdóttir, 19.5.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Heilög Jóhanna hefur talað og trúin hennar er ESB bjargar öllu,en er það ekki málið það bjargar öllu hjá SF að fara í ESB þar sem SF hefur enga stefnu að fara eftir og enn svelta heimilin í landinu og munu gera í ókomna tíð ef SF fær sínu fram.Það er svo auðvelt fyrir SF að benda á ESB og segja við þjóðina við verðum að hlíða ESB þetta er ekki okkar vilji en reglur ESB eru svona,þetta yrðu svörin hjá SF eftir að inn er komið því ekki hefur SF neina stefnu í málum nema aðild að ESB.Hel að ef við ætlum að vinna okkur uppúr þessari kreppu þá eigum við að gera það sjálf verður sennilega erfitt í 2-3 á en svo kæmu bjartari tímar hjá okkur,besta væri að skila láni AGS og senda ESB fingurinn það er eina leið okkar uppúr þessari kreppu.Ef farið verður að vilja SF verður kreppa hér í mörg mörg ár eða áratugi ef við förum í ESB.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 19.5.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 165626

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband