Jóhanna Sig. og ESB

Enn og aftur heldur Jóhanna Sigurðardóttir því fram að ESB muni bjarga öllu á Íslandi.  Eitt af því sem ESB-aðild á að hafa áhrif á eru vextir.  Ja hérna, er Jóhanna búin að gleyma því að hún rak Seðlabankastjóra, þrátt fyrir að Seðlabankinn átti að starfa óháður ríkisvaldinu, að hennar eigin áliti, réði síðan samflokksmann sinn frá Noregi til starfa og áttu vextir nú að lækka hratt og örugglega.  Hvað gerðist síðan ?  vextir hafa mjakast niður á hraða snigilsins.  Staðreyndin er sú að vextir á Íslandi eru ákveðnir á Íslandi, hvort sem við erum í ESB eða ekki, þannig er það í ESB-ríkjunum, sumstaðar eru vextir lágir, en annarsstaðar háir.

Getur verið að AGS hafi vald á Seðlabankanum og noti þvingunaraðgerðir til að halda vöxtum háum.  Rétt er að minnast þess að AGS er hér að kröfu Sandfylkingarinnar og þrátt fyrir samninga við AGS hefur sjóðurinn ekki staðið við sinn hluta samningsins þ.e. að greiða út lán sem átti að koma fyrir þó nokkrum vikum síðan, eða skildi það ver að ríkisstjórn Sandfylkingarinnar sem krafðist aðkomu AGS hafi ekki staðið við sinn hluta samningsins. 

Hverjar eru kröfur AGS ?  við höfum aldrei fengið að sjá þær, þrátt fyrir gagnsæi og að allt sé uppi á borðum þá sýnir Jóhanna aldrei hvaða spil eru á hendi.

Talað er um að allir eigi að taka höndum saman til að leysa málin, allir að leggjast á árarnar.  Hvernig er það hægt þegar forustan gefur ekki taktinn ?  hvernig á fólk að taka þátt þegar það veit ekki hver staðan er eða til hvers er ætlast ?  Það er eins og að segja flugfreyjunni að fara og moka flórinn og hún veit ekki hvar fjósið er.

Ef ríkisstjórnin ætlast til að tekið sé mark á henni verða ráðherrarnir að fara að tala skýrt og umbúðalaust.  Fólk er búið að fá nóg af hálfkveðnum vísum, yfirklóri og leynimakki.

 


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hvað meinarru? Ertu á móti því að xD og xS fóru í samstarf við AGS og þar að leiðandi ósáttur við  "Flokinn"?

Annað vekur athygli, hér er þú að velta fyrir þér hverju ASG ræður og hverju ekki. Hefur þú séð samkomulagið sem Geir Haard, dýralæknirinn og Davíð Oddsson skrifuðu undir við þann ágæta sjóð? Þetta eru mennirnir sem klúðruðu málum og skriðu svo með brækurnar á hælunum til ASG og gerðu þennan leynisamning.

Hinsvegar ef þú vilt vita sannleikann þá er hann sá að 18 ára valdatíð Flokksins varð til þess að skylja efnahagslíf þjóðarinnar eftir í slíkri rjúkandi rúst að annað eins hefur ekki sést nema í bananalýðveldum og í Afríku og þú trúðir á þá allan tímann eins og fleiri og í slíkri stöðu er þjóð ekki sjálfstæð nema að nafninu til. Við slíkar aðstæður fer ASG vanalega sínu fram með því að beyta fyrir sig peningunum, draga greiðslur, karpa um kjör og skilmála og gera þjóðir háðar sér.

Flokkurinn þinn með hjækjum sínum, fyrst framsókn og svo Samfylkingu, með óstjórn sinni og fulltingi ykkar skilyrðislaust sannfærðukom okkur í þá stöðu að verða betlarar hjá sjóðnum og betlarar eru aldrei í góðri samningsstöðu.

 Mundu það að seðlabankastjóri var rekinn því hann var ekki starfi sínu vaxinn. Hver var það sem lækkaði bindiskylduna á Icesave og notaði ekkert af þeim tækjum sem hann hafði til að hægja á bönkunum? Maðurinn var fyrir.

Sævar Finnbogason, 18.5.2009 kl. 23:56

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það var nú fyrst og fremst vegna kröfu Sandfylkingarinnar að leitað var til AGS og já ég er á því að Geir hefði ekki átt að fara þá leið.  AGS hefur reynst öðrum þjóðum vondur "vinur".

Geir og Ingibjörg áttu auðvitað að leggja allt á borðið og það sama er með Jóhönnu og Steingrím.  En þrátt fyrir búsáhaldabyltingu og tal um gagnsæi og hafa allt uppi á borðum hjakka þau í sama farinu og þjóðin kemst ekkert áfram.  En þú skalt nú ekki gleyma því Sævar að Sandfylkingin var í ríkisstjórn í hálft annað ár og er ekki saklaus.  Hinsvegar var ég aldrei hrifin af þeirri samsuðu.

Þú skalt heldur ekki gleyma því að við erum ekki ein í þessari stöðu og ekki eru aðrar þjóðir með allt niður um sig vegna þess að við klúðruðum málunum.  Stærri og öflugri þjóðir eru ekki betur settar en við að mörgu leiti.  Hitt get ég þó verið sammála þér, en það er að AGS gerir hvað hann getur til að gera þjóðir háðar sér, þannig að þeir geta ráðið því sem þeir vilja og það er það sem aðrir hafa þurft að láta yfir sig ganga.  Ætlum við á láta þá koma þannig fram við okkur líka ?

Við þurfum ekki að vera betlarar, ég get verið sammála VG um að við getum komist af án þeirra eins og við getum komist af án ESB.

Seðlabankastjórinn var ekki rekinn fyrir það að vera vanhæfur, heldur af öfundsýki og hatri sem byggst hefur upp í hans garð alveg frá því maðurinn var borgarstjóri.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.5.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Fyrst og frems að kröfu samfylkingarinnar......... HA? Þeir sem komu okkur í þessa stöðu neyddu okkur til AGS svo einfalt er það og allt tal um annað er veruleikafyrring. Meira að segja norðurlönd tóku ekki í mál að lána okkur nema einhver barnapía kæmi hingað, svo hvað ertu eiginlega að pæla.

Samfylkingin er ekki saklaus þó svo að þetta hafi verið komið úr böndunum þegar þegar sú stjórn var mynduð. OG það versta var að þau skyldu ekki segja fólki hvað var að gerast EN mundu FLOKKURINN steinhélt líka kjafti og á meðan dútluðu auðmennirnir sér við að flytja fé út landi og ráðleggja vinum og vandamönnum að gera slíkt hið sama en engin sagði venjulegu fólki neitt. Það er stór glæpur finnst mér svo ekki segja að ég horfi framhjá því. og ekki kaus ég þau! 

Þú verður að komast uppúr hjólförum dýrkunarinnar og átta þig á því að hvert sem einhver hefur öfundað Davíð eða ekki var hann óhæfur Seðlabankastjóri. Hvað þarf til? 

Sævar Finnbogason, 19.5.2009 kl. 00:35

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hver var það sem hélt Borgarnesræður útrásarvíkingum til heiðurs, hampaði þeim í gríð og erg og hélt hlífiskildi yfir þeim þegar síst skyldi ?  var það ekki einmitt formaður þinn hún Ingibjörg ?  hvaða laun skyldi hún hafa þegið í staðin ? 

Rétt er það að regluverkið var ekki í lagi, frekar en í ESB og víðar.  Allt fór fjandans til, hér og víðar, meira að segja í ESB.  Var það Davíð að kenna ?  eða Sjálfstæðisflokknum ?  Ekki dettur mér í hug að kenna Sandfylkingunni um það, en mér sýnist Fylkingin reyna allt hvað hægt er að teyma okkur úr öskunni í eldinn.  Mér dettur heldur ekki í hug að verja Sjálfstæðisflokkinn í mörgum þeim ákvörðunum sem þeir tóku, þar voru mörg mistök gerð því miður. 

Hvað Seðlabankasjórann varðar, hinn norska Sandfylkingarmann, þá er hann ekki vitund hæfari en Davíð, Ingimundur eða Eiríkur.  Það voru mistök af Jóhönnu að fá hann og það voru mistök hjá Jóhönnu að flæma hina í burtu, ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni, sama hvað þér og ykkur í fylkingunni finnst til um Davíð.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.5.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 165947

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband